Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir gal­ið að Am­ir Shokrgoz­ar, mað­ur sem eigi líf og fjöl­skyldu á Ís­landi, geti end­að á göt­unni á Ítal­íu eða jafn­vel tek­inn af lífi í Ír­an. Hann biðl­ar til Sig­ríð­ar And­er­sen að grípa í taum­ana.

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar
Andrés Ingi Jónsson Segir galið að maður sem eigi líf og fjölskyldu á Íslandi geti endað á götunni á Ítalíu og jafnvel tekinn af lífi í Íran.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, gerði mál íranska hælisleitandans Amir Shokrgozar að umtalsefni á Alþingi í gær. „Nú berast þær fréttir að Amir, maðurinn sem við sendum úr landi, hafi fengið synjun á hælisumsókn sína á Ítalíu. Það stefnir því í að hann verði sendur aftur til Íran ef ekkert verður aðhafst,“ sagði Andrés Ingi og biðlaði til Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, að grípa í taumana. Sigríður tók ekki til máls um málið. 

Við erum líka Trump
Við erum líka Trump Einn þeirra sem hefur vakið athygli á máli Amirs er rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann hitti Amir í Ítalíu í byrjun febrúar og deildi sögu hans á Facebook. „Í hörðum heimi eigum við ekki að vera aflið sem brýtur niður fólk með járnhnefa. Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ skrifaði Andri Snær meðal annars.

Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar en samkynhneigðir eiga á hættu að verða dæmdir til dauða í Íran. Hann flúði í gegnum Tyrkland til Grikklands og þaðan til Ítalíu þar sem hann varð fyrir kynferðisofbeldi í flóttamannabúðum. Andrés Ingi bendir á að fyrir rúmu ári hafi íslensk stjórnvöld hætt að senda hælisleitendur til baka til Ítalíu vegna frétta af óviðunandi aðstæðum flóttamanna þar í landi. „Þeirri ákvörðun var illu heilli snúið nú um áramótin síðustu. Ítalía er það sem kallast í útlendingalögum öruggt land. Það er vandmeðfarið hugtak. Þó að ríki séu örugg í þeim skilningi að þar ríki ekki skálmöld og þar virki bæði stjórnsýsla og réttarkerfi geta þau verið allt annað en örugg fyrir tiltekna einstaklinga og hópa.“

„Já, stjórnsýslan okkar rukkar flóttamann um pappíra frá landinu sem hann er að flýja vegna samkynhneigðar, pappíra til að hann geti gengið í samkynhneigt hjónaband.“

Biðlar til ráðherra
Biðlar til ráðherra Andrés Ingi biðlar til Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, að grípa í taumana í máli Amirs.

Amir bjó í tvö ár á Íslandi og hefur lært íslensku, á íslenskan unnusta og verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78’ og Rauða krossinum. „Á þessum tíma hefur Amír fest hér rætur og eignast vini. Hann fann ástina og hefur lengi reynt að giftast unnusta sínum en ekki fengið vegna þess að íslensk stjórnvöld rukka hann um pappíra frá þeim írönsku. Stöldrum aðeins við það. Já, stjórnsýslan okkar rukkar flóttamann um pappíra frá landinu sem hann er að flýja vegna samkynhneigðar, pappíra til að hann geti gengið í samkynhneigt hjónaband. Hvernig ætli Íranir taki þeirri beiðni?“ spyr Andrés Ingi meðal annars. 

Amir var vísað úr landi í byrjun febrúar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur nú verið neitað um hæli í Ítalíu

„Mér finnst fullkomlega galið að maður sem á líf og fjölskyldu hér á landi geti endað á götunni á Ítalíu og jafnvel verða tekinn af lífi í Íran af því að „computer says no“,“ sagði Andrés Ingi að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár