Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni fyrir meiðyrði

Jón Bald­vin Hanni­bals­son hef­ur stefnt RÚV, Sig­mari Guð­munds­syni og Al­dísi Schram vegna um­mæla sem féllu í Morg­unút­varpi Rás­ar 2.

Jón Baldvin stefnir Aldísi dóttur sinni fyrir meiðyrði

Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og sendiherra, hefur stefnt Aldísi Schram dóttur sinni fyrir meiðyrði. Jafnframt hefur hann stefnt Sigmari Guðmundssyni fréttamanni og RÚV. Stundin hefur fengið þetta staðfest.

Aldís var í viðtali hjá Sigmari og Helga Seljan í Morgunútvarpi Rásar 2 þann 17. janúar. Í stefnunni, sem send var af Vilhjálmi Vilhjálmssyni lögmanni og barst stefndu í byrjun vikunnar, eru tiltekin á annan tug ummæla Aldísar og fern ummæli Sigmars. Helga er ekki stefnt vegna viðtalsins.

Í viðtalinu sagði Aldís að Jón Baldvin hefði misnotað stöðu sína sem sendiherra í Bandaríkjunum í persónulegum tilgangi. Þannig hafi hann nýtt sér stöðu sína til að fá lögreglu til að brjóta sér leið inn á heimili Aldísar, ásamt lækni, án þess að nokkuð benti til þess að þörf væri á slíku inngripi. Gögn sýna að Jón Baldvin hafi fjórum sinnum sent beiðnir um nauðungarvistun með faxi frá sendiráðinu. Í eitt skipti var slíkt merkt sem „aðstoð við erlend sendiráð“ í gögnum lögreglunnar.

Sjö konur hafa stigið fram undir nafni og sakað Jón Baldvin um kynferðislega áreitni. Alls hafa 23 konur birt sögur sínar á vefsíðu og halda frásagnir áfram að berast í sérstökum MeToo hópi kvennanna á Facebook. Jón Baldvin hefur ítrekað sagt að sögurnar eigi allar rætur að rekja til veikinda Aldísar dóttur sinnar, lýst því yfir að hún glími við geðhvarfasýki og sagt að ásakanir kvennanna allra séu „órar úr sjúku hugarfari“ Aldísar. Þessu hefur hann haldið fram í blaðagreinum og viðtölum allt síðan árið 2012 þegar Guðrún Harðardóttir lýsti klúrum bréfaskrifum hans til sín þegar hún var á táningsaldri.

Nýjasta tilfellið varðar atvik þegar Carmen Jóhannsdóttir, 34 ára, og móðir hennar, vinkona Jóns Baldvins og Bryndísar Schram, voru staddar í veislu á þaki heimilis hjónanna í Andalúsíu á Spáni. Þær segja að Jón Baldvin hafi káfað á rassi Carmenar. „Ég horfði á þetta gerast,“ sagði móðir hennar í samtali við Stundina.

Carmen kærði Jón Baldvin til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í mars vegna málsins. Var hann kallaður í skýrslutöku í kjölfarið. 

„Veislan á þakinu var sviðsett,“ sagði Jón Baldvin sér til varnar í Silfrinu á RÚV. „Hún er ósönn. Ég meina það, að það getur ekki verið neitt annað að baki þessari heimsókn en að setja þetta á svið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
4
Viðtal

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
6
Viðtal

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu