Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðstoðarmaður Bjarna segir uppboðsleiðina „ekki treysta byggð í landinu“

Teit­ur Björn Ein­ars­son, sem vill leiða fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, leggst gegn upp­boði veiði­heim­ilda, með­al ann­ars á grund­velli byggða­sjón­ar­miða, í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Aðstoðarmaður Bjarna segir uppboðsleiðina „ekki treysta byggð í landinu“

Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem sækist nú eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann leggst gegn uppboðsleið í sjávarútvegi.

„Sjávarútvegurinn er í dag arðbær atvinnugrein sem greiðir skatta og gjöld en það hefur ekki alltaf verið þannig og ekki sjálfgefið að nýting auðlindar gefi af sér arð,“ skrifar Teitur sem telur að úrbóta á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé þörf „alveg þangað til öllum markmiðum um sjálfbærni auðlindarinnar, arðsemi greinarinnar og eflingu atvinnu og byggðar í landinu er náð“.

Þá víkur hann að uppboðsleiðinni: „En ekki er að sjá að uppboðsleiðin feli í sér slíkar nauðsynlegar úrbætur. Sú leið stuðlar ekki betur að verndun nytjastofna við Íslandsmið en nú er gert. Þá er óljóst hvernig uppboðsleiðin leiðir til meiri hagkvæmni í greininni en hætta er á að skuldsetning aukist. En aðalatriði er að uppboðsleiðin mun ekki treysta atvinnu eða byggð í landinu enda vandséð hvernig auknar álögur á helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar og óvissa innan hennar styrki stöðu fólks sem þar býr og treysti atvinnu þess.“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla sem hefur talað fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi um árabil, fjallar einnig um uppboðsleiðina í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann bendir á að uppboð veiðiheimilda í Færeyjum skili landsmönnum þar margfalt meiri arði af auðlindinni en Íslendingar hafa fengið að venjast. Áður hefur Jón gagnrýnt sjálfstæðismenn og sakað þá um tvískinnung fyrir að tala fyrir markaðslausnum á flestum sviðum en leggjast gegn þeirri markaðslausn sem uppboð aflaheimilda er. „Mér finnst alltaf jafn athyglisvert hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tortrygginn varðandi þessa markaðslausn. Af hverju skyldi það vera að markaðurinn virkaði illa í þessu tilviki en vel almennt að þeirra mati?“ sagði hann í samtali við Stundina í fyrra þegar greint var frá því að fjórir af sex stjórnmálaflokkum á Alþingi eru fylgjandi uppboði á aflaheimildum í stað þess að úthluta þeim út frá veiðireynslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár