Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis

Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son er ekki tal­inn hafa brot­ið gegn siða­regl­um al­þing­is­manna með um­mæl­um sín­um á Klaustri bar. Siðanefnd tel­ur hann þó taka und­ir orð­færi Berg­þórs Óla­son­ar og Gunn­ars Braga Sveins­son­ar um kon­ur.

Siðanefnd segir að skilja megi ummæli Sigmundar Davíðs sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis
Gunnar Bragi, Sigmundur Davíð og Bergþór Siðanefnd telur Sigmund Davíð hafa tekið undir með samflokksmönnum sínum.

Siðanefnd Alþingis telur Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins, hafa tekið undir vanvirðandi orðfæri samflokksmanna sinna um konur. Í áliti sínu segir nefndin að skilja megi orð hans sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis.

Niðurstaða nefndarinnar er sú að Sigmundur Davíð hafi ekki gerst brotlegur við siðareglur alþingismanna vegna þeirra orða sem hann lét falla á Klaustursupptökunum. Í áliti nefndarinnar, sem birt var á mbl.is í morgun, segir að það hafi ekki verið talin þörf á að meta hvert og eitt atriði í ummælum Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar, þar sem þau væru öll af sömu rótinni sprottin. „Þau eru ósæmileg og í þeim felst vanvirðing er lýtur að kynferði þeirra kvenna sem um er rætt. Siðanefnd telur þau einnig til þess fallin að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess, auk þess sem þau sýna Alþingi, stöðu þess og störfum ekki virðingu.“

Á Klaustursupptökunum mátti heyra þingmennina gantast með að Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefði reynt að „nauðga“ þeim, annars vegar á herrakvöldi íþróttafélagsins Vestra og hins vegar í samkomuhúsinu í Hnífsdal. Segjast þeir hafa orðið fyrir áreitni og kynferðisbroti í andmælabréfum sínum til siðanefndar.

Sigmundur Davíð tók þátt í þessum umræðum og sagði meðal annars:

„Það voru ýmsir sem sögðu „take one for the team“ en Beggi var ekki til.“

„Þessir menn munu aldrei ná bata nema þeir opni sig, og það í opnuviðtali.“

„Þið sjáið að þessir menn þurfa stuðning, skilning og stuðning.“

„Já, ég meina það [áfengi] er oft besta leiðin til að takast á við svona.“

„Ef menn vilja vera með í nútímanum þá fara þeir í viðtal á DV.“

Siðanefndin telur að ummæli Bergþórs og Gunnars Braga hafi verið alvarleg. „Framangreind ummæli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar verður að meta með hliðsjón af því að þau eru sögð í beinum tengslum við yfirlýsingar þeirra um kynferðislega áreitni og tilraun til nauðgunar,“ segir í álitinu. „Með þeim tekur hann þátt í umræðunum og virðist taka undir orðfærið í garð Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur.“

Telur siðanefnd að Sigmundur Davíð skuli njóta vafans varðandi þau ummæli sem féllu fyrst í umræðunum áður en ljóst varð um hvern var rætt. „Í öðrum ummælum virðist vera ákveðinn undirtónn sem skilja má sem hæðni gagnvart þolendum kynferðisofbeldis. Siðanefnd telur þau þó of almenn til þess að meta þau andstæð siðareglum.“

Loks eru nefndar athugasemdir Sigmundar Davíðs í umræðum um útlit Írisar Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar. Hafði þá Bergþór Ólason sagt: „Nú ætla ég að segja eitt sem er náttúrulega mjög dónalegt, en það fellur hratt á hana. Hún er miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum síðan. Það er ótrúlegur munur.“

Lét Sigmundur Davíð eftirfarandi ummæli falla í þessu sambandi: „Og á þeim forsendum segi ég að hún hrynji niður listann.“

Telur siðanefndin að ummæli Bergþórs um Írisi lýsa tilteknum viðhorfum til ungra kvenna í stjórnmálum. „Framangreind ummæli Sigmundar Davíðs verður að meta með hliðsjón af því að þau eru sögð í beinum tengslum við þau ummæli. Hann tekur þátt í umræðunum og tekur þannig undir orðfæri Bergþórs Ólasonar í garð Írisar Róbertsdóttur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár