Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna

Teit­ur Björn Ein­ars­son, þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og fyrsti flutn­ings­mað­ur áfeng­is­frum­varps­ins á Al­þingi, dreg­ur í efa gildi rann­sókna og álits heil­brigð­is­stofn­ana um að auk­ið að­gengi að áfengi muni mjög lík­lega auka neyslu áfeng­is. Hann sló á létta strengi og sagði: „Mann­kyn­ið er að með­al­tali með eitt eista“. Land­læknisembætt­ið ít­rek­ar við­var­an­ir sín­ar um sam­fé­lags­leg­an skaða af frum­varp­inu.

Vill áfengi í búðir og efast um gildi vísindarannsókna
Teitur Björn Einarsson Mælir fyrir frumvarpi um sölu áfengis í matvöruverslunum. Mynd: Af vef fjármálaráðuneytisins

Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvestur kjördæmi og fyrsti flutningsmaður áfengisfrumvarpsins, lýsti í dag efasemdum sínum um gildi rannsókna sem benda til þess að aukið aðgengi að áfengi leiði til aukinnar neyslu líkt og Alþjóðaheilbrigðisstofnun og Landlæknisembættið hafa ítrekað varað við.

Í flutningsræðu um frumvarpið á Alþingi í dag tók hann sem dæmi að meðaltalsútrekningur leiði í ljós að mannkynið hafi að meðaltali eitt eista. Andsvar Teits við viðvörunum Landlæknisembættisins um að aukið aðengi að áfengi muni auka neyslu og valda margvíslegum slæmum samfélagslegum afleiðingum er að rannsóknir sem sýni aukna neyslu séu ekki marktækar.

Áfengisfrumvarp frá árinu 2015 hefur verið endurflutt á Alþingi í dag í lítillega breyttri mynd. Teitur og átta meðflutningsmenn hans að frumvarpinu vilja leyfa frjálsa smásölu áfengis í matvöruverslunum og jafnframt heimila auglýsingar á áfengi.

Segir varasamt að draga ályktanir

Teitur sagði rannsóknarniðurstöður „mikilvægt hjálpartæki við úrlausn á ýmsum flóknum verkefnum“, en efast um gildi þeirra rannsókna sem benda til þess að áfengisneysla aukist við aukið aðgengi. „En það reynist líka oft varasamt að fella alla mannlega hegðun undir einfalda tölfræðilega samantekt og draga víðtækar ályktanir út frá einfaldri samlagningu og deilingu. Tökum sem dæmi, til að létta aðeins lundina, sem er þessi fullyrðing hér: Að meðaltali hefur homo sapiens eitt eista. Að meðaltali hefur mannkynið eitt eista. Þetta er auðvitað rétt tölfræði, ef bæði kynin eru sett í mengið og stuðst við einfalda deilingu. Þetta er rétt. En hefur augljóslega enga þýðingu og er fullkomlega marklaust.“ 

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi það viðhorf sem Teitur færði fram gagnvart vísindum í rökstuðningi sínum fyrir sölu áfengis í verslunum. „Það er í rauninni vegið að fagmennsku vísindamanna, sem viðkomandi er ekki,“ sagði Björn Leví. „Aukið aðgengi leiðir til aukinnar neyslu, það er enginn vafi um það.“

„Það á við í þessu máli, eins og öðrum, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar“

„Það á við í þessu máli, eins og öðrum, að forðast ægivald vísindalegrar kennisetningar,“ svaraði Teitur. „Þegar farið er í gegnum þessar samantektir, hverja fyrir sig, er niðurstaðan sú, að þessar fullyrðingar um allt að 40 prósent aukningu eru hlutdræg túlkun á niðurstöðum sem byggja á veikum grunni og eru uppfullar af ákveðnum fyrirvörum um hvað muni gerast að ákveðnum gefnum forsendum og skilgreindu mengi. Þetta eru nefnilega í fæstum tilfellum vísindalega sannaðar kenningar byggðar á empírískum rannsóknaraðferðum yfir lengri tíma þar sem margs konar breytur í mannlegu samfélagi útiloka þær með vísindalegum hætti. Í rauninni er eina sem hægt er að fá út úr þessu öllu saman að rannsóknum, samanteknum og skýrslum um þetta mál stangast á að mörgu leyti í þessu máli.“

Landlæknir varar við frumvarpinu

Álitið sem Teitur reiddi fram í ræðustóli Alþingis er í andstöðu við álit Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) og Landlæknisembættisins. 

Embætti landlæknis ítrekaði andstöðu sína við áfengisfrumvarpið þegar fram kom að frumvarpið væri væntanlegt á Alþingi. „Þessar breytingar geta haft aukin skaðleg áhrif á heilbrigði landsmanna sem verða ekki aftur tekin. Mikilvægt er að hafa lýðheilsusjónarmið að leiðarljósi og að farið sé að ráðgjöf þeirra sérfræðinga sem hafa það hlutverk að vera stjórnvöldum til ráðgjafar í umræðu og ákvarðanatöku. Embætti landlæknis ítrekar því enn og aftur andstöðu við frumvarp um aukið aðgengi að áfengi. Aukið aðgengi að áfengi, sem leiðir til aukinnar áfengisneyslu, er líklegt til að auka tíðni einstaklingsbundinna og samfélagslegra vandamála samfara stórauknum samfélagslegum kostnaði. Samfélagsleg áhrif geta meðal annars verið aukin fjarvera vegna veikinda, þjófnaðir, öryggisleysi vegna áfengisneyslu annarra, slys og ofbeldi. Mikilvægt er að skoða heildarmyndina og hafa heilbrigðissjónarmið að leiðarljósi í umræðunni áður en tvær af þremur virkustu forvarnaraðgerðum í áfengisforvörnum samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru afnumdar, það er að segja takmörkun á aðgengi og bann við auglýsingum.“

Landlæknisembættið telur að áfengisneysla sé ekki einkamál neytandans og bendir á samnorræna rannsókn þar sem kemur fram að margir verði „fyrir neikvæðum áhrifum vegna áfengisdrykkju annarra, jafnt fjölskyldumeðlima, vina, kunningja og ókunnugra“. 

Fram kemur í rannsókn Norrænu velferðarmiðstöðvarinnar (NVC) að þriðjungur Íslendinga á aldrinum 18 ára og eldri hefur orðið fyrir skaðlegum áhrifum vegna áfengisdrykkju annarra í sínu nánasta umhverfi, einna helst konur og yngra fólk 

„Nái frumvarpið fram að ganga eru stórauknar líkur á  skaðlegum áhrifum á þá sem neyta áfengis í óhófi, fjölskyldur þeirra og einnig á þriðja aðila.“

Flutningsmenn úr fjórum flokkum

Áfengisfrumvarpið er nú flutt aftur á Alþingi, en Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, var fyrsti flutningsmaður þess á síðasta kjörtímabili. Flutningsmenn áfengisfrumvarpsins nú eru: Teitur Björn Einarsson, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Vilhjálmur Árnason og Hildur Sverrisdóttir úr Sjálfstæðisflokki, Pawel Bartoszek í Viðreisn, Nichole Leigh Mosty úr Bjartri framtíð og Jón Þór Ólafsson, Ásta Guðrún Helgadóttir og Viktor Orri Valgarðsson úr Pírötum.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir því að í stað að 1 prósent af áfengisgjaldi renni í forvarnir renni 5 prósent gjaldsins í forvarnir. Í því segir að frumvarpið feli „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Þá verði sala áfengis gefin frjáls og auglýsingar á áfengi, sem nú eru ólöglegar, gerðar löglegar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

ACD-ríkisstjórnin

Unnu náið með hæsta­réttar­dómurunum meðan þeir dæmdu Arn­fríðar­mál
Fréttir

Unnu ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an þeir dæmdu Arn­fríð­ar­mál

Arn­fríð­ur Ein­ars­dótt­ir lands­rétt­ar­dóm­ari starf­aði sjálf sem vara­dóm­ari með tveim­ur þeirra hæsta­rétt­ar­dóm­ara sem tóku af­stöðu um hæfi henn­ar og bærni til að kveða upp dóma á sama tíma og mál­ið var til með­ferð­ar. Hinir þrír sem vald­ir voru í Lands­rétt í trássi við stjórn­sýslu­lög störf­uðu einnig ná­ið með hæsta­rétt­ar­dómur­un­um með­an Hæstirétt­ur tók fyr­ir mál sem hefði getað sett dóm­ara­störf fjór­menn­ing­anna í upp­nám.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár