Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Tón­leik­ar, sýn­ing­ar og við­burð­ir 18–31. októ­ber.

Grilluð rappveisla, leðurklæddir hakkarar og tilfinningaflæði

Þetta og svo ótal margt fleira er á döfinni næstu tvær vikurnar.

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur

Hvar? Norræna húsið
Hvenær? Til 17. nóvember
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur er stór og fjölbreytt margmiðlunarsýning sem minnir á þau svæði sem þegar hafa glatast, með sérstakri áherslu á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Einnig vekur sýningin athygli á náttúruperlum sem eru ýmist í nýtingar- eða biðflokki rammaáætlunar og því í sigti orkufyrirtækja sem mögulegir virkjanakostir. Hjarta sýningarinnar slær í aðalsal Norræna hússins þar sem sýnd eru þrjú myndbandsverk eftir Ólafs Sveinsson um öræfin kringum Snæfell, áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar norðaustan Vatnajökuls og eyðileggingu þess. Einnig verða til sýnis tveggja metra breiðar ljósmyndir af áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar sem sýna stórbrotið landslag, gróskumikinn gróður og fjölbreytt dýralíf.

Fjáröflunarteiti Andrýmis

Hvar? Andrými
Hvenær? 18. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frjáls framlög

Anarkistar, aktívistar, mannúðarsinnar og hollvinir hælisleitenda og flóttamanna hafa allir hreiðrað um sig í Andrými, sem er samkomustaður sem er rekinn án hagnaðar. Þar hafa farið fram fyrirlestrar, námskeið, samstöðufundir, fræðslufundir, jógatímar, kvikmyndasýningar og fleira. En þessi rekstur, sem er drifinn áfram af sjálfboðaliðum, er ekki ókeypis og því er efnt til þessa fjáröflunarteitis til að uppfæra netkerfi rýmisins. Þema teitisins er teknótónlist frá 9. áratugnum.

Matrix föstudagspartísýning

Hvar? Bíó Paradís
Hvenær? 18. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: 1.600 kr.

Kvikmyndin sem hefur endurvakið áhuga á heimspeki Descartes og andaði nýju lífi í goth-tískuna og vísindaskáldskap, Fylkið (einnig þekkt sem The Matrix), er tuttugu ára gömul og því verður fagnað í Bíó Paradís. Myndin fjallar um forritarann og hakkarann Neo sem lifir tvöföldu lífi og er farinn að efast um eðli raunveruleikans. Með aðstoð annarra leðurklæddra hakkara reynir hann að frelsa mannkynið frá Fylkinu.

Hannah Gadsby

Hvar? Harpa
Hvenær? 18. október kl. 20.00
Aðgangseyrir: Frá 4.990 kr.

Síðasta uppistand Hönnu Gadsby, Nanette, var á vörum allra í fyrra eftir að hún varð aðgengileg á Netflix. Á uppistandinu tæklaði hún fordómafulla samfélagið á Tasmaníu, þar sem hún ólst upp, kynferðisofbeldi, kynjahlutverk og hversu takmarkandi uppistand er sem listform. Í raun má segja að Nanette hafi verið afbygging á uppistandi. Nú, ári síðar, er hún að sýna nýtt uppistand, Douglas, og mun flytja það í Hörpu.

Can’t Think Just Feel #10

Hvar? Loft
Hvenær? 18. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Can’t think just feel er mánaðarleg tónleikasería skipulögð af kanadísku listakonunni Maria-Carmela Raso, einnig þekkt sem MSEA. Á þessu kvöldi koma fram leðjukenndu rokkararnir í Godchilla, en lög sveitarinnar einkennast af sveimkenndu gítarspili og drynjandi bassa, rólegum en taktföstum trommum, með ómandi söng. Einnig koma fram orkuboltarnir í Man Kind! og indírokkararnir Skoffín.

Árstíðir

Hvar? Hard Rock Café
Hvenær? 18. október kl. 22.00
Aðgangseyrir: 2.500 kr.

Hljómsveitin sem varð heimsfræg 2013 fyrir að flytja „Heyr himna smiður“ a capella á þýskri lestarstöð er að fagna því að áratugur hefur liðið frá því að fyrsta plata þeirra var gefin út. Á tónleikunum verða öll lög af fyrstu plötunni, Árstíðir, spiluð í beinni, ásamt vel völdu efni af öðrum plötum.

Úngl

Hvar? Kjarvalsstaðir
Hvenær? 19. okt. til 26. jan.
Aðgangseyrir: 1.800 kr.

Úngl er yfirlitssýning á verkum Ólafar Nordal, en hún hefur verið afdrifarík í íslenska myndlistarheiminum. Hún vísar gjarnan í verkum sínum til þjóðsagnaarfsins, þjóðlegrar arfleifðar og menningarlegs minnis sem hún setur í nútímalegt samhengi. Verk Ólafar varpa iðulega ljósi á málefni líðandi stundar um leið og þau vísa bæði fram og aftur í tíma. Sérstakt opnunarteiti verður haldið 19. október klukkan 16.00.

Reikistjörnur: JóiPé og Króli

Hvar? Harpa
Hvenær? 19. október kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.200 kr.

Þeir ærslafullu og yndislegu JóiPé og Króli hafa verið áberandi í íslensku tónlistarlífi síðustu ár og ósjaldan hafa færri komist á tónleika þeirra en vildu. Búast má við slíku á þessum viðburði sem er hluti af tónleikaröðinni Reikistjörnur þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að sækja saman tónleika flutta í sal með ein bestu hljómgæði landsins.

Sjón er sögu ríkari

Hvar? Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Hvenær? Frá 19. október
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Á þessari sýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar má finna fjölbreytt verk sem hann gerði á árunum 1933–82. Þetta eru natúralísk verk, abstraktsjón og frumdrög að nokkrum lykilverkum listamannsins sem hafa verið stækkuð og staðsett í opinberu rými, svo sem Fótboltamenn (1936) sem stendur á Faxatorgi á Akranesi. Sérstakt opnunarteiti verður haldið 19. október kl. 15.00.

Elli Grill – útgáfutónleikar

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 19. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 1.000 kr.

Klikkaðasti og grillaðasti rappari landsins, Elli Grill, fagnar útgáfu plötunnar Rassabassi Vol. 3. Eins og vitfirringur á ofsabræðisveginum býður Elli áhorfendum að verða vitni að þessum trylltu tónleikum, en honum til stuðnings kemur einnig fram Captain Syrup. Búast má við mikilli ljósasýningu, súludansi og kótilettum, eða með öðrum orðum, hversdagslegu partíi fyrir viðkvæma og hefðbundna einstaklinga.

RASK #1

Hvar? Mengi
Hvenær? 19. október kl. 14.00–23.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

RASK  #1 er fyrsti liður í nýrri viðburðaseríu í Reykjavík sem leggur áherslu á nýmiðlalistir, tækniþróun og tilraunir. Á þessu kvöldi koma fram Joon, sem er sjálfstæður tölvuleikjahönnuður, IDK IDA, sem er dönsk tónlistarkona sem lætur hið vélræna og lífræna takast á í flutningi sínum, raftónlistarmaðurinn Guðmundur Arnalds og Sól Ey sem notar heimagerðar fjarstýringar til að stjórna tónlist sinni.

Vísinda Villi

Hvar? Tjarnarbíó
Hvenær? 19. október kl. 14.00
Aðgangseyrir: 2.900 kr.

Vísinda Villi leiðir krakka um undraheim vísindanna á lifandi og skemmtilegan hátt með frábærum tilraunum. Hann spjallar, sprellar og fræðir svo úr verður frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Eftir Villa liggja fimm metsölubækur sem hafa hlotið verðlaun og tilnefningar til verðlauna.

Ör

Hvar? Þjóðleikhúsið
Hvenær? Til 30. nóvember
Aðgangseyrir: 6.200 kr.

Leikritið Ör (eða Maðurinn er eina dýrið sem grætur) er byggt á sama grunni og skáldsaga Auðar Övu Ólafsdóttur sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs árið 2018. Að sögn Auðar spratt skáldsagan upp úr uppkasti að leikritinu sem nú er fullklárað. Leikritið fjallar um fráskilinn mann á miðjum aldri sem lendir í tilvistarkreppu og þarf að átta sig á hlutverki sínu í lífinu.

Halloween Iceland 2019

Hvar? Gaukurinn
Hvenær? 26. október kl. 21.00
Aðgangseyrir: 2.000 kr.

Hið árlega hrekkjavökuball Halloween Iceland fer fram á Gauknum. Eins og áður er þetta búningakeppni og því verður búningalausum meinaður aðgangur. Verðlaun eru veitt fyrir bestu búninga og tilþrif og síðan munu plötusnúðar þeyta skífum fram í rauða bítið. Burlesque-hópurinn Dömur og herra verða með vel valin atriði út kvöldið.

Þjófaveisla

Hvar? Midpunkt
Hvenær? Til 27. október
Aðgangseyrir: Ókeypis!

Þjófaveisla er einkasýning Úlfs Karlssonar, myndlistarmanns og málara. Í Þjófaveislu leikur Úlfur sér með því að mála hurðir, stóla og borð auk málverksins, en Úlfur hefur unnið í gegnum tíðina bæði með veggmyndir, málverk og ljósmyndir. Sýningin er innsetning, byggð á málverkum og þrívíðum verkum sem fjalla um hungur, neyslumenningu og neytendur af ýmsum toga og í ýmsum myndum. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stundarskráin

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár