Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“

Dav­íð Þór Björg­vins­son, vara­for­seti Lands­rétt­ar, sinnti laun­aðri hags­muna­gæslu fyr­ir ís­lenska rík­ið í Lands­rétt­ar­mál­inu og gagn­rýn­ir nú Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu harð­lega fyr­ir að vera annarr­ar skoð­un­ar en ís­lensk stjórn­völd. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem nefnd um dóm­ara­störf hef­ur veitt var ráð­gjöf­in á skjön við þær regl­ur sem gilda um auka­störf dóm­ara.

Dómari fékk 1,5 milljónir fyrir að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi“
Fékk greitt fyrir ráðgjöf Davíð Þór Björgvinsson er varaforseti Landsréttar og hefur tjáð sig frjálslega um Landsréttarmálið og niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu. Mynd: MBL / RAX

Davíð Þór Björgvinsson, varaforseti Landsréttar, fékk rúmlega eina og hálfa milljón króna fyrir lögfræðiráðgjöf sem hann veitti ríkislögmanni við ritun greinargerðar til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins. Þetta staðfestir forsætisráðuneytið í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. 

Áður lék vafi á því hvort Davíð færi fram á greiðslu fyrir vinnuna. Samkvæmt 6. gr. reglna um aukastörf dómara er dómurum óheimilt að taka að sér málflutningsstörf sem og önnur hefðbundin lögmannsstörf ef endurgjald kemur fyrir. Þá hefur nefnd um dómarastörf túlkað dómstólalög með þeim hætti að „almennt verð[i] að telja að lögfræðileg ráðgjöf gegn endurgjaldi sé ekki heimil dómara“ og að það eigi við allt frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti. Samkvæmt þessum forsendum var lögum ekki fylgt þegar Davíð Þór veitti ráðgjöfina og þáði 1,5 milljónir fyrir vinnu sem fólst, að hans eigin sögn, í því að „spjalla við ríkislögmann um þetta erindi frá Mannréttindadómstólnum“.

Taldi sig ekki þurfa að sækja um leyfi

Aðspurður um málið segist Davíð ekki telja störfin fyrir ríkislögmann falla undir 6. gr. reglna um aukastörf dómara. Þá leggur hann áherslu á að hann hafi ekki verið byrjaður að gegna dómarastörfum þegar hann veitti ráðgjöfina.

„Ég var nú búinn að svara og benda á að ég var ekki að gegna dómarastarfi þegar þetta var. Ég byrjaði þar ekki fyrr en 1. október,“ segir hann og bætir því við að hann hafi ekki talið sig þurfa að sækja um leyfi fyrir því að gegna aukastarfinu af þessum sökum. 

„Það hefur allavega ekki verið
gerð nein athugasemd við þetta“

Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, hefur staðfest í svari við fyrirspurn hæstaréttarlögmanns að nefndin telji reglur um aukastörf dómara eiga við „frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti“. Davíð Þór segir hins vegar að sinn skilningur hafi verið sá að reglurnar giltu meðan hann raunverulega gegndi starfi dómara. „Já, ég lít þannig á en ég hef svo sem ekki fengið neinar aðrar meldingar eða verið sagt að það sé rangur skilningur hjá mér,“ segir hann. „Það hefur allavega ekki verið gerð nein athugasemd við þetta, ekki í mín eyru.“ 

Gagnrýnir Mannréttindadómstólinn

Davíð Þór gagnrýndi Mannréttindadómstól Evrópu harðlega á málþingi í Háskóla Íslands á dögunum og sakaði meirihluta dómsins um að hafa beitt fordæmalausri „lögfimi“. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Davíð tekur upp hanskann fyrir íslenska ríkið í Landsréttarmálinu. Síðasta sumar var haft eftir Davíð á RÚV að of mikið hefði verið gert úr málinu sem væri „ekki jafndramatískt og hefur verið teiknað upp“. Ef Mannréttindadómstóllinn dæmdi ríkið brotlegt gætu dómþolar sem krefðust endurupptöku mála sinna fyrir Landsrétti „alls ekki gert ráð fyrir að dómur falli á annan veg eftir endurtekna málsmeðferð“. 

Lögmenn sem Stundin ræddi við furðuðu sig á því að varaforseti Landsréttar tjáði sig með þessum hætti um mál sem kynnu að rata fyrir dóminn í framtíðinni. 

Vill að viðbrögðin miðist við hagsmuni fjórmenninganna

„Ég ætla ekki að fara að hvetja til þess að við séum hér með ein­hverja óhlýðni en ég vek at­hygli á því að rík­is­stjórn­in og Alþingi hafa mjög mikið svig­rúm til þess að ákveða það sjálf með hvaða hætti þau kjósa að koma til móts við þenn­an dóm,“ sagði Davíð Þór í erindi um niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu í Háskóla Íslands á dögunum. Benti hann á að allur gangur væri á því hvernig ríki brygðust við úrlausnum Mannréttindadómstólsins; til að mynda hefðu Bretar ekki látið undan kröfum um að fangar njóti kosningaréttar.

„Mín skoðun er sú að sú vinna þurfi að miða að því að það fólk sem hef­ur verið skipað til starfa í Lands­rétti geti sinnt dóm­ara­störf­um eins og það hef­ur verið skipað til,“ sagði Davíð og bætti því við að hann teldi ósanngjarnt ef fjórmenningarnir, sem skipaðir voru án þess að lögum væri fylgt, þyrftu að víkja úr dóminum, enda hefðu þeir ekkert til sakar unnið annað en að fá starf sem þeir sóttu um. 

Sagði að ekki yrði hróflað við stöðu dómaranna

Davíð Þór hefur tjáð sig mikið og frjálslega um Landsréttarmálið allt frá því að dómur um hæfi Arnfríðar Einarsdóttur, kollega hans, var kærður til Mannréttindadómstóls Evrópu síðasta sumar. Þegar Mannréttindadómstóllinn kallaði eftir svörum frá íslenska ríkinu vegna málsins skrifaði hann pistil um málið og tjáði sig um það við fjölmiðla.  

„Þeir verða áfram dómarar við Landsrétt“

Fram kom í viðtali við hann á RÚV í fyrra að ef felldur yrði dómur íslenska ríkinu í óhag hefði það „ekki þau áhrif að það hrófli við stöðu þessara fjögurra dómara“. „Þeir verða áfram dómarar við Landsrétt,“ sagði Davíð Þór.

Málflutningurinn er athyglisverður í ljósi þeirra atburða sem síðan hafa átt sér stað. Eftir að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að dómar fjórmenninganna fælu í sér mannréttindabrot gagnvart dómþolum hafa dómararnir lagt niður störf og dómstólasýslan bókað um að þeir geti „að óbreyttu ekki tekið þátt í dómstörfum“. 

Þótt dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi ekki beina réttarverkan á Íslandi, og þótt 61. gr. stjórnarskrárinnar mæli fyrir um að dómurum verði ekki vikið úr embætti nema með dómi, er ljóst að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hefur sannarlega haft áhrif á stöðu dómaranna og vakið spurningar um framtíð þeirra við Landsrétt og bærni þeirra til að kveða upp dóma í ljósi þjóðréttarskuldbindinga Íslands. 

Fékk greitt í janúar

Samkvæmt reglum um aukastörf dómara er dómurum óheimilt að taka að sér önnur störf án þess að fá til þess heimild nefndar um dómarastörf fyrirfram og almennt er dómurum ekki heimilt að veita lögfræðilega ráðgjöf gegn endurgjaldi. 

Þegar Stundin ræddi við Davíð Þór í fyrra kom fram að hann hefði enn ekki þegið greiðslur fyrir störfin og ef slíkar greiðslur samrýmdust ekki reglum um aukastörf dómara myndi hann ekki þiggja þær. „Ég er búinn að fá borgað fyrir þetta,“ sagði hann þegar Stundin hafði aftur samband við hann á dögunum. 

Í svari við fyrirspurn Stundarinnar til forsætisráðuneytisins kemur fram að reikningur hafi borist frá Davíð Þór 9. janúar síðastliðinn og verið greiddur 18. janúar. „Upphæð reiknings var 1.562.400 kr. með vsk.,“ segir Ágúst Geir Ágústsson, skrifstofustjóri skrifstofu yfirstjórnar í forsætisráðuneytinu. 

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður gagnrýndi Davíð Þór harðlega í samtali við Stundina í fyrra og lýsti þeirri skoðun að með ráðgjöf sinni hefði Davíð Þór gert sig vanhæfan í öllum málum sem varða íslenska ríkið. „Ef að embættisdómari tekur að sér ráðgjafarstörf og lögmannsstörf fyrir framkvæmdarvaldið er það mjög  alvarlegt. Hann hefur þá dæmt sig úr leik,“ sagði Vilhjálmur.

„Ég bara gerði þetta í góðri trú og
það er ekkert meira um það að segja“

Þegar Stundin bar þessa gagnrýni undir Davíð Þór sagði hann: „Já, við höfum farið í gegnum þetta. Það verður bara einhver að skera úr um það. Ég geri enga athugasemd við það, ég bara gerði þetta í góðri trú og það er ekkert meira um það að segja. Ef einhverjir aðrir eru ósammála því, þá er lítið sem ég get gert í því.“ 

Taldi fréttaflutning um þá Davíð Oddsson sýna að setja þyrfti lög um eignarhald fjölmiðla

Tilnefning sætti gagnrýniUmræðan um fjölmiðlafrumvarpið var býsna harðskeytt og DV sló því upp í fyrirsögn að ríkisstjórnin hefði „verðlaunað“ Davíð Þór með því að tilnefna hann til MDE. Davíð var lagaprófessor við HR á þessum tíma og hafði gegnt formennsku í nefnd um lagaumhverfi fjölmiðla.

Davíð Þór Björgvinsson starfaði sem dómari við Mannréttindadómstól Evrópu í níu ár. Skömmu áður en hann var tilnefndur sem dómaraefni fyrir Íslands hönd hafði Davíð Þór gegnt formennsku í fjölmiðlanefnd ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar og komið að vinnu við gerð hins umdeilda fjölmiðlafrumvarps. Í aðdraganda alþingiskosninganna 2003 skrifaði hann lofgrein í Morgunblaðið um árangur ríkisstjórna Sjálfstæðisflokksins hvað varðar réttaröryggi borgara, neytendavernd og gagnsæi í opinberri stjórnsýslu. 

Þann 28. apríl 2004 birti DV frétt með yfirskriftinni „Ríkisstjórnin verðlaunar formann fjölmiðlanefndar“ þar sem fram kom að Björn Bjarnason, þáverandi dómsmálaráðherra, hefði skipt Hjördísi Hákonardóttur út fyrir Davíð Þór á tilnefningarlista til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skömmu áður hafði kærunefnd jafnréttismála komist að þeirri niðurstöðu að Björn Bjarnason hefði brotið jafnréttislög með því að skipa Ólaf Börk Þorvaldsson, frænda Davíðs Oddssonar og bróður núverandi forseta Landsréttar, í Hæstarétt, enda hefði Hjördís verið hæfari en Ólafur Börkur. 

„Það er verið að þjóna hagsmunum
eigendanna með þessu“

Daginn eftir að DV birti fréttina tjáði Davíð Þór sig um hana á hádegisverðarfundi Lögfræðingafélags Íslands og sagði fjölmiðlaumfjöllunina um sig og Davíð Oddsson undirstrika þörfina á lagasetningu um eignarhald fjölmiðla. „Það er verið að þjóna hagsmunum eigendanna með þessu og engu öðru. Það er engin ástæða til þess að gera þetta … engin önnur skynsamleg ástæða til þess að gera þetta akkúrat þessa dagana. En þetta er bara lýðræðislegt þjóðfélag og við unum því, en þetta er bara staðreynd og til lengri tíma þá hlýtur fjölmiðill að taka mið af hagsmunum eiganda síns. Ég meina, hvaða skynsemi er í að halda öðru fram?“ 

Lagaákvæði sniðið að Davíð

Davíð Þór var talinn á meðal hæfustu umsækjenda um stöðu Landsréttardómara árið 2017 og skipaður af ráðherra með staðfestingu Alþingis og forseta um sumarið. Á þeim tíma var hann settur ríkissaksóknari í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. Til að Davíð Þór gæti lokið þeirri vinnu og frestað því að hefja störf sem landsréttardómari ákvað Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra að mæla fyrir sérstökum lagabreytingum.

Mælti fyrir bráðabirgðaákvæðiSigríður Á. Andersen mælti fyrir og fékk samþykkta lagabreytingu sem tryggði að Davíð Þór gat klárað vinnu við saksókn Guðmundar- og Geirfinnsmála áður en hann tók til starfa við Landsrétt.

„Nú háttar svo til að einn þeirra sem hlotið hefur skipun sem dómari við Landsrétt hefur síðastliðna mánuði verið settur ríkissaksóknari í svonefndum Guðmundar- og Geirfinnsmálum,“ sagði Sigríður Á. Andersen á Alþingi þann 16. desember 2017. „Núna er orðið ljóst að meðferð þessara mála verður ekki lokið þann 1. janúar nk. þegar Landsréttur tekur til starfa og skipunartími umrædds dómara tekur gildi. Af augljósum ástæðum þykir ekki rétt að sami einstaklingur gegni embættum landsréttardómara og setts ríkissaksóknara samhliða, en aftur á móti standa allar hagkvæmnisástæður til þess að hann ljúki störfum sem settur ríkissaksóknari fremur en að til starfans verði settur nýr einstaklingur enda er um afar umfangsmikil mál að ræða.“

Þannig var eftirfarandi bráðabirgðaákvæði, sniðið sérstaklega að aðstæðum Davíðs Þórs, samþykkt á Alþingi 22. desember 2017: „Nú óskar skipaður dómari við Landsrétt leyfis frá störfum fyrir 1. janúar 2018 og getur ráðherra þá veitt slíkt leyfi til allt að þriggja mánaða ef sérstakar ástæður þykja til. Nú fær dómari við Landsrétt leyfi samkvæmt þessu ákvæði og verður annar dómari þá ekki settur í hans stað.“

Athugasemd: Áður stóð í fréttinni að Hjördís Hákonardóttir, formaður nefndar um dómarastörf, hefði staðfest við Stundina í fyrra að nefndin teldi reglur um aukastörf dómara eiga við „frá þeim tíma sem dómari hefur verið skipaður í embætti“. Hið rétta er að orðin eru ekki tilvitnun í svar hennar við fyrirspurn Stundarinnar heldur svar við fyrirspurn hæstaréttarlögmanns sem sendi nefndinni kvörtun. Beðist er velvirðingar á þessu.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skipun dómara við Landsrétt

Saga Landsréttarmálsins: Hver ber ábyrgð?
ÚttektSkipun dómara við Landsrétt

Saga Lands­rétt­ar­máls­ins: Hver ber ábyrgð?

Yf­ir­deild MDE átel­ur Sig­ríði And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, fyr­ir þátt henn­ar í Lands­rétt­ar­mál­inu. Hæstirétt­ur og Al­þingi, þá und­ir meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisn­ar og Bjartr­ar fram­tíð­ar, fá einnig gagn­rýni. Yf­ir­deild­in seg­ir gjörð­ir Sig­ríð­ar vekja rétt­mæt­ar áhyggj­ur af póli­tískri skip­un dóm­ara.
Fjölskylduvítið
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
PistillSkipun dómara við Landsrétt

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Fjöl­skyldu­vít­ið

Ís­lenska stjórn­mála­fjöl­skyld­an hef­ur öll meg­in­ein­kenni sjúkr­ar fjöl­skyldu út frá kenn­ing­um um með­virkni enda al­in upp við sjúk­leg­ar að­stæð­ur. Í því ljósi er for­vitni­legt að skoða „póli­tískt at og óvirð­ingu Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins í Strass­bourg við Al­þingi Ís­lend­inga“ sem „skipt­ir víst engu máli þeg­ar upp er stað­ið“.
Yfirlýstur andstæðingur Mannréttindadómstólsins flutti erindi á afmæli Hæstaréttar
FréttirSkipun dómara við Landsrétt

Yf­ir­lýst­ur and­stæð­ing­ur Mann­rétt­inda­dóm­stóls­ins flutti er­indi á af­mæli Hæsta­rétt­ar

Dansk­ur pró­fess­or sem er þekkt­ur fyr­ir að vilja að Dan­ir hætti að lúta dóm­um Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu flutti ávarp á af­mæl­is­sam­komu Hæsta­rétt­ar. Boð­ið vek­ur at­hygli þar sem máls­með­ferð Ís­lands vegna Lands­rétt­ar­máls­ins hjá yf­ir­deild MDE stend­ur nú yf­ir.

Mest lesið

Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
1
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Segir íslenskt kórastarf geta stuðlað að aukinni inngildingu
3
FréttirForsetakosningar 2024

Seg­ir ís­lenskt kór­astarf geta stuðl­að að auk­inni inn­gild­ingu

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hvetja út­lend­inga til að „læra tungu­mál­ið okk­ar í gegn­um söng og ís­lensk­una.“ Halla Hrund seg­ir að við þurf­um að vera að­eins meira skap­andi í því hvernig við nálg­umst við­fangs­efni inn­flytj­enda. Hún var með­al for­setafram­bjóð­enda sem mættu í pall­borð­sum­ræð­ur í síð­asta þætti Pressu.
Var dæmdur til dauða fyrir hryðjuverk
5
ViðtalÚkraínustríðið

Var dæmd­ur til dauða fyr­ir hryðju­verk

Bret­inn Shaun Pinner var ný­kom­inn úr löngu sam­bandi og fann fyr­ir lífs­kreppu sem marg­ir á miðj­um aldri upp­lifa. Hans lausn við henni var að fara til Úkraínu og þjálfa her­menn. Pinner var hand­tek­inn, stung­inn og pynt­að­ur af Rúss­um en var svo hluti af stór­um fanga­skipt­um sem áttu sér stað milli stríð­andi fylk­inga í sept­em­ber 2022. Ósk­ar Hall­gríms­son ræddi við Pinner.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
1
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
4
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Sleppti máltíðum til þess að komast frá Ásbrú
8
Greining

Sleppti mál­tíð­um til þess að kom­ast frá Ás­brú

„Stans­laust von­leysi vakn­ar um leið og þú mæt­ir,“ seg­ir ung­ur venesú­elsk­ur hæl­is­leit­andi um Ás­brú. Þar hafi ver­ið ómögu­legt fyr­ir hann, eða nokk­urn mann, að að­lag­ast ís­lensku sam­fé­lagi – sem er at­riði sem stjórn­mála­menn þvert á flokka hafa sagt mik­il­vægt. Fé­lags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra hef­ur sagst vilja fleiri bú­setu­úr­ræði á borð við Ás­brú.
Þórður Snær Júlíusson
9
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Elsku ráð­herr­ar, hætt­ið að gefa Ís­land

Nú stend­ur til að gefa norsk­um lax­eld­is­fyr­ir­tækj­um ís­lenska firði til eign­ar. Þeg­ar er bú­ið að gefa ör­fá­um út­gerð­ar­fjöl­skyld­um hundruð millj­arða króna hið minnsta af fé sem ætti að hafa far­ið í sam­fé­lags­lega upp­bygg­ingu. Vilji er til þess að gefa einka­að­il­um vindorku en eng­inn vilji til þess að rukka ferða­þjón­ustu fyr­ir nýt­ingu á al­manna­g­æð­um. Hvað geng­ur ís­lensk­um ráða­mönn­um eig­in­lega til?

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár