Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Vinstri grænna, seg­ir gal­ið að Am­ir Shokrgoz­ar, mað­ur sem eigi líf og fjöl­skyldu á Ís­landi, geti end­að á göt­unni á Ítal­íu eða jafn­vel tek­inn af lífi í Ír­an. Hann biðl­ar til Sig­ríð­ar And­er­sen að grípa í taum­ana.

Biður Sigríði Andersen að koma samkynhneigðum flóttamanni til bjargar
Andrés Ingi Jónsson Segir galið að maður sem eigi líf og fjölskyldu á Íslandi geti endað á götunni á Ítalíu og jafnvel tekinn af lífi í Íran.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, gerði mál íranska hælisleitandans Amir Shokrgozar að umtalsefni á Alþingi í gær. „Nú berast þær fréttir að Amir, maðurinn sem við sendum úr landi, hafi fengið synjun á hælisumsókn sína á Ítalíu. Það stefnir því í að hann verði sendur aftur til Íran ef ekkert verður aðhafst,“ sagði Andrés Ingi og biðlaði til Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, að grípa í taumana. Sigríður tók ekki til máls um málið. 

Við erum líka Trump
Við erum líka Trump Einn þeirra sem hefur vakið athygli á máli Amirs er rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann hitti Amir í Ítalíu í byrjun febrúar og deildi sögu hans á Facebook. „Í hörðum heimi eigum við ekki að vera aflið sem brýtur niður fólk með járnhnefa. Ég mun ekki mæla styggðaryrði um Trump fyrr en Amir er kominn í fang kærasta síns, við erum nefnilega líka Trump,“ skrifaði Andri Snær meðal annars.

Amir flúði heimaland sitt vegna kynhneigðar sinnar en samkynhneigðir eiga á hættu að verða dæmdir til dauða í Íran. Hann flúði í gegnum Tyrkland til Grikklands og þaðan til Ítalíu þar sem hann varð fyrir kynferðisofbeldi í flóttamannabúðum. Andrés Ingi bendir á að fyrir rúmu ári hafi íslensk stjórnvöld hætt að senda hælisleitendur til baka til Ítalíu vegna frétta af óviðunandi aðstæðum flóttamanna þar í landi. „Þeirri ákvörðun var illu heilli snúið nú um áramótin síðustu. Ítalía er það sem kallast í útlendingalögum öruggt land. Það er vandmeðfarið hugtak. Þó að ríki séu örugg í þeim skilningi að þar ríki ekki skálmöld og þar virki bæði stjórnsýsla og réttarkerfi geta þau verið allt annað en örugg fyrir tiltekna einstaklinga og hópa.“

„Já, stjórnsýslan okkar rukkar flóttamann um pappíra frá landinu sem hann er að flýja vegna samkynhneigðar, pappíra til að hann geti gengið í samkynhneigt hjónaband.“

Biðlar til ráðherra
Biðlar til ráðherra Andrés Ingi biðlar til Sigríðar Andersen, dómsmálaráðherra, að grípa í taumana í máli Amirs.

Amir bjó í tvö ár á Íslandi og hefur lært íslensku, á íslenskan unnusta og verið sjálfboðaliði hjá Samtökunum 78’ og Rauða krossinum. „Á þessum tíma hefur Amír fest hér rætur og eignast vini. Hann fann ástina og hefur lengi reynt að giftast unnusta sínum en ekki fengið vegna þess að íslensk stjórnvöld rukka hann um pappíra frá þeim írönsku. Stöldrum aðeins við það. Já, stjórnsýslan okkar rukkar flóttamann um pappíra frá landinu sem hann er að flýja vegna samkynhneigðar, pappíra til að hann geti gengið í samkynhneigt hjónaband. Hvernig ætli Íranir taki þeirri beiðni?“ spyr Andrés Ingi meðal annars. 

Amir var vísað úr landi í byrjun febrúar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og hefur nú verið neitað um hæli í Ítalíu

„Mér finnst fullkomlega galið að maður sem á líf og fjölskyldu hér á landi geti endað á götunni á Ítalíu og jafnvel verða tekinn af lífi í Íran af því að „computer says no“,“ sagði Andrés Ingi að lokum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
1
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár