Þrjár konur sem Stundin ræddi við hafa upplifað mikil veikindi eftir að hafa fengið grædda í sig brjóstapúða. Konurnar voru að sögn allar heilsuhraustar fyrir og hurfu einkennin að miklu eða öllu leyti eftir að þær létu fjarlægja púðana. Þær vilja vekja athygli á hættunum sem fylgja ígræðslum brjóstapúða og vara konur við að fara í aðgerðir af þessum toga, en læknisfræðin hefur ekki getað útskýrt sameiginleg einkenni sem konur með brjóstapúða um allan heim segjast finna fyrir. Hvorki Embætti landlæknis né Lyfjastofnun hafa tæmandi upplýsingar um notkun brjóstapúða hérlendis.
Fjöldi kvenna hefur deilt sögum á netinu af þessum einkennum, en þau eru meðal annars síþreyta, lið- og beinverkir, heilaþoka, kvíði, bólgur, höfuðverkir og magavandamál. Í fjölmennum Facebook-hópum, bæði íslenskum og alþjóðlegum, er vandamálið kallað Breast Implant Illness (BII), en veikindin eru ekki viðurkennd undir því nafni. Hugtakið virðist notað sem yfirheiti yfir þessi og fleiri einkenni og lýsa þau …
Athugasemdir