Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill „vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna“

Heit­ar um­ræð­ur eiga sér stað um þung­un­ar­rof og frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra þessa dag­ana. Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur seg­ir álita­efn­ið snú­ast um hvort kon­ur séu frjáls­ar eða „ánauð­ug­ir hýsl­ar fyr­ir fóst­ur“. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hvet­ur til þess að mál­inu verði frest­að til næsta þings.

Vill „vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna“

Sigríður Guðmarsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarholtskirkju, segir að þungunarrofsumræðan snúist um hvort líta skuli á konur sem fullveðja einstaklinga sem ráði yfir eigin líkama og framtíð eða „ánauðuga hýsla fyrir fóstur“. Ákvörðun um þungunarrof verði að vera á ábyrgð hinnar frjálsu konu en ekki annarra.

„Kannski er það mesta undur heimsins hversu margar konur leggja sjálfviljugar á líkama sína þá dýru lífsins gjöf að ganga með og fæða börn. Þökkum þá gjöf, þvingum eigi. Og vill einhver vera svo væn að vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna,“ skrifar hún á Facebook.

Heitar umræður eiga sér stað um þungunarrof og frumvarp heilbrigðisráðherra um málið þessa dagana. 

Eins og Stundin fjallaði um í gær vilja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins þrengja verulega réttinn til að gangast undir þungunarrof frá því sem nú er.

Inga Sæland hefur sagt frumvarpið snúast um „að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði“, en sá málflutningur lagðist afar illa í þingheim.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur áherslu á að lífið sé heilagt. „Fremur en að tala um að rýmka rétt til fóstureyðinga væri okkur nær að finna leiðir til að hjálpa verðandi mæðrum í vanda að eignast börn sín,“ segir hann í nefndaráliti um málið og vitnar í orð Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um að lífið sé „náðargjöf sem Guð gefur og Guð tekur“.

Páll Magnússon, þingmaður sama flokks, hefur lagt til að óskilyrt heimild til þungunarrofs nái til 20 vikna en ekki 22 vikna. Með því yrði rétturinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla þrengdur um tvær vikur frá því sem nú er en rýmkaður í tilvikum þar sem sótt er um þungunarrof af félagslegumástæðum.

Brynjar Níelsson kallaði eftir því í umræðu um frumvarpið í gær að málið yrði dregið til baka svo það gæfist tími til að ræða um atriði á borð við rétt fóstra til að erfa eignir.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á umræðunni, gagnrýnir bæði stuðningsmenn málsins og andstæðinga, og telur að skynsamlegt væri að láta það bíða næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár