Eignarhald á einum stærsta hluthafa Kviku banka og stóru fasteignafélagi sem er í eignastýringu hjá bankanum er í gegnum félag í skattaskjólinu Guernsey á Ermarsundi. Félagið heitir Res Limited og var stofnað á Guernsey árið 2009 samkvæmt tilkynningu sem Kvika banki sendi til embættis ríkisskattstjóra í lok mars síðastliðinn. Í tilkynningunni er vísað til staðfestingar frá fyrirtækjaskránni á Guernsey þar sem fram kemur að félagið sé virkt og starfandi og er beðið um íslenska kennitölu fyrir Guernsey-félagið svo það geti stundað bankaviðskipti á Íslandi.
Félagið Res Limited á tæplega 70 prósenta hlut í eignarhaldsfélaginu Res II ehf. sem á rúmlega 5 prósenta hlut í Kviku banka og það á 25 prósenta hlut í fasteignafélaginu Kaldalóni sem orðið er nokkuð umsvifamikið í fasteignauppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu og keypti meðal annars nýlega lóðina við Hringbrautina í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem verslunin Víðir var áður, gengt JL-húsinu. Kaldalón hyggur einnig á stórfellda íbúðauppbyggingu í …
Athugasemdir