Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill „vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna“

Heit­ar um­ræð­ur eiga sér stað um þung­un­ar­rof og frum­varp heil­brigð­is­ráð­herra þessa dag­ana. Fyrr­ver­andi sókn­ar­prest­ur seg­ir álita­efn­ið snú­ast um hvort kon­ur séu frjáls­ar eða „ánauð­ug­ir hýsl­ar fyr­ir fóst­ur“. Fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra hvet­ur til þess að mál­inu verði frest­að til næsta þings.

Vill „vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna“

Sigríður Guðmarsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur í Grafarholtskirkju, segir að þungunarrofsumræðan snúist um hvort líta skuli á konur sem fullveðja einstaklinga sem ráði yfir eigin líkama og framtíð eða „ánauðuga hýsla fyrir fóstur“. Ákvörðun um þungunarrof verði að vera á ábyrgð hinnar frjálsu konu en ekki annarra.

„Kannski er það mesta undur heimsins hversu margar konur leggja sjálfviljugar á líkama sína þá dýru lífsins gjöf að ganga með og fæða börn. Þökkum þá gjöf, þvingum eigi. Og vill einhver vera svo væn að vísa Ásmundi, Brynjari og Ingu út úr eggjastokkum íslenskra kvenna,“ skrifar hún á Facebook.

Heitar umræður eiga sér stað um þungunarrof og frumvarp heilbrigðisráðherra um málið þessa dagana. 

Eins og Stundin fjallaði um í gær vilja þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins þrengja verulega réttinn til að gangast undir þungunarrof frá því sem nú er.

Inga Sæland hefur sagt frumvarpið snúast um „að 22 vikna ófullburða barn verði drepið í móðurkviði“, en sá málflutningur lagðist afar illa í þingheim.

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, leggur áherslu á að lífið sé heilagt. „Fremur en að tala um að rýmka rétt til fóstureyðinga væri okkur nær að finna leiðir til að hjálpa verðandi mæðrum í vanda að eignast börn sín,“ segir hann í nefndaráliti um málið og vitnar í orð Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um að lífið sé „náðargjöf sem Guð gefur og Guð tekur“.

Páll Magnússon, þingmaður sama flokks, hefur lagt til að óskilyrt heimild til þungunarrofs nái til 20 vikna en ekki 22 vikna. Með því yrði rétturinn til að rjúfa þungun vegna fósturgalla þrengdur um tvær vikur frá því sem nú er en rýmkaður í tilvikum þar sem sótt er um þungunarrof af félagslegumástæðum.

Brynjar Níelsson kallaði eftir því í umræðu um frumvarpið í gær að málið yrði dregið til baka svo það gæfist tími til að ræða um atriði á borð við rétt fóstra til að erfa eignir.

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, furðar sig á umræðunni, gagnrýnir bæði stuðningsmenn málsins og andstæðinga, og telur að skynsamlegt væri að láta það bíða næsta þings. „Vonandi verður þá mesta geðshræringin yfirstaðin og hægt að ræða málið af meiri yfirvegun.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þungunarrof

Varaþingmaður Miðflokksins talaði um jónandi geislun: „Það er fóstrið sem ræður“
FréttirÞungunarrof

Vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins tal­aði um jón­andi geisl­un: „Það er fóstr­ið sem ræð­ur“

„Til að mynda með jón­andi geisl­un um borð í loft­ferð­um, þar má venju­legt fólk fá eitt milli-sívert. Geislastétt­ir, til að mynda rönt­g­en­tækn­ar mega taka 3 milli-sívert og flug­stétt­ir sex, en það er fóstr­ið sem ræð­ur.“ Þetta sagði vara­þing­mað­ur Mið­flokks­ins í um­ræð­um um þung­un­ar­rof rétt í þessu.

Mest lesið

Öld „kellingabókanna“
5
Greining

Öld „kell­inga­bók­anna“

„Síð­asta ára­tug­inn hafa bæk­ur nokk­urra kvenna sem fara á til­finn­inga­legt dýpi sem lít­ið hef­ur ver­ið kann­að hér áð­ur flot­ið upp á yf­ir­borð­ið,“ skrif­ar Sal­vör Gull­brá Þór­ar­ins­dótt­ir og nefn­ir að í ár eigi það sér­stak­lega við um bæk­ur Guð­rún­ar Evu og Evu Rún­ar: Í skugga trjánna og Eldri kon­ur. Hún seg­ir skáld­kon­urn­ar tvær fara á dýpt­ina inn í sjálf­ar sig, al­gjör­lega óhrædd­ar við að vera gagn­rýn­ar á það sem þær sjá.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
3
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
4
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
6
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár