Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Birg­ir S. Bjarna­son var formað­ur Fé­lags at­vinnu­rek­enda frá 2013 til 2017 og rak Ís­lensku um­boðs­söl­una hf. Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi hann í sex mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi í síð­ustu viku.

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Birgir S. Bjarnason, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda, var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í síðustu viku.

Taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Birgir hefði, sem framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar hf., ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna, alls 24,7 milljónum króna á eins og hálfs árs tímabili.

Við meðferð málsins krafðist Birgir sýknu og sagði enga meðvitaða ákvörðun hafa verið tekin um að greiða ekki staðgreiðsluna til ríkissjóðs. „Aldrei hefði verið óskað eftir því að greiðslur, sem greiddar voru til ríkissjóðs, myndu renna til greiðslu á tilteknum skuldum,“ segir í reifun á málsvörn hans. „Hann kvaðst hafa talið að greiðslum til tollstjóra væri ráðstafað lögum samkvæmt en hann hefði ekki fylgst með því. Honum hefði þó aldrei dottið í hug að ráðstöfun á greiðslum félagsins myndi valda sér refsiábyrgð. Þá kvaðst hann alltaf hafa talið að félagið myndi ná að rétta úr kútnum og verða gjaldfært.“ 

Dómurinn taldi hins vegar sakfellingu óhjákvæmilega. „Samkvæmt framburði ákærða, sem fær stuðning í gögnum málsins, er sannað að framangreindum fjárhæðum var haldið eftir af launagreiðslum til starfsmanna en þeim ekki skilað til innheimtumanns,“ segir í dóminum. „Á þessu bar ákærði ábyrgð sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða.“ Birgi er gert að sæta fangelsi í 6 mánuði og greiða ríkissjóði 49 milljóna króna sekt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár