Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Af hverju eru spillingarmál ekki rannsökuð oftar á Íslandi?

Rík­is­sak­sókn­ari hef­ur að­eins einu sinni átt frum­kvæði að því að rann­saka stjórn­mála­mann vegna spill­ing­ar út af um­fjöll­un­un í fjöl­miðl­um, Árna Johnsen. Bæði embætti hér­aðssak­sókn­ara og rík­is­sak­sókn­ara ber skylda til að hefja rann­sókn á spill­ing­ar­mál­um en önn­ur mál eru of­ar í for­gangs­röð­inni. Fyrr­ver­andi rík­is­sak­sókn­ari Valtýr Sig­urðs­son seg­ir „mjög við­kvæmt“ að ákæru­vald­ið rann­saki spill­ingu í stjórn­mál­um. Sam­an­burð­ur við Sví­þjóð sýn­ir að ákæru­vald­ið þar hef­ur miklu oft­ar frum­kvæði að rann­sókn­um á spill­ingu. Vara­rík­is­sak­sókn­ari Helgi Magnús Gunn­ars­son tel­ur ekki þarft að rann­saka Borg­un­ar­mál­ið og mál Ill­uga Gunn­ars­son­ar og seg­ir „frá­leitt“ að stofna sér­staka spill­ing­ar­deild inn­an ákæru­valds­ins á Ís­landi.

Af hverju eru spillingarmál ekki rannsökuð oftar á Íslandi?
Fylgist með málunum Embætti ríkissaksóknara hefur fylgst með Borgunarmálinu og máli Illuga Gunnarssonar í fjölmiðlum en telur ekki tilefni til að hefja rannsókn á þeim. Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sem sést hér með Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Mynd: Pressphotos.biz - (GeiriX)

Mál Árna Johnsen, fyrrverandi alþingismanns, er eina spillingarmálið tengt stjórnmálamanni á Íslandi sem ákæruvaldið hefur hafið rannsókn á vegna umfjöllunar í fjölmiðlum og embættið telur ekki að fram hafi komið nægjanlegar upplýsingar í Borgunarmálinu og máli Illuga Gunnarssonar til að hefja rannsókn á þeim. Þetta kemur fram í svari frá embætti ríkissaksóknara við spurningum Stundarinnar um verklag embættisins vegna rannsókna á spillingu á Íslandi.

Alls ekki er ljóst hvaða hluti ákæruvaldsins á að hafa frumkvæði að því rannsaka spillingarmál sem meðal annars fjölmiðlar á Íslandi kunna að fjalla um en bæði embætti ríkissaksóknara og nýstofnað embætti héraðssaksóknara hafa heimildir til þess að hefja rannsóknir á spillingu og ber þeim að gera það ef grunsemdir vakna um slík brot: Lögin eru skýr um frumkvæðisskyldu lögreglu og ákæruvalds sem er beitt í til dæmis fíkniefnamálum og umferðarlagabrotum. Henni var beitt í eina málinu sem varðar spillingu/mútur sem komið hefur til kasta dómstóla þ.e. máli Árna Johnsen sem hófst með bréfi ríkissaksóknara til efnahagsbrotadeildar RLS um að hefja rannsókn/könnun á fréttum úr fjölmiðlum sem þóttu gefa tilefni til rannsóknar,“ segir í svarinu sem Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari skrifar og sendir Stundinni í tölvupósti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Spilling

Lækkun Íslands skrifast ekki á Grétar Þór og Þorvald
SkýringSpilling

Lækk­un Ís­lands skrif­ast ekki á Grét­ar Þór og Þor­vald

Ein mæl­ing, sem staf­ar af mati tveggja ís­lenskra há­skóla­pró­fess­ora á spill­ing­ar­vörn­um hér­lend­is, hef­ur dreg­ið Ís­land nið­ur list­ann í spill­ing­ar­vísi­tölu Tran­sparency In­ternati­onal und­an­far­in ár. Ís­land féll um nokk­ur sæti milli ára, en það sem helst breyt­ist er mat sér­fræð­inga al­þjóð­legs grein­inga­fyr­ir­tæk­is, IHS Global In­sig­ht, á spill­ingaráhættu í tengsl­um við við­skipti hér á landi.
Af hverju er spilling frekar umborin á Íslandi en í Svíþjóð?
Úttekt

Af hverju er spill­ing frek­ar um­bor­in á Ís­landi en í Sví­þjóð?

Mun­ur á um­ræðu og að­gerð­um stjórn­valda gegn spill­ingu í Sví­þjóð og á Ís­landi er hróp­lega mik­ill. Ákæru­vald­ið í Sví­þjóð hef­ur á síð­ustu tveim­ur ár­um haf­ið rann­sókn á tveim­ur ráð­herr­um vegna spill­ing­ar. Þess­ar rann­sókn­ir byggj­ast samt á veik­ari for­send­um en mörg mál sem kom­ið hafa upp um ís­lenska ráð­herra á liðn­um ár­um. Þá eru óform­leg­ar regl­ur um spill­ingu og þol­in­mæði al­menn­ings gagn­vart spill­ingu allt ann­ars kon­ar á Ís­landi en í Sví­þjóð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár