Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu

Fjöldi ís­lenskra kvenna lýs­ir sams kon­ar lík­am­leg­um ein­kenn­um sem komu fram eft­ir að þær létu græða í sig brjósta­púða. Í við­tali við Stund­ina segja þrjár þeirra ein­kenn­in hafa minnk­að veru­lega eða horf­ið eft­ir að brjósta­púð­arn­ir voru fjar­lægð­ir. Lýta­lækn­ir seg­ir um­ræð­una mik­ið til ófag­lega. Eft­ir­liti með ígræðsl­um er ábóta­vant hér­lend­is.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu
Létu fjarlægja púða Stefanía, Ásta og Heiðrún segja allar að það hafi verið mikill léttir að losna við brjóstapúðana. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrjár konur sem Stundin ræddi við hafa upplifað mikil veikindi eftir að hafa fengið grædda í sig brjóstapúða. Konurnar voru að sögn allar heilsuhraustar fyrir og hurfu einkennin að miklu eða öllu leyti eftir að þær létu fjarlægja púðana. Þær vilja vekja athygli á hættunum sem fylgja ígræðslum brjóstapúða og vara konur við að fara í aðgerðir af þessum toga, en læknisfræðin hefur ekki getað útskýrt sameiginleg einkenni sem konur með brjóstapúða um allan heim segjast finna fyrir. Hvorki Embætti landlæknis né Lyfjastofnun hafa tæmandi upplýsingar um notkun brjóstapúða hérlendis.

Fjöldi kvenna hefur deilt sögum á netinu af þessum einkennum, en þau eru meðal annars síþreyta, lið- og beinverkir, heilaþoka, kvíði, bólgur, höfuðverkir og magavandamál. Í fjölmennum Facebook-hópum, bæði íslenskum og alþjóðlegum, er vandamálið kallað Breast Implant Illness (BII), en veikindin eru ekki viðurkennd undir því nafni. Hugtakið virðist notað sem yfirheiti yfir þessi og fleiri einkenni og lýsa þau …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár