Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brot Þórhildar Sunnu á siðareglum staðfest í forsætisnefnd

For­sæt­is­nefnd Al­þing­is fellst á nið­ur­stöðu siðanefnd­ar um að Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir hafi brot­ið siða­regl­ur með um­mæl­um um Ásmund Frið­riks­son. Þrír skil­uðu sér­bók­un.

Brot Þórhildar Sunnu á siðareglum staðfest í forsætisnefnd

Forsætisnefnd Alþingis afgreiddi á föstudag álit þess efnis að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi brotið siðareglur fyrir alþingismenn með ummælum sínum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins. Fellst nefndin þannig á niðurstöður siðanefndar Alþingis og verður álit hennar birt á vef Alþingis í dag.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þórhildur Sunna sagði í Silfrinu þann 25. febrúar 2018 að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur hefði dregið sér fé. Þá lá fyrir að  þingmaðurinn hafði fengið 4,6 milljóna króna aksturskostnað endurgreiddan frá Alþingi vegna 48 þúsund kílómetra aksturs á eigin bíl þrátt fyrir að reglur um þingfararkostnað kveði á um að þingmenn sem aka meira en 15 þúsund kílómetra á ári skuli notast við bílaleigubíl og siðareglur leggi þá skyldu á herðar þingmönnum að sjá til þess að endurgreiðsla fyrir útgjöld sé „í fullkomnu samræmi“ við reglur um þingfararkostnað. Sjálfur hefur Ásmundur viðurkennt að hluti af endurgreiðslunum hafi „orkað tvímælis“ og endurgreitt skrifstofu Alþingis 178 þúsund krónur sem hann fékk vegna ferða um kjördæmi sitt með tökufólki frá sjónvarpsstöðinni ÍNN.

Ásmundur kvartaði í kjölfarið til forsætisnefndar, sem vísaði málinu til siðanefndar. „Leggja ber áherslu á í þessu samhengi að í siðanefndarmáli þessu eru til skoðunar ummæli [Þórhildar Sunnu] á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn en ekki hvort [Ásmundur] hafi farið á svig við reglur um endurgreiðslu aksturskostnaðar eða hvort „rökstuddur grunur“ sé um slíkt,“ segir í áliti forsætisnefndar.

Tveir nefndarmanna voru andvígir niðurstöðu forsætisnefndar í bókun, þeir Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, og Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Þorsteinn var ósammála niðurstöðunni þar sem hann taldi bæði Þórhildi Sunnu og Björn Leví Gunnarsson, þingmann Pírata, hafa brotið gegn siðareglunum. Fulltrúi Samfylkingarinnar, Guðjón Brjánsson, gagnrýndi fyrirkomulagið í sérbókun, en greiddi þó atkvæði með niðurstöðunni.

„Sönn ummæli Þórhildar Sunnu um mögulega spillingu eru túlkuð sem siðabrot á Alþingi,“ segir Jón Þór í bókun sinni. „Þessi afgreiðsla er til þess fallin að fela mögulega spillingu og þagga niðri í þeim sem vilja uppræta hana. Þessi afgreiðsla gengur gegn tilgangi siðareglnanna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Aksturskostnaður þingmanna

Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár