Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Forseti NFMH gagnrýnir „tilefnislaus afskipti lögreglu“ af góðgerðastarfi nemenda – Rektor ánægður með vikuna

Steinn Jó­hanns­son, rektor Mennta­skól­ans við Hamra­hlíð, tel­ur já­kvætt að nem­end­ur veki at­hygli á mál­stað hæl­is­leit­enda. Hrafn­hild­ur Anna Hann­es­dótt­ir, for­seti nem­enda­fé­lags­ins, seg­ir áhyggju­efni að lög­regl­an hafi af­skipti af góð­gerð­a­starfi nem­enda að til­efn­is­lausu.

Forseti NFMH gagnrýnir „tilefnislaus afskipti lögreglu“ af góðgerðastarfi nemenda – Rektor ánægður með vikuna

Hrafnhildur Anna Hannesdóttir, forseti Nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð, segir áhyggjuefni að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi afskipti af góðgerðastarfi nemenda í skólanum að tilefnislausu. „Við vorum mjög hissa og hefðum aldrei búist við því að lögreglan færi að skipta sér af góðgerðavikunni sem við höfðum skipulagt,“ segir hún í samtali við Stundina.

Kvennablaðið greindi frá því á dögunum að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði hringt í rektor MH vegna viðburðar í góðgerðaviku nemendafélagsins þar sem afganskir flóttamenn komu í heimsókn og sögðu sögu sína. Fram kom að Steinn Jóhannsson rektor hefði tekið nemendur tali og greint frá því að lögregla hefði spurt hvort hvatt hefði verið til „ólöglegra mótmæla“ á viðburðinum. 

„Ég fékk fyrirspurn frá lögreglu sem ég svaraði,“ segir Steinn í svari við fyrirspurn Stundarinnar um málið. „Um leið leiðrétti ég misskilning sem var í gangi um hvort nemendur hefði verið hvattir til ólöglegra mótmæla.“ Hann segir að foreldri hafi haft samband við lögregluna og haft áhyggjur af því að barnið sitt hefði verið hvatt til slíkra mótmæla. „Þann misskilning leiðrétti ég.“ 

Hrafnhildur Anna segir að stjórn nemendafélagsins og góðgerðaráð skólans taki virkan þátt í stuðningi við flóttafólk. „Stór hluti þeirra sem mótmælt hafa á Austurvelli eru MH-ingar. Það er gríðarleg samheldni og samkennd meðal nemenda gagnvart flóttafólki og lögreglan breytir því ekki með svona afskiptum,“ segir hún. 

„Það er gríðarleg samheldni og samkennd meðal nemenda gagnvart flóttafólki og lögreglan breytir því ekki með svona afskiptum“

Rektor segir góðgerðavikuna hafa verið vel heppnaða. „Mér finnst jákvætt að nemendur skólans hafi í góðgerðarviku vakið athygli á málstað hælisleitenda og látið gott af sér leiða, m.a. með matargjöfum til þeirra,“ segir Steinn og bætir við: „Ég hefði svo sannarlega viljað sjá það jákvæða dregið fram um þessa vel heppnuðu viku okkar.“ 

Að sögn Hrafnhildar er þjóðfélagsgagnrýni fyrirferðamikil meðal MH-inga þessa dagana. Aðspurð hvort nemendur taki virkan þátt í loftslagsverkföllum á föstudögum segir hún:  „Já, skólinn tæmist bókstaflega í hádeginu á föstudögum meðan strætóleið 13 fyllist, beint úr MH á Lækjartorg.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
2
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
3
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár