Benjamin Julian ferðaðist til Grikklands veturinn 2015 til vorsins 2016 þegar margt flóttafólk fór þar í gegn. Hann ferðaðist á eyjuna Kíós þar sem búðir eru fyrir flóttamenn og fylgdist með því 22.mars 2016 þegar landamærastefnu Evrópu var breytt og flóttamenn sem fóru í gegnum Tyrkland voru einangraðir á eyjunum við Grikkland. Benjamin tók viðtöl við fólkið í búðunum og fylgdist með eyjunni breytast.
Benjamin segir aðgerðir vegna breyttar landamærastefnu ekki hafa verið löglegar og að stjórnmálamenn hafi verið meðvitaðir um það. „Þarna um vorið eða 22.mars 2016 var verið að breyta landamærastefnunni í Evrópu á þann hátt að það átti að einangra alla flóttamenn sem kæmu til Evrópu á grísku eyjarnar frá Tyrklandi. Þetta er ekki löglegt og líklegt er að stjórnmálamennirnir hafi verið meðvitaðir um það. Varnaðaráhrifin sem þau voru að reyna að koma á …
Athugasemdir