Í nýútkomnu blaði hagfræðinema, Hjálmari, lýsir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, gjaldeyrishöftunum sem rottueitri. „Þú tekur þetta í litlum skömmtum og þú finnur ekki endilega bragðið af því, en þetta safnast fyrir í líkamanum og drepur þig fyrir rest.“
Afnám gjaldeyrishafta hefur lengi staðið til. Fyrir kosningar lofaði Bjarni því að gjaldeyrishöft yrðu afnumin á næstu mánuðum eftir kjör hans. Það loforð hefur hins vegar ekki enn verið efnt. „Ég sé fyrir mér að hægt sé að gera þetta á næstu mánuðum,” sagði Bjarni á fundi VÍB eignastýringarþjónustu Íslandsbanka í apríl 2013. Slíkt afnám sagði hann ekki eiga að taka langan tíma.
Tengdist umræðu um ESB fyrir kosningar
Tæp tvö ár hafa liðið frá þeim ummælum hans. Í fyrrnefndu viðtali í Hjálmar ræðir Bjarni gjaldeyrishöftin. „Við höfum í samstarfi við Seðlabankann kortlagt vandann mjög nákvæmlega og skoðað alla möguleika til að flýta afnámi hafta eins og unnt er“. Hann segir nauðsynlegt að …
Athugasemdir