Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu

Fjöldi ís­lenskra kvenna lýs­ir sams kon­ar lík­am­leg­um ein­kenn­um sem komu fram eft­ir að þær létu græða í sig brjósta­púða. Í við­tali við Stund­ina segja þrjár þeirra ein­kenn­in hafa minnk­að veru­lega eða horf­ið eft­ir að brjósta­púð­arn­ir voru fjar­lægð­ir. Lýta­lækn­ir seg­ir um­ræð­una mik­ið til ófag­lega. Eft­ir­liti með ígræðsl­um er ábóta­vant hér­lend­is.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu
Létu fjarlægja púða Stefanía, Ásta og Heiðrún segja allar að það hafi verið mikill léttir að losna við brjóstapúðana. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrjár konur sem Stundin ræddi við hafa upplifað mikil veikindi eftir að hafa fengið grædda í sig brjóstapúða. Konurnar voru að sögn allar heilsuhraustar fyrir og hurfu einkennin að miklu eða öllu leyti eftir að þær létu fjarlægja púðana. Þær vilja vekja athygli á hættunum sem fylgja ígræðslum brjóstapúða og vara konur við að fara í aðgerðir af þessum toga, en læknisfræðin hefur ekki getað útskýrt sameiginleg einkenni sem konur með brjóstapúða um allan heim segjast finna fyrir. Hvorki Embætti landlæknis né Lyfjastofnun hafa tæmandi upplýsingar um notkun brjóstapúða hérlendis.

Fjöldi kvenna hefur deilt sögum á netinu af þessum einkennum, en þau eru meðal annars síþreyta, lið- og beinverkir, heilaþoka, kvíði, bólgur, höfuðverkir og magavandamál. Í fjölmennum Facebook-hópum, bæði íslenskum og alþjóðlegum, er vandamálið kallað Breast Implant Illness (BII), en veikindin eru ekki viðurkennd undir því nafni. Hugtakið virðist notað sem yfirheiti yfir þessi og fleiri einkenni og lýsa þau …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár