Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ætla að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi í næstu viku

Ís­lensk stjórn­völd neita að veita um­sókn ein­stæðr­ar móð­ur með tvö börn um hæli hér á landi efn­is­lega með­ferð. Fyr­ir ligg­ur mat á því að brott­vís­un muni valda dótt­ur­inni, Zainab Safari, sál­ræn­um skaða.

Ætla að vísa Zainab og fjölskyldu hennar úr landi í næstu viku
Verður fylgt úr landi Safari-fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað frá Íslandi og þau send til Grikklands í næstu viku. Mynd: Davíð Þór

Shahnaz Safari og börnum hennar tveimur, Zainab og Amir, verður vísað úr landi í næstu viku ef ákvörðun íslenskra stjórnvalda fær að standa. Að óbreyttu verðu fjölskyldan send til Grikklands þar sem þeirra bíður ekki annað en vist í flóttmannabúðum. Móðirin Shahnas glímir við alvarlegt þunglyndi, fjölskyldufaðirinn er týndur í Grikklandi og ekkert vitað um afdrif hans og börnunum, 14 ára og 12 ára, mun ekki standa til boða að sækja sér menntun í Grikklandi. Þá liggur fyrir sálfræðilegt mat á því að verði brottvísunin að veruleika muni það valda Zainab sálrænum skaða.

„Henni líður mjög illa og kvíðir því sem koma skal“

Ómar Örn Magnússon, kennari við Hagaskóla þar sem Zainab hefur stundað nám, greinir frá því á Facebook að fjölskyldan hafi fyrir um tveimur vikum fengið þær fréttir að þeim yrði fylgt úr landi í næstu viku. Ómar Örn birti meðfylgjandi mynd við færsluna, sem birtist upphaflega á Stundinni, og lýsti því að það sem honum þætti skemmtilegast við hana væri á að henni væri Zainab farin að brosa en það hefði hún ekki gert fyrstu mánuðina sína í Hagaskóla. 

„Ég hef ekki hitt Zainab síðan þær fréttir bárust en hef hins vegar heyrt frá þeim sem hafa hitt hana að hún brosi ekki. Henni líður mjög illa og kvíðir því sem koma skal. Hún þráir ekkert heitar en að búa á Íslandi og gera gagn í samfélaginu okkar. Ég veit að hún mun gera það ef við bara gefum henni það tækifæri. Við getum gert það en ef við veljum að gera það ekki er ekki víst að hún fái mörg önnur tækifæri,“ skrifar Ómar. 

Endurupptökubeiðni hafnað í lok júní

Stundin hefur á síðustu mánuðum greint frá máli Safari fjölskyldunnar. Íslensk stjórnvöld hafa hafnað því að taka mál fjölskyldunna til efnislegrar meðferða á þeim forsendum að fjölskyldan hafi þegar fengið alþjóðlega vernd í Grikklandi. Gögn um ástand mála í Grikklandi sýna fram á að aðstæður flóttafólks þar erum afleitar. Þannig kemur fram í skýrslu mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins frá síðasta sumri að grísk stjórnvöld hafi ekki sett af stað neinar aðgerðir til að vinna að aðlögun flóttamanna í landinu. Samkvæmt gögnum sem kærunefnd útlendingamála hefur stuðst við í mati á aðstæðum í Grikklandi eru þar fá gistiskýli í boði fyrir heimilislausa og ekkert húsnæði til staðar sem er einungis ætlað einstaklingum með alþjóðlega vernd. Þá er heilbrigðisþjónusta óviðunandi og á það einkum við um einstaklinga sem tilheyra sérstaklega viðkvæmum hópum. Shahnaz lýsir þeim aðstæðum sem fjölskyldan bjó við í Grikklandi sem hryllilegum.

Búið er að sækja um endurupptöku í máli fjölskyldunnar í tvígang en í báðum tilvikum hefur þeim verið hafnað. Í seinni upptökubeiðninni var byggt á því mati sálfræðings að ef brottvísun yrði framkvæmd yrði Zainab fyrir sálrænum skaða. Á það var hins vegar ekki fallist og beiðninni hafnað í lok síðasta mánaðar.  

Skólafélagar Zainab í Hagaskóla hafa rekið harða baráttu fyrir því að skólasystir þeirra og fjölskylda hennar fái að dvelja áfram hér á landi. Þannig var hrundið af stað undirskriftastöfnun sem dómsmálaráðherra voru afhentar eftir að hundruð nemenda gegnu fylktu liði úr skólanum til mótmæla við húsnæði Kærunefndar útlendingamála og síðan að dómsmálaráðuneytinu. Þá hefur fjársöfnun staðið yfir, meðal annars með fjáröflunarsýningu á söngleiknum Mary Poppins í skólanum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár