Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu

Fjöldi ís­lenskra kvenna lýs­ir sams kon­ar lík­am­leg­um ein­kenn­um sem komu fram eft­ir að þær létu græða í sig brjósta­púða. Í við­tali við Stund­ina segja þrjár þeirra ein­kenn­in hafa minnk­að veru­lega eða horf­ið eft­ir að brjósta­púð­arn­ir voru fjar­lægð­ir. Lýta­lækn­ir seg­ir um­ræð­una mik­ið til ófag­lega. Eft­ir­liti með ígræðsl­um er ábóta­vant hér­lend­is.

Vara við brjóstapúðum eftir undarleg veikindi og þjáningu
Létu fjarlægja púða Stefanía, Ásta og Heiðrún segja allar að það hafi verið mikill léttir að losna við brjóstapúðana. Mynd: Heiða Helgadóttir

Þrjár konur sem Stundin ræddi við hafa upplifað mikil veikindi eftir að hafa fengið grædda í sig brjóstapúða. Konurnar voru að sögn allar heilsuhraustar fyrir og hurfu einkennin að miklu eða öllu leyti eftir að þær létu fjarlægja púðana. Þær vilja vekja athygli á hættunum sem fylgja ígræðslum brjóstapúða og vara konur við að fara í aðgerðir af þessum toga, en læknisfræðin hefur ekki getað útskýrt sameiginleg einkenni sem konur með brjóstapúða um allan heim segjast finna fyrir. Hvorki Embætti landlæknis né Lyfjastofnun hafa tæmandi upplýsingar um notkun brjóstapúða hérlendis.

Fjöldi kvenna hefur deilt sögum á netinu af þessum einkennum, en þau eru meðal annars síþreyta, lið- og beinverkir, heilaþoka, kvíði, bólgur, höfuðverkir og magavandamál. Í fjölmennum Facebook-hópum, bæði íslenskum og alþjóðlegum, er vandamálið kallað Breast Implant Illness (BII), en veikindin eru ekki viðurkennd undir því nafni. Hugtakið virðist notað sem yfirheiti yfir þessi og fleiri einkenni og lýsa þau …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár