Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

WOW seldi losunarkvóta fyrir 400 milljónir

For­svars­menn WOW air seldu út­blást­urs­heim­ild­ir rétt fyr­ir gjald­þrot til þess að eiga fyr­ir launa­greiðsl­um. Heim­ild­irn­ar hefði þurft að kaupa aft­ur síð­ar í ár.

WOW seldi losunarkvóta fyrir 400 milljónir

Stjórnendur WOW air seldu losundarheimildir vegna útblásturs á koltvísýringi fyrir 400 milljónir króna skömmu áður en félagið fór í þrot. Markmiðið var að eiga fyrir launagreiðslum marsmánaðar til starfsmanna. Þetta kemur fram í ViðskiptaMogganum í dag.

Fjármunirnir bárust ekki til félagsins á meðan það starfaði, enda var tekin ákvörðun um að skila inn flugrekstrarleyfi og taka félagið til gjaldþrotaskipta. Því eru að minnsta kosti 400 milljónir króna í reiðufé í þrotabúi WOW air.

Flugfélagið hafði fengið losunarheimildirnar úthlutaðar án endurgjalds og er flugrekendum heimilt að selja og kaupa þær eftir umfang starfseminnar. Ljóst er þó að WOW air hefði þurft að kaupa þær til baka síðar á árinu og var salan því hugsuð sem skammtímaaðgerð vegna þröngrar lausafjárstöðu. Heimildirnar sem félagið hafði tryggt sér án endurgjalds næstu árin eru virði tæplega 1,2 milljarða króna. Úthlutun þeirra er hins vegar háð því að flugrekandi hafi gilt flugrekstarleyfi og verður þrotabúið því af þeim verðmætum, að mati ViðskiptaMoggans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár