Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Andstæðingar orkupakkans misskilja vinnulöggjöfina og vilja afskipti lögreglu af þingstörfum

Ork­an okk­ar, sam­tök­in sem berj­ast gegn þriðja orkupakk­an­um frá Evr­ópu­sam­band­inu, vilja að lög­regl­an hlut­ist til um starf­semi Al­þing­is.

Andstæðingar orkupakkans misskilja vinnulöggjöfina og vilja afskipti lögreglu af þingstörfum

Samtökin Orkan okkar, sem beita sér gegn innleiðingu þriðja orkupakka Evrópusambandsins, vilja að lögreglan eða Vinnueftirlitið grípi inn í störf Alþingis með vísan til lagaákvæða sem eiga rætur að rekja til vinnutímatilskipunar Evrópusambandsins.

Hins vegar virðast samtökin misskilja gildandi lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Skýrt kemur fram í lögunum að kafli um hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma gildi ekki um æðstu stjórnendur og þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir.

Orkan okkar hefur afhent lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og Vinnueftirlitinu kæru vegna umræðna á Alþingi um þriðja orkupakkann, sem staðið hafa fram undir morgun marga daga í röð. Þingmenn Miðflokksins hafa talað hver við annan í pontu heilu næturnar og hafa önnur störf þingsins tafist vegna málþófsins. Segja samtökin í tilkynningu á Facebook síðu sinni að 11 klukkustunda hvíldartími samkvæmt lögum sé ekki virtur.

Hvíldartíminn var lengdur í 11 klukkustundir á sólarhring árið 1997 þegar Alþingi samræmdi ákvæðið í lögum við vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Ísland hafði skömmu áður gerst aðili að EES-samningnum og var vinnutímatilskipunin innleidd að fullu árið 2003. Í 52. gr. laganna segir að ákvæði þess kafla gildi ekki um „æðstu stjórnendur eða aðra þá sem ráða vinnutíma sínum sjálfir“. Eiga þannig Evrópureglurnar og innleiðing þeirra í íslensk lög ekki við kjörna fulltrúa, meðal annars alþingismenn.

„Mik­il­vægt er að starfs­menn, ekki síst alþing­is­menn, geti haldið fullri ein­beit­ingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. „Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hags­muna eiga að gæta og al­menn­ing­ur hafi tök á að fylgj­ast með umræðunni í raun­tíma.“

Yfirlýsing Orkunnar okkar í heild

„Nú hag­ar svo til að nefnda- og þing­fund­ir á Alþingi hafa staðið yfir nán­ast sam­fellt sól­ar­hring­um sam­an. Fundað er á víxl í nefnd­um og í þing­inu, hvíld­ar­laust. Störf Alþing­is eru um þess­ar mund­ir í and­stöðu við Lög um aðbúnað, holl­ustu­hætti og ör­yggi á vinnu­stöðum, einkum IX kafla lag­anna um hvíld­ar­tíma, frí­daga og há­marks­vinnu­tíma. Lög­boðinn 11 klst. hvíld­ar­tími er óra­fjarri því að vera virt­ur.

Lög þessi eru vita­skuld ekki sett að til­efn­is­lausu. Mik­il­vægt er að starfs­menn, ekki síst alþing­is­menn, geti haldið fullri ein­beit­ingu við störf sín og bíði ekki tjón á heilsu sinni. Þá er einnig að því að hyggja að aðilar sem hags­muna eiga að gæta og al­menn­ing­ur hafi tök á að fylgj­ast með umræðunni í raun­tíma.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samningurinn hafi ekki verið borinn undir Alþingi
FréttirÞriðji orkupakkinn

Frosti: „Hneyksli“ að ECT-samn­ing­ur­inn hafi ekki ver­ið bor­inn und­ir Al­þingi

Frosti Sig­ur­jóns­son, fyrr­ver­andi þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins og einn af tals­mönn­um Ork­unn­ar okk­ar, tel­ur það stjórn­ar­skrár­brot að Ís­land hafi und­ir­geng­ist skuld­bind­ing­ar ECT-samn­ings­ins án að­komu Al­þing­is. Gunn­ar Bragi Sveins­son stóð að full­gild­ingu samn­ings­ins í rík­is­stjórn­ar­tíð Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar.
Aðstoðarmaður Sigmundar réttlætir fullgildingu ECT-samningsins: „Stundum er hlutum blandað inn í umræðuna“
FréttirÞriðji orkupakkinn

Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar rétt­læt­ir full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins: „Stund­um er hlut­um bland­að inn í um­ræð­una“

Hinn um­deildi samn­ing­ur um vernd orku­fjár­fest­inga varð ekki bind­andi fyr­ir Ís­land fyrr en rík­is­stjórn Sig­mund­ar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar full­gilti hann ár­ið 2015. Ólíkt því sem lagt var upp með við und­ir­rit­un samn­ings­ins 20 ár­um áð­ur var full­gild­ing­in ekki bor­in und­ir Al­þingi. Að­stoð­ar­mað­ur Sig­mund­ar Dav­íðs gef­ur lít­ið fyr­ir frétta­flutn­ing af mál­inu, en önn­ur Evr­ópu­ríki töldu ástæðu til að sam­þykkja sér­staka yf­ir­lýs­ingu um for­ræði yf­ir sæ­strengj­um og olíu­leiðsl­um. Með und­ir­rit­un Gunn­ars Braga Sveins­son­ar og Ól­afs Ragn­ars Gríms­son­ar ár­ið 2015 skuld­bundu ís­lensk stjórn­völd sig til að fram­fylgja samn­ingn­um í hví­vetna.
Stjórn Sigmundar fullgilti umdeildan samning um vernd orkufjárfestinga
FréttirÞriðji orkupakkinn

Stjórn Sig­mund­ar full­gilti um­deild­an samn­ing um vernd orku­fjár­fest­inga

Með full­gild­ingu ECT-samn­ings­ins hafa ís­lensk stjórn­völd skuld­bund­ið sig til að liðka fyr­ir frjáls­um við­skipt­um með orku­auð­lind­ir og að beita sér fyr­ir sam­keppni, mark­aðsvæð­ingu og sam­vinnu á sviði orku­flutn­inga. Reynt gæti á ákvæði samn­ings­ins ef upp koma deil­ur um lagn­ingu sæ­strengs, en fjár­fest­ar hafa með­al ann­ars not­að samn­ing­inn sem vopn gegn stjórn­valds­að­gerð­um sem er ætl­að að halda niðri raf­orku­verði til al­menn­ings.

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár