Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins

Með­lim­ir Alternati­ve für Deutsch­land vilja láta til sín taka inn­an þýska menn­ing­ar­geir­ans. Flokks­menn hafa þeg­ar hreiðr­að um sig inn­an veggja ým­issa menn­ing­ar­stofn­ana og vilja hreinsa þær af þeim „óþverra“ sem þar fyr­ir­finnst.

Þýska öfgahægrið vill hreinsa til í menningarlífi landsins
Byltingu gegn Merkel Alexander Gauland, annar formanna AfD, kallað eftir „friðsamlegri byltingu“ til þess að losa valdakerfið við alla þá sem hafa verið hliðhollir stefnu Merkel. Mynd: b'Olaf Kosinsky.info@kosinsky.eu'

Liðsmenn þýska hægri öfgaflokksins Alternative für Deutschland, AfD, hafa að undanförnu sýnt menningarstofnunum Þýskalands aukinn áhuga. Þingmenn og aðrir stuðningsmenn flokksins hafa lýst því yfir hvernig þeir vilji hreiðra um sig innan þessara stofnana og breyta áherslunum innan frá. Þannig er meðal annars talað um að hreinsa menningargeirann af þeim „óþverra“ sem hafi fengið að grassera þar undanfarin ár. Þetta megi gera með því að reka það fólk úr áhrifastöðum sem er AfD ekki að skapi eða loka fyrir fjárveitingar til tiltekinna leikhúsa eða safna.

Volksbuhne í BerlínMeðlimir AfD hafa augun á leikhúsum landsins, hvar þeir vilja sjá öðruvísi og þjóðlegri áherslur.

Utan Þýskalands er AfD einna helst þekkt fyrir þá útlendingaandúð sem flokkurinn hefur sett á oddinn. Alexander Gauland, annar formanna AfD, hefur, rétt eins og allir helstu talsmenn AfD, gagnrýnt Angelu Merkel Þýskalandskanslara harkalega fyrir stefnu hennar í innflytjenda- og flóttamannamálum og talað fyrir …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þýsk stjórnmál

Þegar lúxemborgskt skúffufélag eignaðist heimilin okkar
Jón Bjarki Magnússon
Reynsla

Jón Bjarki Magnússon

Þeg­ar lúx­em­borgskt skúffu­fé­lag eign­að­ist heim­il­in okk­ar

Berlín­ar­bú­ar beita ýms­um ráð­um til þess að halda niðri leigu­verði í borg sem trekk­ir að sér sí­fellt fleiri íbúa. Þeg­ar lúx­em­borgskt skúffu­fé­lag keypti ný­lega litla íbúð­ar­blokk í aust­ur­hluta borg­ar­inn­ar tóku leigj­end­urn­ir sig sam­an og börð­ust gegn söl­unni. Ís­lend­ing­arn­ir í hús­inu höfðu litla trú á að slík bar­átta gæti skil­að ár­angri.
Þýska öfgahægrið missir flugið
ErlentÞýsk stjórnmál

Þýska öfga­hægr­ið miss­ir flug­ið

Stuðn­ing­ur við þýska hægri öfga­flokk­inn Alternati­ve für Deutsch­land, AfD, virð­ist fara dvín­andi sam­kvæmt ný­leg­um skoð­ana­könn­un­um í Þýskalandi. Með­lim­ir flokks­ins hafa með­al ann­ars tal­að fyr­ir því að flótta­menn séu skotn­ir á landa­mær­un­um, gegn fóst­ur­eyð­ing­um og kyn­fræðslu barna, og sagt að íslam sam­ræm­ist ekki stjórn­ar­skránni. Eft­ir að hafa fagn­að sigri síð­ast­lið­ið haust mæl­ist flokk­ur­inn nú að­eins með 8,5 pró­sent fylgi.
Angela Merkel, leiðtogi hins frjálsa heims
Erlent

Ang­ela Merkel, leið­togi hins frjálsa heims

Ýms­ir vilja meina að Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, sé leið­togi hins frjálsa heims nú þeg­ar Don­ald Trump hef­ur tek­ið við völd­um í Banda­ríkj­un­um. Prests­dótt­ir­in Merkel ólst upp í Aust­ur-Þýskalandi. Hún er mennt­að­ur eðl­is­fræð­ing­ur og tal­ar reiprenn­andi rúss­nesku. Við fall Berlín­ar­múrs­ins ákvað hún að láta til sín taka á vett­vangi stjórn­mál­anna. Kansl­ar­inn sæk­ist nú eft­ir end­ur­kjöri fjórða kjör­tíma­bil­ið í röð en kom­andi ár gæti orð­ið af­drifa­ríkt í Evr­ópu nú þeg­ar po­púlí­sk­ir hægri flokk­ar eru að sækja í sig veðr­ið í álf­unni.
Óttast að falskar fréttir grafi undan lýðræðinu í Evrópu
Erlent

Ótt­ast að falsk­ar frétt­ir grafi und­an lýð­ræð­inu í Evr­ópu

Svo­köll­uð­um fölsk­um frétt­um hef­ur fjölg­að veru­lega í Þýskalandi á nýju ári. Face­book hef­ur gert samn­ing við rann­sókn­ar­fjöl­mið­il­inn Cor­rectiv um að sann­reyna þýsk­ar frétt­ir. Svip­að­ir samn­ing­ar hafa ver­ið gerð­ir í Banda­ríkj­un­um. Frönsk og þýsk stjórn­völd ótt­ast að falsk­ar frétt­ir geti haft veru­leg áhrif á kosn­inga­úr­slit í lönd­un­um tveim­ur. Stjórn­mála­menn nýta sér orð­ræð­una um falsk­ar frétt­ir í þeim til­gangi að grafa und­an gagn­rýn­inni um­ræðu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár