Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“

Eggert Claessen, fram­kvæmda­stjóri Frum­taks, átti fyr­ir­tæki í skatt­skjól­inu Tor­tólu sem fékk lán til fjár­fest­inga á ár­un­um fyr­ir hrun. Hann seg­ir að fé­lag­ið hafi ver­ið stofn­að að und­ir­lagi Lands­bank­ans í Lúx­em­borg. Frum­tak sér um rekst­ur tveggja fjár­fest­ing­ar­sjóða þar sem líf­eyr­is­sjóð­irn­ir eru stór­ir hlut­haf­ar.

Panama-skjölin: „Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið“
Stýrir fjárfestingum lífeyrissjóðanna Eggert Claessen stýrir fjárfestingum lífeyrissjóða í gegnum fyrirtækið Frumtak og sést hér á mynd þegar nýr sjóður, Frumtak II, var kynntur í fyrra. Hann undirstrikar að hann hafi ekki stundað fjárfestingar í gegnum Tortólu eftir að hann byrjaði að stýra Frumtaki árið 2008.

Eggert Claessen, framkvæmdastjóri fjárfestingarsjóðsins Frumtaks sem er að stóru leyti í eigu íslenskra lífeyrissjóða, var eigandi og stjórnandi félaga í skattaskjólinu Tortólu á árunum fyrir hrunið og eftir það. Viðskipti Eggerts á Tortólu ná allt til ársins 2012 þegar eignarhaldsfélag í hans eigu, Vitta ehf., varð hluthafi í einu Tortólafélaginu sem hann tengist. Félög sem Eggert átti eða stýrði fengu meðal annars lán frá Landsbankanum í Lúxemborg til að fjárfesta í hlutabréfum í Landsbanka Íslands og stunda annars konar viðskipti. Félögin sem Eggert tengist á Tortólu eru meðal annars félög sem heita Caldex Holdings Ltd., A24 International Ltd. og AE Partners Ltd. 

Þetta kemur fram í Panama-skjölunum svokölluðu, viðskiptagögnum frá panamísku lögmannsstofunni Mossack Fonseca sem lekið var til þýska blaðsins Süddeutsche Zeitung og þaðan til blaðamannasamtakanna ICIJ. Stundin vinnur greinina í samstarfi við fjölmiðlafyrirtækið Reykjavík Media ehf. en sá miðill fékk gögnin frá ICIJ og heldur utan um umfjöllun um þau á Íslandi. 

Meðfjárfestar Eggerts og samstarfsmenn í umræddum Tortóla-fyrirtækjum eru þeir Ágúst Guðmundsson og Ágúst Björnsson. Eggert og Ágúst Guðmundsson voru viðskiptafélagar í upplýsingatækniiðnaðinum á Íslandi í kringum síðustu aldamót og áttu meðal annars saman fyrirtækið Tölvumiðlun sem vann að gerð upplýsingakerfa fyrir heilbrigðisstofnanir. 

Þeir voru um tíma báðir prókúruhafar Tortóla-félagsins AE Partners Ltd. á árunum 2005 til 2007 samkvæmt Panama-skjölunum og svo átti hvor þeirra um sig sitt eigið Tortóla-félag. 

Umboð Eggerts
Umboð Eggerts Skjalið sýnir umboð Eggerts og eiginkonu hans yfir Caldex á Tortólu.

„Þetta var ekki skattaundanskot“

Eggert segir að fyrirtæki hans Caldex Holdings Ltd. hafi verið stofnað af Landsbankanum í Lúxemborg þegar hann gerði eignastýringarsamning við bankana. Í Panama-skjölunum er meðal annars að finna upplýsingar um 20 milljóna lán frá Landsbankanum í Lúxemborg til Caldex frá árinu 2004 til að kaupa hlutabréf í bankanum. Eggert segist hafa gefið fyrirmæli um að félagið yrði leyst upp í febrúar árið 2008. Hann segir að eignastýring Landsbankans í Lúxemborg hafa haft umboð til að stunda fjárfestingar fyrir hans hönd í gegnum Caldex. 

Hann segir að á þeim tíma sem félagið var stofnað fyrir hans hönd hafi stofnun slíkra félaga verið algeng í bönkunum. „Þú verður að athuga að þetta er árið 2000. Þetta er svo gamalt; þetta var bara standard þjónustuframboð á þessum tíma. Ég hef ekkert að fela í þessu máli. Þetta var ekki skattaundanskot og þetta var allt gefið upp á framtalinu mínu.“

„Ég hef ekkert að fela í þessu máli.“

Eggert segir að stofn þeirra fjármuna sem hann hafi verið með í eignastýringu í Lúxemborg hafi verið söluhagnaður af fyrirtæki sem hann seldi um aldamótin auk þess sem hann fékk lán frá bankanum. „Þetta er ástæðan fyrir því að ég endaði á að skulda þeim eitthvað. Í hruninu hreinsaði ég allt út og hef ekki keypt nein hlutabréf síðan. Þessi reynsla varð mér persónulega mjög erfið. Ég hef ekki haft trú á þessum hluta markaðarins eftir að þetta gerðist, eftir hrun.“

Sex lífeyrissjóðir eru stórir fjárfestar

Frumtak, fyrirtækið sem Eggert stýrir, er fjárfestingarsjóður sem stofnaður var rétt eftir hrunið árið 2008 og er stærsti hluthafi sjóðsins Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins með 37 prósenta hlut. Þar á eftir koma Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi lífeyrissjóður með samtals tæplega 30 prósenta eignarhlut. Stóru viðskiptabankarnir þrír eru einnig í  hluthafahópnum auk Sameinaða lífeyrissjóðsins, Stapa lífeyrissjóðs og Söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. 

Frumtak II er svo annar fjárfestingarsjóður sem Eggert stýrir auk þess sem hann á sjálfur hlut í þeim sjóði í gegnum fjárfestingarfélag sem heitir Eniga ehf. Eignarhald á þeim sjóði er nær alfarið í höndum lífeyrissjóðanna. Lífeyrissjóður verslunarmanna og Gildi eru stærstu hluthafarnir með tæplega 20 prósenta hlut hver. Sá sjóður var stofnaður í ársbyrjun í fyrra.

Frumtaks-sjóðirnir hafa fjárfest í fjölmörgum fyrirtækjum á Íslandi á síðustu árum. Meðal annars í Arctic Trucks, Meniga og Cintamani. 

Eggert undirstrikar að hann hafi verið hættur að nota félagið á Tortólu þegar hann varð framkvæmdastjóri Frumtaks og að hann hafi verið í „góðri trú“ þegar hann stofnaði það í gegnum Landsbankann í Lúxemborg.

Gerði aldrei neitt segir Ágúst

Í samtali við Stundina segir Ágúst Guðmundsson að þeir Eggert hafi stofnað AE Partners vegna fjárfestinga sem þeir hugðust fara í erlendis en að svo hafi ekkert orðið af þeim fjárfestingum og að Ágúst Björnsson hafi tekið fyrirtækið yfir. „AE Partners var félag sem var stofnað til að vera evrópskt dótturfélag bandarísks félags sem heitir Alterna. Þetta átti að vera Alterna Europe. En það varð ekkert úr þessu. Við reyndum að fara af stað með þetta en þetta gekk ekki.“

Aðspurður um af hverju þeir hafi notað félag á Bresku Jómfrúareyjum undir þessa ætluðu starfsemi segir Ágúst að það hafi verið auðveld lausn. „Þetta var erlend starfsemi og miklu auðveldara að stofna bankareikning þarna en í Bretlandi. Það getur tekið tvo eða þrjá mánuði. Þannig að þetta var bara einfaldara.“ Eggert segir sömu sögu um þetta félag og Ágúst Guðmundsson og segir hann að hann hafi meira að segja nánast verið búinn að gleyma tilvist þess.

Auk AE Partners þá var Ágúst Guðmundsson prókúruhafi félagsins A24 International Ltd., ásamt eiginkonu sinni, og segir hann að það hafi verið stofnað til að stunda fjárfestingar. „Þetta var bara okkar félag,“ segir Ágúst en í Panam-skjölunum kemur fram að fyrirtækið hafi meðal annars greitt kredikortareikninga fyrir þau hjónin og er sérstök stjórnarsamþykkt þar sem þessi heimild er veitt. „Þetta félag borgaði meðal annars ferðakostnað,“ segir Ágúst um þetta atriði.

Í Panama-skjölunum er svo meðal annars að finna lánasamning á milli A24 International Ltd. og Landsbankans í Lúxemborg upp á 120 milljónir króna. 

Varð hluthafi vegna skuldauppgjörs
Varð hluthafi vegna skuldauppgjörs Íslensk fyrirtæki Eggerts varð hluthafi í Caldex á Tortólu vegna skuldauppgjörs við Landsbankann í Lúxemborg árið 2012. Skjalið sýnir hvernig íslenska fyrirtækið varð hluthafi í félaginu.

Félag Eggerts varð hluthafi í Caldex

„Þetta er hluti af ennþá leiðinlegri þætti í þessari sögu,“ segir Eggert aðspurður um af hverju eignarhaldsfélag hans, Vitta ehf., hafi orðið hluthafi í Tortóla-félagi hans, Caldex, árið 2012. Hann segir að þetta hafi verið gert eftir hrun vegna þess að Landsbankinn í Lúxemborg hafi gert kröfu um að félagið sem átti eignir í bankanum væri starfandi og því hafi hann orðið að endurvekja félagið til að geta náð eignum þess út úr búinu í Lúxemborg. Hann lét því Vittu ehf. vera hluthafa í Tortóla-félaginu þar sem það félag hefur stundað viðskipti í gengum Landsbankann í Lúxemborg - félagið á meðal annars orlofshús á Spáni. „Fyrir mér þá var þetta ekki neinn rekstur,“ segir Eggert aðspurður um þennan þátt í starfsemi Caldex. 

Í kjölfarið var félagið afskráð segir Eggert. 

 
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Panamaskjölin

Hvernig peningaslóð stjórnenda Kaupþings og maka þeirra liggur til Tortólu
Skýring

Hvernig pen­inga­slóð stjórn­enda Kaupþings og maka þeirra ligg­ur til Tor­tólu

Notk­un eig­in­kvenna fyrr­ver­andi stjórn­enda Kaupþings­banka á fé­lög­um á af­l­ands­svæð­inu Kyp­ur er enn eitt dæm­ið um það að þess­ir að­il­ar hafi not­ast við slík fé­lög í við­skipt­um sín­um eft­ir efna­hags­hrun­ið 2008. Hreið­ar Már Sig­urðs­son, fyrr­ver­andi for­stjóri Kaupþings, og eig­in­konu hans tengd­ust til dæm­is fé­lög­um í Pana­maskjöl­un­um og ár­ið 2019 var sagt frá Tor­tóla­fé­lagi sem not­að var til að halda ut­an um eign­ir á Ís­landi sem tengd­ust þeim.
Panamaskjölin: Seldi húsið sitt mánuði fyrir kyrrsetningu í skattamáli
FréttirPanamaskjölin

Pana­maskjöl­in: Seldi hús­ið sitt mán­uði fyr­ir kyrr­setn­ingu í skatta­máli

Sig­urð­ur Gísli Björns­son, at­hafna­mað­ur og fyrr­ver­andi eig­andi fisk­sölu­fy­ir­tæk­is­ins Sæ­marks, seldi hús­ið fyr­ir 185 millj­ón­ir mán­uði áð­ur en eign­ir hans voru kyrr­sett­ar. Rann­sókn­in hef­ur und­ið upp á sig og eru upp­hæð­irn­ar sem tengj­ast meint­um skatta­laga­brot­um í gegn­um Panama hærri en tal­ið var.
Fengu fjölskyldumálverk í hendurnar eftir umfjöllun Stundarinnar
FréttirPanamaskjölin

Fengu fjöl­skyldu­mál­verk í hend­urn­ar eft­ir um­fjöll­un Stund­ar­inn­ar

Skosk­ar mæðg­ur sem komu til Ís­lands í byrj­un árs í leit að svör­um við spurn­ing­um sem leit­að hafa á fjöl­skyldu þeirra eru þakk­lát­ar Ís­lend­ingi sem sendi þeim mál­verk sem var í eigu ömmu þeirra og lang­ömmu á Ís­landi. Gunn­ar Eggert Guð­munds­son taldi rétt­ast að fjöl­skyld­an fengi mál­verk­ið þar sem þau fengu lít­ið sem ekk­ert úr búi Áslaug­ar.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Sólveig Anna sendi bréf á móðurfélög Subway og Hard Rock Cafe
6
Fréttir

Sól­veig Anna sendi bréf á móð­ur­fé­lög Su­bway og Hard Rock Ca­fe

Fé­lög­in sem reka Su­bway og Hard Rock Ca­fé á Ís­landi eru að­il­ar að SVEIT, sem Efl­ing seg­ir að stað­ið hafi fyr­ir stofn­un gervistétt­ar­fé­lags til að rýra kjör starfs­manna í veit­inga­geir­an­um. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir formað­ur fé­lags­ins hef­ur nú skrif­að bréf út til al­þjóð­legra móð­ur­fé­laga þess­ara tveggja veit­inga­staða­keðja og beð­ið þau um að rann­saka starfs­hætti sér­leyf­is­haf­ana hér­lend­is.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár