Liðsmenn þýska hægri öfgaflokksins Alternative für Deutschland, AfD, hafa að undanförnu sýnt menningarstofnunum Þýskalands aukinn áhuga. Þingmenn og aðrir stuðningsmenn flokksins hafa lýst því yfir hvernig þeir vilji hreiðra um sig innan þessara stofnana og breyta áherslunum innan frá. Þannig er meðal annars talað um að hreinsa menningargeirann af þeim „óþverra“ sem hafi fengið að grassera þar undanfarin ár. Þetta megi gera með því að reka það fólk úr áhrifastöðum sem er AfD ekki að skapi eða loka fyrir fjárveitingar til tiltekinna leikhúsa eða safna.
Utan Þýskalands er AfD einna helst þekkt fyrir þá útlendingaandúð sem flokkurinn hefur sett á oddinn. Alexander Gauland, annar formanna AfD, hefur, rétt eins og allir helstu talsmenn AfD, gagnrýnt Angelu Merkel Þýskalandskanslara harkalega fyrir stefnu hennar í innflytjenda- og flóttamannamálum og talað fyrir …
Athugasemdir