Ég var spurður að því á dögunum hvað það væri sem færði mér hamingju. Ég var ekki viss hverju ég vildi svara, mér fannst ég þurfa að segja eitthvað viturlegt eða smekklegt þannig að ég þurfti að óska eftir skilafresti. Rétt eins og með skattskýrsluna. Þótt það sé búið að auðvelda fyrir manni heilmikið í þeim reikningsskilum vill maður alltaf fá að nýta frestinn. En hverju ætlaði ég mér að fá fram með þessum fresti mínum? Ætlaði ég að þóknast einhverjum öðrum með svörum mínum um hamingjuna? Gera þetta ögn deilanlegra fyrir samfélagsmiðla? Reyna að segja eitthvað fyndið? Er týpuálagið að gera út af við mig? Eða ætlaði ég að reyna að hoppa á hinn ímyndaða vagn góða fólksins? Nei, reynum bara að finna heiðarlegt svar. Hvað er það sem veitir mér hamingju í lífinu?
Tónlistin er lykillinn að hamingjunni
Ég byrjaði auðvitað á því að spyrja konuna mína, hún …
Athugasemdir