Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Birg­ir S. Bjarna­son var formað­ur Fé­lags at­vinnu­rek­enda frá 2013 til 2017 og rak Ís­lensku um­boðs­söl­una hf. Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur dæmdi hann í sex mán­aða skil­orðs­bund­ið fang­elsi í síð­ustu viku.

Fyrrverandi talsmaður atvinnurekenda dæmdur fyrir meiriháttar skattalagabrot

Birgir S. Bjarnason, fyrrverandi formaður Félags atvinnurekenda, var dæmdur í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í síðustu viku.

Taldi Héraðsdómur Reykjavíkur sannað að Birgir hefði, sem framkvæmdastjóri Íslensku umboðssölunnar hf., ekki staðið ríkissjóði skil á staðgreiðslu opinberra gjalda sem haldið var eftir af launum starfsmanna, alls 24,7 milljónum króna á eins og hálfs árs tímabili.

Við meðferð málsins krafðist Birgir sýknu og sagði enga meðvitaða ákvörðun hafa verið tekin um að greiða ekki staðgreiðsluna til ríkissjóðs. „Aldrei hefði verið óskað eftir því að greiðslur, sem greiddar voru til ríkissjóðs, myndu renna til greiðslu á tilteknum skuldum,“ segir í reifun á málsvörn hans. „Hann kvaðst hafa talið að greiðslum til tollstjóra væri ráðstafað lögum samkvæmt en hann hefði ekki fylgst með því. Honum hefði þó aldrei dottið í hug að ráðstöfun á greiðslum félagsins myndi valda sér refsiábyrgð. Þá kvaðst hann alltaf hafa talið að félagið myndi ná að rétta úr kútnum og verða gjaldfært.“ 

Dómurinn taldi hins vegar sakfellingu óhjákvæmilega. „Samkvæmt framburði ákærða, sem fær stuðning í gögnum málsins, er sannað að framangreindum fjárhæðum var haldið eftir af launagreiðslum til starfsmanna en þeim ekki skilað til innheimtumanns,“ segir í dóminum. „Á þessu bar ákærði ábyrgð sem framkvæmdastjóri félagsins. Hann verður því sakfelldur samkvæmt ákærunni og er brot hans þar rétt fært til refsiákvæða.“ Birgi er gert að sæta fangelsi í 6 mánuði og greiða ríkissjóði 49 milljóna króna sekt. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Dómsmál

Ógnaði heimilisfólki með heimagerðu sverði
FréttirDómsmál

Ógn­aði heim­il­is­fólki með heima­gerðu sverði

Hér­aðs­dóm­ur Vest­ur­lands dæmdi fyr­ir skömmu mann fyr­ir lík­ams­árás, hús­brot og akst­ur und­ir áhrif­um áfeng­is. Í lýs­ing­um vitna er sagt frá því að mað­ur­inn hafi kýlt heim­il­is­mann sem reyndi að koma í veg fyr­ir að mað­ur­inn kæmi inn um glugga á hús­inu. Þá er einnig sagt frá því að mað­ur­inn hafi á ein­um tíma­punkti dreg­ið fram heima­gert sverð á sveifl­að því í kring­um sig fyr­ir ut­an hús­ið.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár