Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi

Na­lin Chat­ur­vedi seg­ir far­ir sín­ar ekki slétt­ar í sam­skipt­um við sýslu­mann­sembætt­ið og Út­lend­inga­stofn­un. Fólk ut­an EES-svæð­is­ins sem gift­ist Ís­lend­ing­um sé án rétt­inda og upp á náð og mis­kunn maka kom­ið á með­an beð­ið sé eft­ir dval­ar­leyfi. Kerf­ið ýti und­ir mis­notk­un á fólki í við­kvæmri stöðu.

Niðurlægjandi ferli að giftast á Íslandi
Nalin og Gabriella Hjónin kynntust í Edinborg, þar sem þau voru bæði við nám, en þurftu að ganga í gegnum illviðráðanlegt ferli til að giftast og búa á Íslandi.

Nalin Chaturvedi, indverskur ríkisborgari sem kvæntur er íslenskri konu, segist hafa átt í neikvæðum samskiptum við sýslumann og Útlendingastofnun í ferlinu við að giftast og fá dvalarleyfi. Óttast hann að kerfið geti svipt marga sem bíða eftir dvalarleyfi réttindum þeirra og valdið einangrun.

Nalin og kona hans, Gabriella Unnur Kristjánsdóttir lögfræðingur, kynntust í Edinborg í Skotlandi árið 2017 þar sem þau voru bæði við nám. „Við ákváðum að gifta okkur á Íslandi enda fjölskylda konu minnar hér og við vildum vera umkringd vinum og fjölskyldu á slíkum merkisdegi,“ segir Nalin. „Það má segja að baráttan við kerfið hafi byrjað strax þá.“

Þau lögðu inn umsókn um giftingu til sýslumanns og í framhaldinu óskaði embættið eftir gögnum frá þeim, meðal annars hjúskaparstöðuvottorði, sem sannaði að Nalin væri ekki kvæntur fyrir. „Þegar ég skilaði inn öllum tilskildum pappírum fékk ég hins vegar þau svör frá sýslumanni að hjúskaparstöðuvottorðið mitt væri ekki gilt …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár