Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hugsanleg skylda til lagningar sæstrengs hefði ekkert með þriðja orkupakkann að gera

Skúli Magnús­son hér­aðs­dóm­ari og laga­dós­ent við HÍ fer yf­ir ým­is álita­mál er varða þriðja orkupakk­ann í ít­ar­legu við­tali við Stund­ina.

Hugsanleg skylda til lagningar sæstrengs hefði ekkert með þriðja orkupakkann að gera

Ef íslenska ríkið stæði gegn lagningu sæstrengs til Evrópu og svo ólíklega færi að höfðað yrði samningsbrotamál gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum, þá myndi reyna á almennar reglur EES-samningsins, einkum grunnregluna um frjálst flæði vöru, en ekki afleiddar reglur (þ.e. reglur í gerðum ESB) á borð við þær sem koma fram í þriðja orkupakkanum. Ef Ísland tapaði slíku máli þá hefði sú niðurstaða ekki beina réttarverkan, ekki frekar en t.d. dómur EFTA-dómstólsins um innflutning á hráu kjöti. Við slíkar aðstæður gætu Íslendingar einnig tekið málið upp að nýju og sótt um undanþágur með vísan til breyttra forsendna. Leiða má líkur að því að Norðmenn og fjöldi ESB-ríkja myndi styðja slíka málaleitan.

Þetta segir Skúli Magnússon, héraðsdómari og dósent við lagadeild Háskóla Íslands í samtali við Stundina. „Þriðji orkupakkinn hefur enga lagalega þýðingu um hugsanlega skyldu til lagningar sæstrengs. Spurningin um slíkt snýr að almennum reglum EES-samningsins, einkum grunnreglunni um frjálsa för vara, ekki að afleiddum rétti ESB og EES,“ segir hann. „Af þessu leiðir að þetta álitamál snýr ekki að valdheimildum ESA og ACER samkvæmt þriðja orkupakkanum – þessar stofnanir myndu einfaldlega ekkert hafa um þetta mál að segja hvað svo gerist með orkupakkann.“

Ísland þegar bundið af reglunum sem myndi reyna á

Mikil og hávær umræða hefur farið fram á Alþingi, í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum undanfarnar vikur þar sem því er ítrekað haldið fram að innleiðing þriðja orkupakkans skyldi íslensk stjórnvöld til að liðka fyrir lagningu sæstrengs eða torveldi að minnsta kosti stjórnvöldum að standa gegn slíkri framkvæmd.

Stefán Már Stefánsson og Friðrik Árni Friðriksson Hirst

Öllum lögfræðingum sem skilað hafa álitsgerðum um innleiðingu þriðja orkupakkans ber saman um að svo sé ekki. „Þriðji orkupakkinn leggur enga skyldu á aðildarríki um að koma á fót raforkutengingu/grunnvirkjum yfir landamæri,“ segir í álitsgerð Stefáns Más Stefánssonar og Friðriks Árna Friðrikssonar Hirst. Skúli Magnússon segir í álitsgerð sinni að hafið sé yfir vafa að „afleiddur réttur sambandsins, þ.á.m. umræddrar gerðir þriðja orkapakkans, fela ekki í sér skyldu til slíkrar framkvæmdar eða til skyldu til að leyfa þær“.

Sem aðili að EES-samningnum er Ísland þegar bundið af reglum um frjálst flæði vöru og fjármagns og bann við magntakmörkunum á innflutningi og útflutningi. Ef höfðað yrði samningsbrotamál gegn Íslandi vegna tregðu stjórnvalda til að liðka fyrir lagningu sæstrengs þá myndi reyna á slíkar grundvallarreglur EES-samningsins og þriðji orkupakkinn engu breyta.

„Álitamálið um hugsanlega skyldu til að heimila lagningu sæstrengs snýst ekki um framsal valdheimilda til yfirþjóðlegrar stofnunar heldur hugsanlega þjóðréttarlega skuldbindingu,“ segir Skúli. „Ef slíka skyldu leiðir af almennum reglum EES hefur það því ekkert að gera með stjórnarskrána eða framsal „fullveldis”. Til samanburðar má benda á „hrátt kjöt” var mál þar sem niðurstaðan var mörgum á móti skapi en hafði hins vegar ekkert að gera með framsal valdheimilda til yfirþjóðlegra stofnana. Af þessu leiðir að þriðji orkupakkinn hefur enga lagalega þýðingu um hugsanlega skyldu þessa efnis. Þeir sem halda öðru fram þurfa að útskýra hvað þeir eiga við.“

Sæstrengur vel mögulegur án þriðja orkupakkans

Skúli bendir á að hægt sé að ákveða lagningu sæstrengs hvort sem þriðji orkupakkinn verði innleiddur eða ekki. „Menn geta einnig velt því fyrir sér hvernig málið myndi horfa við ef lagður yrði sæstrengur til ríkis utan ESB, t.d. Bretlands eftir að Bretar hafa gengið úr Evrópusambandinu. Væntanlega yrði það gert á grundvelli tvíhliða samnings þar sem kveðið yrði á um gerðadóm o.s.frv. Yrði slík lausn hagfelldari fyrir Ísland en það módel sem sett er upp í reglugerð 713/2009?“

Hann segir að vissulega sé ýmislegt í aðfaraorðum gerðanna sem megi túlka sem pólitískan stuðning við samtengingu milli landa. „Á móti kemur að reglugerð framkvæmdastjórnar ESB um aðgerðaráætlun (þar sem Icelink er meðal verkefna) er ekki bindandi. Á móti kemur einnig yfirlýsing framkvæmdastjórnarinnar um að þetta sé á forræði aðildarríkja svo og að enginn viðurkenndur sérfræðingur í evrópurétti kannast við að svona skylda á aðildarríki sé lagalega raunhæf. Á móti kemur að síðustu að EES-samningurinn tekur ekki til ákvæða Evrópusambandsins um orkustefnu og orkumál. En hér má auðvitað mála skrattann á vegg og spyrja hvernig mál kunni að þróast. Eftir stendur hins vegar að allt mælir með því að þetta sé mál sem er á forræði Íslendinga sjálfra. Ég hef því spurt hvort málið snúist frekar um það að Íslendingar séu hræddir við eigið fullveldi, og hugsanlegar vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis, fremur en hið yfirþjóðlega vald.“

Fyrirvarinn hefur „mjög takmarkað lagalegt gildi“

Ríkisstjórnin hefur lagt áherslu á að þriðji orkupakkinn verði ekki innleiddur  með hefðbundnum hætti heldur með sérstökum fyrirvara um að enginn sæstrengur verði lagður nema að undangenginni endurskoðun á lagagrundvelli reglugerðar nr. 713/2009. Þessi fyrirvari verður þó ekki bundinn í ályktunarorð þingsályktunar né í sett lög frá Alþingi heldur einungis látinn fylgja reglugerðinni sjálfri þegar hún verður innleidd í íslenskan rétt með stjórnvaldsfyrirmælum ráðherra.

Aðspurður um fyrirvarann segir Skúli að yfirlýsingar sem þessar hafi „mjög takmarkað lagalegt gildi“ en geti engu að síður haft pólitíska þýðingu og áhrif á ákvarðanir annarra samningsaðila, svo sem hvort samningsbrotamál yrði höfðað gegn Íslandi eða ekki.

„Það verður t.d. að telja mjög ólíklegt að framkvæmdastjórn ESB myndi þrýsta á ESA að hefja samningsbrotamál vegna sæstrengs að fenginni sameiginlegri yfirlýsingu orkumálastjóra ESB og utanríkisráðherra Íslands.“ 

Stefán Már og Friðrik Árni eru sama sinnis. „Yfirlýsing orkumálastjóra ESB um að framangreindar reglur gildi ekki og hafi enga raunhæfa þýðingu hér á landi, í ljósi þess að Ísland er ekki tengt innri orkumarkaði ESB, dregur að okkar mati mjög úr líkunum á því að ESA geri athugasemdir við innleiðinguna,“ segja þeir bréfi til utanríkisráðherra sem birt hefur verið á vef stjórnarráðsins. „Þótt slík yfirlýsing sé pólitísk í eðli sínu þá hefur hún engu að síður verulegt gildi og þýðingu í þessu samhengi.“

Skúli Magnússon

Skúli bendir á að ef lagður sé sæstrengur milli tveggja ríkja eða fleiri þá kunni að koma upp ágreiningur sem ekki verði leystur nema fyrir hendi sé úrskurðaraðili af einhverju tagi.

„Það geta einfaldlega ekki verið tveir skipstjórar á sama skipi. Heimildir ACER/ESA eru ekki yfirþjóðlegri en svo að ákvörðunum er beint að eftirlitsstjórnvöldum, ekki einkaaðilum. Til grundvallar ákvörðunum ACER/ESA liggja ítarlegar reglur í orkutilskipuninni og öðrum gerðum. Þá eru möguleikar til málsskots til EFTA dómstólsins. Ef þetta fyrirkomulag er borið saman við úrlausn ágreiningsmála samkvæmt tvíhliða samningi held ég að niðurstaðan yrði sú að þetta sé okkur, sem smáþjóð, hagfellt þótt auðvitað verði ekkert fullyrt um það.“

Afar ólíklegt að Ísland tapi sæstrengsmáli

Nýlega hélt Arnar Þór Jónsson héraðsdómari því fram á Facebook-síðu sinni að almennar skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum gerðu það að verkum að Íslandi myndi „augljóslega tapa“ fyrir EFTA-dómstólnum ef íslenska ríkið stæði í vegi fyrir lagningu sæstrengs sem búið væri að fjármagna.

Arnar Þór Jónssonhéraðsdómari

„Fyrirvarar Alþingis munu engu skipta þegar búið verður að fjármagna þennan sæstreng,“ skrifaði hann. Inntur eftir skýringum í athugasemdum sagði dómarinn að fjórfrelsið væri meitlað í stein með samningsskuldbindingum Íslands. „Ríkin bera einmitt samningsskyldu til að greiða fyrir frjálsu flæði á vörum og þar með rafmagni, sem er vara,“ skrifar hann. „Þú þarft ekki að lesa lengi í dómaframkvæmd til að sjá hvernig landið liggur í þessum efnum. Fjórfrelsið trompar önnur sjónarmið og viðbárur aðildarríkja nema eitthvað sérstakt komi til. Það er svona almenna reglan.“

Skúli, sem er sérfræðingur í Evrópurétti og starfaði sem skrifstofustjóri EFTA-dómstólsins um árabil, er annarrar skoðunar. Ákvörðun um hvort heimila skuli lagningu sæstrengs hlýtur alltaf að vera á forræði íslenska ríkisins, segir hann, og afar ólíklegt er að EFTA-dómstóllinn myndi nokkurn tímann fallast á að almennar skuldbindingar EES-samningsins leggi þá skyldu á íslenska ríkið að leyfa lagningu sæstrengs. Í álitsgerð sinni rökstyður hann þetta með eftirfarandi hætti:

„Kemur þar helst til að ákvörðun um lagningu sæstrengs, sem meðal annars myndi liggja um landgrunn í landhelgi Íslands, er háð fjölmörgum atriðum sem eru á forræði aðildarríkjanna og falla utan gildissviðs EES-samningsins (og raunar einnig reglna sambandsréttar). Þannig er hvers kyns hagnýting landgrunnins háð fullveldisrétti íslenska ríkisins. Jafnvel mætti einnig færa að því rök að hér sé um að ræða nýtingu auðlinda hafsbotnsins sem eru eign íslenska ríkisins í einkaréttarlegum skilningi, sbr. lög nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins, og að heimild til lagningar sæstrengs feli í sér afsal eða kvöð á landi eða landhelgi þannig að samþykki Alþingis þurfi að koma til samkvæmt 21. gr. stjórnarskrárinnar. Að mínu mati er því útilokað að sæstrengur til flutnings raforku yrði lagður án þess að Alþingi tæki afstöðu til málsins, annað hvort með setningu almennra reglna eða með lögum sem lytu að framkvæmdinni sjálfri.“ 

Myndin er tekin við dómsuppkvaðningu í Icesave-málinu.

En hvað ef EFTA-dómstóllinn kæmist að annarri niðurstöðu og teldi að Íslandi bæri skylda til að heimila eða liðka fyrir lagningu sæstrengs til Evrópu?

„Jafnvel ef svo væri myndi sú niðurstaða ekki hafa beina réttarverkan,“ segir Skúli. „Íslenska ríkið gæti við slíkar aðstæður tekið málið upp að nýju og sótt um undanþágur með vísan til breyttra forsendna og þá haft það í bakhöndinni að málið varðaði svo mikilvæga hagsmuni ríkisins að til greina kæmi að segja samningnum upp í heild sinni. Ólíkt þeim aðstæðum sem núna eru uppi – og einkennast af því að íslenska ríkið hefur enga sjáanlega hagsmuni af undanþágu heldur virðist þetta vera hreint tilfinningamál Íslendinga – myndi slíkri málaumleitan vera tekið af alvöru hjá ESB, enda væri þá ljóst að við myndum ekki aðeins njóta stuðnings Norðmanna heldur einnig fjölda ESB-ríkja.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár