Drengur með fjölþættan vanda var látinn yfirgefa búsetuúrræðið Vinakot án rökstuðnings sumarið 2017, þrátt fyrir miklar framfarir í hegðun hans þar. Drengurinn var sendur heim til móður sinnar, týndist í kjölfarið og lenti á útigangi í fimm daga, gekk svo berserksgang í matvöruverslun og var vistaður í fangaklefa. Hegðun og aðstæður drengsins versnuðu til muna við flutninginn úr Vinakoti, að mati Barnaverndarstofu.
Þetta kemur fram í samskiptum móðurinnar við Barnaverndarstofu, sem Stundin hefur undir höndum. Einnig varð misbrestur á flutningi máls drengsins á milli barnaverndarnefnda Hafnarfjarðar og Reykjavíkur, sem Barnaverndarstofa telur hafa verið í andstöðu við barnaverndarlög. Drengurinn varð fyrir alvarlegri líkamsárás á tímabilinu, en bauðst engin þjónusta vegna þessa misbrests.
Stundin hefur áður fjallað um mál drengsins, en hann glímir við fjölþættan vanda sem veldur því meðal annars að hann ræður illa við félagslegar aðstæður. Hann hefur flakkað á milli meðferðarúrræða barnaverndar í …
Athugasemdir