Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ætla að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi í næstu viku

Ís­lensk stjórn­völd neita að veita um­sókn ein­stæðr­ar móð­ur með tvö börn um hæli hér á landi efn­is­lega með­ferð. Fyr­ir ligg­ur mat á því að brott­vís­un muni valda dótt­ur­inni, Zainab Safari, sál­ræn­um skaða.

Ætla að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi í næstu viku
Verður fylgt úr landi Safari-fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað frá Íslandi og þau send til Grikklands í næstu viku. Mynd: Davíð Þór

Shahnaz Safari og börnum hennar tveimur, Zainab og Amir, verður vísað úr landi í næstu viku ef ákvörðun íslenskra stjórnvalda fær að standa. Að óbreyttu verðu fjölskyldan send til Grikklands þar sem þeirra bíður ekki annað en vist í flóttmannabúðum. Móðirin Shahnas glímir við alvarlegt þunglyndi, fjölskyldufaðirinn er týndur í Grikklandi og ekkert vitað um afdrif hans og börnunum, 14 ára og 12 ára, mun ekki standa til boða að sækja sér menntun í Grikklandi. Þá liggur fyrir sálfræðilegt mat á því að verði brottvísunin að veruleika muni það valda Zainab sálrænum skaða.

„Henni líður mjög illa og kvíðir því sem koma skal“

Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla þar sem Zainab hefur stundað nám, greinir frá því á Facebook að fjölskyldan hafi fyrir um tveimur vikum fengið þær fréttir að þeim yrði fylgt úr landi í næstu viku. Ómar Örn birti meðfylgjandi mynd við færsluna, sem birtist upphaflega á Stundinni, og lýsti því að það sem honum þætti skemmtilegast við hana væri á að henni væri Zainab farin að brosa en það hefði hún ekki gert fyrstu mánuðina sína í Hagaskóla. 

„Ég hef ekki hitt Zainab síðan þær fréttir bárust en hef hins vegar heyrt frá þeim sem hafa hitt hana að hún brosi ekki. Henni líður mjög illa og kvíðir því sem koma skal. Hún þráir ekkert heitar en að búa á Íslandi og gera gagn í samfélaginu okkar. Ég veit að hún mun gera það ef við bara gefum henni það tækifæri. Við getum gert það en ef við veljum að gera það ekki er ekki víst að hún fái mörg önnur tækifæri,“ skrifar Ómar. 

Endurupptökubeiðni hafnað í lok júní

Stundin hefur á síðustu mánuðum greint frá máli Safari fjölskyldunnar. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað því að taka mál fjölskyldunna til efnislegrar meðferða á þeim forsendum að fjölskyldan hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Gögn um ástand mála í Grikklandi sýna fram á að aðstæður flóttafólks þar erum afleitar. Þannig kemur fram í skýrslu mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins frá síðasta sumri að grísk stjórnvöld hafi ekki sett af stað neinar aðgerðir til að vinna að aðlögun flóttamanna í landinu. Samkvæmt gögnum sem kærunefnd útlendingamála hefur stuðst við í mati á aðstæðum í Grikklandi eru þar fá gistiskýli í boði fyrir heimilislausa og ekkert húsnæði til staðar sem er einungis ætlað einstaklingum með alþjóðlega vernd. Þá er heilbrigðisþjónusta óviðunandi og á það einkum við um einstaklinga sem tilheyra sérstaklega viðkvæmum hópum. Shahnaz lýsir þeim aðstæðum sem fjölskyldan bjó við í Grikklandi sem hryllilegum.

Búið er að sækja um endurupptöku í máli fjölskyldunnar í tvígang en í báðum tilvikum hefur þeim verið hafnað. Í seinni upptökubeiðninni var byggt á því mati sálfræðings að ef brottvísun yrði framkvæmd yrði Zainab fyrir sálrænum skaða. Á það var hins vegar ekki fallist og beiðninni hafnað í lok síðasta mánaðar.  

Skólafélagar Zainab í Hagaskóla hafa rekið harða baráttu fyrir því að skólasystir þeirra og fjölskylda hennar fái að dvelja áfram hér á landi. Þannig var hrundið af stað undirskriftastöfnun sem dómsmálaráðherra voru afhentar eftir að hundruð nemenda gegnu fylktu liði úr skólanum til mótmæla við húsnæði Kærunefndar útlendingamála og síðan að dómsmálaráðuneytinu. Þá hefur fjársöfnun staðið yfir, meðal annars með fjáröflunarsýningu á söngleiknum Mary Poppins í skólanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Heimilislaus eftir hjólhýsabrunann: Missti föður sinn í eldsvoða sem barn
6
FréttirHjólhýsabyggðin

Heim­il­is­laus eft­ir hjól­hýsa­brun­ann: Missti föð­ur sinn í elds­voða sem barn

Þrír íbú­ar hjól­hýsa­hverf­is­ins á Sæv­ar­höfða eru heim­il­is­laus­ir eft­ir að eld­ur kom upp í einu hýs­anna í nótt. „Hann stóð bara úti og grét,“ seg­ir Geir­dís Hanna Kristjáns­dótt­ir um við­brögð ná­granna síns sem missti hús­bíl sinn. Sjálf missti hún heim­ili sitt í brun­an­um en Geir­dís hef­ur tvisvar áð­ur á æv­inni misst allt sitt í elds­voða. Í þeim fyrsta lést pabbi henn­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
6
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár