Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Aðstoðarmaður Bjarna segir uppboðsleiðina „ekki treysta byggð í landinu“

Teit­ur Björn Ein­ars­son, sem vill leiða fram­boðs­lista Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, leggst gegn upp­boði veiði­heim­ilda, með­al ann­ars á grund­velli byggða­sjón­ar­miða, í grein sem birt­ist í Frétta­blað­inu í dag.

Aðstoðarmaður Bjarna segir uppboðsleiðina „ekki treysta byggð í landinu“

Teitur Björn Einarsson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra sem sækist nú eftir fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, skrifar grein í Fréttablaðið í dag þar sem hann leggst gegn uppboðsleið í sjávarútvegi.

„Sjávarútvegurinn er í dag arðbær atvinnugrein sem greiðir skatta og gjöld en það hefur ekki alltaf verið þannig og ekki sjálfgefið að nýting auðlindar gefi af sér arð,“ skrifar Teitur sem telur að úrbóta á fiskveiðistjórnunarkerfinu sé þörf „alveg þangað til öllum markmiðum um sjálfbærni auðlindarinnar, arðsemi greinarinnar og eflingu atvinnu og byggðar í landinu er náð“.

Þá víkur hann að uppboðsleiðinni: „En ekki er að sjá að uppboðsleiðin feli í sér slíkar nauðsynlegar úrbætur. Sú leið stuðlar ekki betur að verndun nytjastofna við Íslandsmið en nú er gert. Þá er óljóst hvernig uppboðsleiðin leiðir til meiri hagkvæmni í greininni en hætta er á að skuldsetning aukist. En aðalatriði er að uppboðsleiðin mun ekki treysta atvinnu eða byggð í landinu enda vandséð hvernig auknar álögur á helstu atvinnugrein landsbyggðarinnar og óvissa innan hennar styrki stöðu fólks sem þar býr og treysti atvinnu þess.“

Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla sem hefur talað fyrir uppboðsleið í sjávarútvegi um árabil, fjallar einnig um uppboðsleiðina í pistli sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Hann bendir á að uppboð veiðiheimilda í Færeyjum skili landsmönnum þar margfalt meiri arði af auðlindinni en Íslendingar hafa fengið að venjast. Áður hefur Jón gagnrýnt sjálfstæðismenn og sakað þá um tvískinnung fyrir að tala fyrir markaðslausnum á flestum sviðum en leggjast gegn þeirri markaðslausn sem uppboð aflaheimilda er. „Mér finnst alltaf jafn athyglisvert hvað Sjálfstæðisflokkurinn er tortrygginn varðandi þessa markaðslausn. Af hverju skyldi það vera að markaðurinn virkaði illa í þessu tilviki en vel almennt að þeirra mati?“ sagði hann í samtali við Stundina í fyrra þegar greint var frá því að fjórir af sex stjórnmálaflokkum á Alþingi eru fylgjandi uppboði á aflaheimildum í stað þess að úthluta þeim út frá veiðireynslu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fiskveiðar

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
3
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár