Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslensk stjórnvöld mótmæla sjaríalögum og grýtingum á samkynhneigðum í Brúnei

„Rétt­indi hinseg­in fólks eru grund­vall­ar­þátt­ur í mann­rétt­inda­stefnu Ís­lands og við leggj­um mikla áherslu á þau í störf­um okk­ar í mann­rétt­inda­ráð­inu,“ seg­ir ut­an­rík­is­ráð­herra.

Íslensk stjórnvöld mótmæla sjaríalögum og grýtingum á samkynhneigðum í Brúnei

Íslensk stjórnvöld, í samstarfi við 35 ríki sem tilheyra bandalagi ríkja um réttindi hinseginfólks, hafa fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Brúnei að hrinda í framkvæmd sjaríalögum sem kveða meðal annars á um að grýta megi samkynhneigða til bana.

Í sameiginlegri yfirlýsingu eru stjórnvöld í Brúnei hvött til að afturkalla breytingarnar og tryggja að öll refsilöggjöf í landinu sé í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Brúnei á sviði mannréttinda. 

„Það er dapurlegt að enn þann dag í dag skuli hinsegin fólk sæta slíkum ofsóknum af hálfu stjórnvalda að lífi þess sé ógnað. Réttindi hinsegin fólks eru grundvallarþáttur í mannréttindastefnu Íslands og við leggjum mikla áherslu á þau í störfum okkar í mannréttindaráðinu,“ er haft eftir Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í tilkynningu á ráðuneytisvefnum. „Þessi réttindi eru aldrei afstæð heldur gilda þau alltaf, alls staðar. Þess vegna hvorki getum við né megum láta þessar ákvörðun stjórnvalda í Brúnei átölulausa.“ 

Ákvörðun Brúnei um að hrinda sjaría-lögum í framkvæmd hefur verið fordæmd víða um heim frá því að tilkynnt var um hana um síðustu mánaðamót. Ísland gerðist aðili að Equal Rights Coalition,bandalagi ríkja um réttindi hinseginfólks, á síðasta ári en bandalagið var sett á laggirnar árið 2014 og telur á fimmta tug ríkja í Evrópu, Suður- og Norður-Ameríku og Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Alþjóðamál

Þunna línan á milli þjóðernisstolts og oflátungsháttar
GreiningUppgjörið við uppgjörið

Þunna lín­an á milli þjóð­ern­is­stolts og of­látungs­hátt­ar

InD­efence-hóp­ur­inn svo­kall­aði beitti þjóð­ern­is­legri orð­ræðu í áróð­urs­stríði við Breta, að mati Markús­ar Þór­halls­son­ar sagn­fræð­ings. Sótt var í 20. ald­ar sögu­skoð­un um gull­öld og nið­ur­læg­ing­ar­tíma­bil Ís­lend­inga­sög­unn­ar. 83 þús­und manns skrif­uðu und­ir „Iceland­ers are not terr­orists“-und­ir­skriftal­ist­ann og hóp­ur­inn or­sak­aði fyrstu þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu lýð­veld­is­tím­ans.
Misskiptingin eykst á feikihraða og ógnar lýðræðinu
ErlentAlþjóðamál

Mis­skipt­ing­in eykst á feik­i­hraða og ógn­ar lýð­ræð­inu

Sex ein­stak­ling­ar eiga nú jafn mik­ið og helm­ing­ur mann­kyns. Auð­ur­inn sóp­ast frá þeim sem minnst eiga og safn­ast á hend­ur hinna fáu sem eiga mest. Sér­fræð­ing­ar ótt­ast að hin sí­vax­andi mis­skipt­ing ýti enn frek­ar und­ir sókn hægri po­púl­ista á Vest­ur­lönd­um. Mis­skipt­ing­in minnst í þeim ríkj­um þar sem efna­hags­legt lýð­ræði er mest.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár