Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
Stýrir fjárfestingum lífeyrissjóðanna Eggert Claessen stýrir fjárfestingum lífeyrissjóða í gegnum fyrirtækið Frumtak og sést hér á mynd þegar nýr sjóður, Frumtak II, var kynntur í fyrra. Hann undirstrikar að hann hafi ekki stundað fjárfestingar í gegnum Tortólu eftir að hann byrjaði að stýra Frumtaki árið 2008.

Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Frumtaks sem er að stóru leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, var eigandi og stjórnandi félaga í skattaskjólinu Tortólu á árunum fyrir hrunið og eftir það. Viðskipti Eggerts á Tortólu ná allt til ársins 2012 þegar eignarhaldsfélag í hans eigu, Vitta ehf., varð hluthafi í einu Tortólafélaginu sem hann tengist. Félög sem Eggert átti eða stýrði fengu meðal annars lán frá Landsbankanum í Lúxemborg til að fjárfesta í hlutabréfum í Landsbanka Íslands og stunda annars konar viðskipti. Félögin sem Eggert tengist á Tortólu eru meðal annars félög sem heita Caldex Holdings Ltd., A24 International Ltd. og AE Partners Ltd. 

Þetta kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu, viðskiptagögnum frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem lekið var til þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og þaðan til blaðamannasamtakanna ICIJ. Stundin vinnur greinina í samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf. en sá miðill fékk gögnin frá ICIJ og heldur utan um umfjöllun um þau á Íslandi. 

Meðfjárfestar Eggerts og samstarfsmenn í umræddum Tortóla-fyrirtækjum eru þeir Ágúst Guðmundsson og Ágúst Björnsson. Eggert og Ágúst Guðmundsson voru viðskiptafélagar í upplýsingatækniiðnaðinum á Íslandi í kringum síðustu aldamót og áttu meðal annars saman fyrirtækið Tölvumiðlun sem vann að gerð upplýsingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir. 

Þeir voru um tíma báðir prókúruhafar Tortóla-félagsins AE Partners Ltd. á árunum 2005 til 2007 samkvæmt Panama-skjölunum og svo átti hvor þeirra um sig sitt eigið Tortóla-félag. 

Umboð Eggerts
Umboð Eggerts Skjalið sýnir umboð Eggerts og eiginkonu hans yfir Caldex á Tortólu.

„Þetta var ekki skattaundanskot“

Eggert segir að fyrirtæki hans Caldex Holdings Ltd. hafi verið stofnað af Landsbankanum í Lúxemborg þegar hann gerði eignastýringarsamning við bankana. Í Panama-skjölunum er meðal annars að finna upplýsingar um 20 milljóna lán frá Landsbankanum í Lúxemborg til Caldex frá árinu 2004 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Eggert segist hafa gefið fyrirmæli um að félagið yrði leyst upp í febrúar árið 2008. Hann segir að eignastýring Landsbankans í Lúxemborg hafa haft umboð til að stunda fjárfestingar fyrir hans hönd í gegnum Caldex. 

Hann segir að á þeim tíma sem félagið var stofnað fyrir hans hönd hafi stofnun slíkra félaga verið algeng í bönkunum. „Þú verður að athuga að þetta er árið 2000. Þetta er svo gamalt; þetta var bara standard þjónustuframboð á þessum tíma. Ég hef ekkert að fela í þessu máli. Þetta var ekki skattaundanskot og þetta var allt gefið upp á framtalinu mínu.“

„Ég hef ekkert að fela í þessu máli.“

Eggert segir að stofn þeirra fjármuna sem hann hafi verið með í eignastýringu í Lúxemborg hafi verið söluhagnaður af fyrirtæki sem hann seldi um aldamótin auk þess sem hann fékk lán frá bankanum. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég endaði á að skulda þeim eitthvað. Í hruninu hreinsaði ég allt út og hef ekki keypt nein hlutabréf síðan. Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið. Ég hef ekki haft trú á þessum hluta markaðarins eftir að þetta gerðist, eftir hrun.“

Sex lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar

Frumtak, fyrirtækið sem Eggert stýrir, er fjárfestingarsjóður sem stofnaður var rétt eftir hrunið árið 2008 og er stærsti hluthafi sjóðsins Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 37 prósenta hlut. Þar á eftir koma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður með samtals tæplega 30 prósenta eignarhlut. Stóru viðskiptabankarnir þrír eru einnig í  hluthafahópnum auk Sameinaða lífeyrissjóðsins, Stapa lífeyrissjóðs og Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. 

Frumtak II er svo annar fjárfestingarsjóður sem Eggert stýrir auk þess sem hann á sjálfur hlut í þeim sjóði í gegnum fjárfestingarfélag sem heitir Eniga ehf. Eignarhald á þeim sjóði er nær alfarið í höndum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi eru stærstu hluthafarnir með tæplega 20 prósenta hlut hver. Sá sjóður var stofnaður í ársbyrjun í fyrra.

Frumtaks-sjóðirnir hafa fjárfest í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi á síðustu árum. Meðal annars í Arctic Trucks, Meniga og Cintamani. 

Eggert undirstrikar að hann hafi verið hættur að nota félagið á Tortólu þegar hann varð framkvæmdastjóri Frumtaks og að hann hafi verið í „góðri trú“ þegar hann stofnaði það í gegnum Landsbankann í Lúxemborg.

Gerði aldrei neitt segir Ágúst

Í samtali við Stundina segir Ágúst Guðmundsson að þeir Eggert hafi stofnað AE Partners vegna fjárfestinga sem þeir hugðust fara í erlendis en að svo hafi ekkert orðið af þeim fjárfestingum og að Ágúst Björnsson hafi tekið fyrirtækið yfir. „AE Partners var félag sem var stofnað til að vera evrópskt dótturfélag bandarísks félags sem heitir Alterna. Þetta átti að vera Alterna Europe. En það varð ekkert úr þessu. Við reyndum að fara af stað með þetta en þetta gekk ekki.“

Aðspurður um af hverju þeir hafi notað félag á Bresku Jómfrúareyjum undir þessa ætluðu starfsemi segir Ágúst að það hafi verið auðveld lausn. „Þetta var erlend starfsemi og miklu auðveldara að stofna bankareikning þarna en í Bretlandi. Það getur tekið tvo eða þrjá mánuði. Þannig að þetta var bara einfaldara.“ Eggert segir sömu sögu um þetta félag og Ágúst Guðmundsson og segir hann að hann hafi meira að segja nánast verið búinn að gleyma tilvist þess.

Auk AE Partners þá var Ágúst Guðmundsson prókúruhafi félagsins A24 International Ltd., ásamt eiginkonu sinni, og segir hann að það hafi verið stofnað til að stunda fjárfestingar. „Þetta var bara okkar félag,“ segir Ágúst en í Panam-skjölunum kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars greitt kredikortareikninga fyrir þau hjónin og er sérstök stjórnarsamþykkt þar sem þessi heimild er veitt. „Þetta félag borgaði meðal annars ferðakostnað,“ segir Ágúst um þetta atriði.

Í Panama-skjölunum er svo meðal annars að finna lánasamning á milli A24 International Ltd. og Landsbankans í Lúxemborg upp á 120 milljónir króna. 

Varð hluthafi vegna skuldauppgjörs
Varð hluthafi vegna skuldauppgjörs Íslensk fyrirtæki Eggerts varð hluthafi í Caldex á Tortólu vegna skuldauppgjörs við Landsbankann í Lúxemborg árið 2012. Skjalið sýnir hvernig íslenska fyrirtækið varð hluthafi í félaginu.

Félag Eggerts varð hluthafi í Caldex

„Þetta er hluti af ennþá leiðinlegri þætti í þessari sögu,“ segir Eggert aðspurður um af hverju eignarhaldsfélag hans, Vitta ehf., hafi orðið hluthafi í Tortóla-félagi hans, Caldex, árið 2012. Hann segir að þetta hafi verið gert eftir hrun vegna þess að Landsbankinn í Lúxemborg hafi gert kröfu um að félagið sem átti eignir í bankanum væri starfandi og því hafi hann orðið að endurvekja félagið til að geta náð eignum þess út úr búinu í Lúxemborg. Hann lét því Vittu ehf. vera hluthafa í Tortóla-félaginu þar sem það félag hefur stundað viðskipti í gengum Landsbankann í Lúxemborg - félagið á meðal annars orlofshús á Spáni. „Fyrir mér þá var þetta ekki neinn rekstur,“ segir Eggert aðspurður um þennan þátt í starfsemi Caldex. 

Í kjölfarið var félagið afskráð segir Eggert. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár