Aðeins er um ár til næstu forsetakosninga í Bandaríkjunum og Trump er kominn í kosningaham, ef hann fór þá einhvern tímann úr honum til að byrja með. Forsetinn sendi á dögunum frá sér Twitter-skilaboð þar sem hann hleypti af stokkunum samkeppni í að semja og flytja rapptexta um hinn eina sanna Donald Trump og hvernig hann hafi gert Bandaríkin frábær aftur. Sigurvegaranum verður boðið í Hvíta húsið til að rappa fyrir forsetann í eigin persónu.
Keppnin stendur enn yfir en afraksturinn til þessa þykir almennt hlægilegur ef marka má viðbrögðin við þeim umsóknum sem hafa borist á samfélagsmiðlum. Það kann að vera vegna þess að flestir „alvöru“ rapparar hafa snúið baki við Trump á síðustu árum eftir að hann hóf afskipti af stjórnmálum fyrir alvöru og tók að njóta stuðnings hvítra kynþáttahatara. En það var ekki alltaf svo.
Athugasemdir