Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Tórtólafélag samkvæmt ráðgjöf Landsbankans Miðað við orð Skúla sjálfs var það ríkisbankinn Landsbanki Íslands sem ráðlagði honum að stofna félag í skattastkjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín. Umsókn Tortólafélagsins um íslenska kennitölu sést hér.

Skúli Mogensen, fjárfestir sem rær nú að því öllum árum að reisa flugfélagið WOW-air aftur við í kjölfar gjaldþrot þess, notaði eignarhaldsfélag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf í hugbúnaðarfyrirtækinu OZ og fleiri tæknifyrirtækjum á árunum í kringum síðustu aldamót. Félagið hét Pallium International Limited og yfirtók Landsbanki Íslands félagið vegna skulda þess við bankann árið 2002. Skúli skuldaði Landsbankanum um 1200 milljónir króna á þessum tíma. 

Fjallað er um Tortólufélagið í grein í Stundinni um viðskiptasögu Skúla Mogensen. 

Viðskiptasaga Skúla í Landsbanka Íslands og notkun hans á umræddu Tortólafélagi er hluti af stærri sögu um hvernig Skúli náði að efnast vel eftir að fyrirtækið sem hann stýrði, OZ, hafði verið yfirtekið af Landsbanka Íslands árið 2002. Skúli fékk svo að kaupa eignir OZ aftur af Landsbanka Íslands eftir að bankinn hafði verið einkavæddur og seldur til nýrra eigenda, feðganna Björgólfs Guðmundssonar og sonar hans, Björgólfs Thors Björgólfssonar. Landsbankinn hafði þá sett þessar eignir inn í kanadadískt dótturfélag sem Skúli stýrði en svo eignaðist hann félagið, ásamt samstarfsmönnum sínum hjá OZ, og stýrði félaginu til ársins 2008 þegar það var selt fyrir ótilgreint verð - fleiri milljarða króna - til finnska farsímarisans Nokia sem á þeim tíma var eitt stærsta farsímafyrirtæki í heimi. 

  „Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag“

Landsbankinn og Mossack Fonseca

Notkun Skúla á umræddu Tortólafélagi hefur aldrei komið fram áður opinberlega og hún vekur nokkra athygli. Landsbanki Íslands átti síðar eftir að verða stór viðskiptavinur panömsku lögmannsstofunnar Mossack Fonseca, eins og varð opinbert þegar Panamaskjölin rötuðu í fjölmiðla, og ráðlagði bankinn viðskiptavinum sínum að stofna eignarhaldsfélög í skattaskjólum til að halda utan um fjárfestingar sínar. 

Ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði hins vegar byrjað að veita slíka þjónustu fyrir einkavæðingu bankans, líkt og félag Skúla og fleiri sambærileg dæmi sýna fram á,  og beindi viðskiptavinum sínum í þá átt að stofna félög í skattaskjólum. 

Um stofnun félagsins segir Skúli: „Varðandi OZ þá er það rétt að Landsbankinn tók það yfir 2002. Á þeim tíma hafði ég fjárfest töluvert í öðrum hátæknifyrirtækjum bæði á Íslandi svo og erlendis.  Ég var sjálfur á þessum árum á stöðugu flakki og bjó um tíma í Bandaríkjunum, Íslandi, Svíþjóð og Kanada. Mig minnir en vil ekki fullyrða það að það hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans á þeim tíma að setja eignirnar í eignarhaldsfélag [Pallium International Limited] með þessum hætti og tóku þeir veð í því. Þess má líka geta að það tókst sem betur fer að endurreisa OZ aftur með glæsibrag og þar með að gera upp við Landsbankann samkvæmt uppgjöri okkar við þá á þeim tíma.“

Aflsáttur út á afskriftirBjörgólfsfeðgar fengu 400 milljóna króna afslátt af Landsbanka Íslands út af afskriftum til Skúla Mogensen.

Útlánin til Skúla voru ekki færð niður

Nafn umrædds Tortólufélags kemur fram í minnisblaði frá endurskoðendaskrifstofunni PWC þarf sem fjallað er um afskriftarþörf út af lánveitingum til Skúla en DV greindi frá umræddu minnisblaði árið 2013. 

Í minnisblaði PWC sagði að færa þyrfti útlán til Skúla meira niður: „Útlán til Skúla nema 666 m.kr. og bókfært verð yfirtekins eignasafns 517 eða 1183 m.kr. samtals. Framlag í afskriftarsjóð er 100 m.kr. Til tryggingar yfirdráttarskuldar og erlends láns, samtals að fjárhæð 666 m.kr. er talið safn hlutabréfa í OZ og öðrum hátæknifyrirtækjum að matsverði 520 milljónir. Óvissa um veðtöku er til staðar […] Eignasafnið er metið á ætluðu markaðsvirði en raunveruleg viðskipti með þessi bréf eru nánast engin.“

Landsbankinn hafði sem sagt ekki fært niður útlánin töpuðu til Skúla Mogensen en slíkt hefði rýrt eignir bankans. Þetta er gagnrýnt í minnisblaði endurskoðendanna. „Hér virðist í fljótu bragði vera um að ræða tryggingarvöntun og ofmat eigna að fjárhæð 400 m.kr. (146+254) en aðeins 100 m.kr. lagðar til afskriftarsjóðs útlánsins. Þá er aðfinnsluverður losarabragur á frágangi mála og afhendingu veðsettra bréfa og keyptra sem eykur enn á óvissu og áhættu tengdum þessum málum. Þess má geta að í vinnuskjali útlánaeftirlits dags 27. nóv. 2001 er tryggingarvöntun talin 401 m.kr. og gert ráð fyrir að framlag í afskriftasjóð þyrfti að vera 400 m.kr. Að auki er gerð sú athugasemd að mikil óvissa ríki um seljanleika væntanlegra veða.“

Afsláttur veittur út á afskriftir Skúla

Eins og kemur fram í grein Stundarinnar um viðskiptasögu Skúla þá kom það í ljós eftir að Björgólfsfeðgar tóku við bankanum að eignasafn bankans, meðal annars veð á bak við lánveitingar til Skúla Mogensen, var ofmetið. Fyrir vikið fengu Björgólfsfeðgar 700 milljóna króna afslátt á Landsbanka Íslands og voru 400 milljónir króna af afslættinum út af ofmetnum lánum til Skúla Mogensen og áðurnefnds eignarhaldsfélags Pallium International.

Um þetta sagði Valgerður Sverrisdóttir í svari á Alþingi í nóvember árið 2003:  „Já, það hefur verið gengið endanlega frá söluverði bankanna. Söluverð Landsbankans vegna sölu til Samsonar, sem var 45,8% hlutur, var 139 millj. dollara, þ.e. um 12,3 milljarðar kr. miðað við gengi dollarans þegar gengið var frá samkomulaginu um kaupin. Síðan hefur krónan styrkst gagnvart dollar. Það kemur hins vegar ekki að sök því að fjárhæðin er að fullu nýtt til að greiða niður erlend lán. Í samræmi við kaupsamninginn hafa sérstakir trúnaðarendurskoðendur farið yfir ólíkt mat samningsaðila á afskrifta­þörf Landsbankans. Niðurstaðan af því mati er að lækka skuli kaupverð bankans um 700 millj. kr. í samræmi við kaupsamninginn.“

Á endanum greiddi eignarhaldsfélag þeirra Björgólfsfeðga, Samson, því 11,6 milljarða króna fyrir bankann í stað 12,3 milljarða króna og varð íslenska ríkið því af 700 milljónum af kaupverðinu, sem jafngildir 1,4 milljörðum króna að núvirði. Meira en helmingur af þessu var vegna þess að ríkisbankinn Landsbanki Íslands hafði tekið mikla áhættu þegar bankinn lánaði Skúla Mogensen og eignarhaldsfélagi hans meira en milljarð króna, meðal annars til að kaupa áhættusöm hlutabréf í tækni-og sprotafyrirtækjum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.

Mest lesið

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Það sem bankarnir hafa grætt á hækkunarskeiðinu
5
Fréttir

Það sem bank­arn­ir hafa grætt á hækk­un­ar­skeið­inu

Fyrr í vik­unni batt pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Ís­lands endi á þriggja og hálfs árs langt stýri­vaxta­hækk­un­ar­skeið. Meg­in­vext­ir bank­ans voru lækk­að­ir um 0,25 pró­sent en höfðu stað­ið óbreytt­ir í 9,25 pró­sent­um sam­fleytt í 58 vik­ur. Frá 2021 til júní á þessu ári hafa þrír stærstu við­skipta­bank­ar lands­ins hal­að inn 462 millj­örð­um króna í hrein­ar vaxta­tekj­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
1
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
4
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
5
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
6
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
5
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár