Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Í hróplegri andstöðu við grunnregluna um þrígreiningu ríkisvaldsins“

Deilt verð­ur um hæfi Dav­íðs Þórs Björg­vins­son­ar til að dæma í mál­um er varða ís­lenska rík­ið í Lands­rétti á fimmtu­dag. Ekki var orð­ið við beiðni um frest vegna gagna­öfl­un­ar.

„Í hróplegri andstöðu við grunnregluna um þrígreiningu ríkisvaldsins“

Tekist verður á um hæfi Davíðs Þórs Björgvinssonar, varaforseta Landsréttar, til að dæma í einkamálum og sakamálum er varða íslenska ríkið nú á fimmtudag. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður hefur krafist þess að Davíð Þór víki sæti í máli skjólstæðings síns í ljósi þess að Davíð Þór sinnti launuðum störfum fyrir íslenska ríkið í landsréttarmálinu, máli Guðmundar Andra Ástráðssonar gegn Íslandi sem Vilhjálmur rak og vann fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE). Ríkisstjórnin tilkynnti í byrjun apríl að óskað yrði eftir endurskoðun dómsins hjá yfirdeild MDE.

„Nú liggur fyrir að Davíð Þór hefur tekið sæti í dómi í máli Landsréttar nr. 44/2018 þar sem ég er skipaður verjandi ákærða, en ákærði á ekki að þurfa að sæta því að embættisdómari sem hefur verið að sinna lögmannsstörfum fyrir framkvæmdavaldið og er að reka dómsmál gegn skipuðum verjanda hans fyrir MDE dæmi í máli hans,“ segir í bréfi sem Vilhjálmur sendi Landsrétti þann 12. apríl síðastliðinn. 

Málflutningur fer fram fimmtudaginn 8. maí næstkomandi. Vilhjálmur óskaði eftir fresti meðan hann aflaði upplýsinga um öll aukastörf og greiðslur sem Davíð Þór hefði fengið síðan hann var skipaður dómari, en Landsréttur varð ekki við þeirri beiðni.

Kaup Davíðs Þórs álíka hátt málskostnaðinum fyrir MDE

Eins og Stundin hefur greint frá fékk Davíð Þór Björgvinsson 1,5 milljónir króna frá forsætisráðuneytinu fyrir lögfræðiráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni við ritun greinargerðar til Mannréttindadómstóls Evrópu í fyrra. Samkvæmt 6. gr. reglna um aukastörf dómara er dómurum óheimilt að taka að sér málflutningsstörf sem og önnur hefðbundin lögmannsstörf ef endurgjald kemur fyrir. Þá hefur nefnd um dómarastörf túlkað dómstólalög með þeim hætti að „almennt verð[i] að telja að lögfræðileg ráðgjöf gegn endurgjaldi sé ekki heimil dómara“ og að það eigi við allt frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti. Samkvæmt þessum forsendum var reglum ekki fylgt þegar Davíð Þór veitti ráðgjöfina.  

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson telur ljóst að vinna Davíðs Þórs fyrir íslenska ríkið í landsréttarmálinu hafi verið önnur og meiri en hann upplýsti um í fjölmiðlum haustið 2018. Reikningurinn sem hann sendi íslenska ríkinu vegna málsins sé raunar álíka hár og málskostnaðurinn sem umbjóðanda Vilhjálms, Guðmundi Andra Ástráðssyni, var dæmdur vegna reksturs landsréttarmálsins fyrir MDE. Ljóst sé að aukastarfið sem Davíð Þór tók að sér hafi í eðli sínu verið lögmannsstarf, og þar hafi Davíð Þór í raun verið að reka dómsmál gegn sér fyrir MDE.

„Með því að taka að sér ofangreint aukastarf fyrir íslenska ríkið braut Davíð Þór gegn 1. mgr. 45. gr. laga nr. 50/2016 og 2. gr., 1. og 2. mgr. 3. gr. og 2. mgr. 6. gr. reglna nr. 1165/2017 um aukastörf héraðsdómara, landsréttardómara og hæstaréttardómara o.fl.,“ skrifar Vilhjálmur og bendir á að ekki hafi verið gerð grein fyrir þessu aukastarfi dómarans á vefsvæði nefndar um dómarastörf.

„Davíð Þór var meðal annars að sinna framangreindu aukastarfi fyrir dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds“

„Með því að taka að sér framangreint aukastarf fyrir íslenska ríkið og þiggja fyrir það háa greiðslu er Davíð Þór vanhæfur til þess að taka sæti í dómi í öllum málum sem varða íslenska ríkið, hvort heldur sem um er að ræða einkamál eða sakamál. Í því sambandi er rétt að benda á að Davíð Þór var meðal annars að sinna framangreindu aukastarfi fyrir dómsmálaráðherra, en dómsmálaráðherra hefur eftirlit með framkvæmd ákæruvalds sbr. 1. mgr. 19. gr. laga um meðferð sakamála og skipar ríkissaksóknara og héraðssaksóknara sbr. 20. og 22. gr. sml. Það er líka í hróplegri andstöðu við grunnregluna um þrígreiningu ríkisvaldsins sbr. meðal annars 2. gr. stjskr. að embættisdómari sé að sinna lögfræðistörfum fyrir framkvæmdavaldið gegn greiðslu.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár