Stærsta veitingafyrirtækið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar notar starfsfólk frá starfsmannaleigunni Elju yfir mesta annatímann í flugstöðvarbyggingunni. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins Lagardére Travel Retail ehf. sem rekur nokkra veitingastaði í Leifsstöð, meðal annars Mathús, Nord og Segafredo-kaffihúsið. Um þetta segir í ársreikningnum: „Enn þá er mikil umframeftirspurn eftir starfsfólki á flugvallarsvæðinu, sérstaklega á háannatímum. Hefur þurft að brúa starfsmannavöntun með starfsfólki frá starfsmannaleigu. Opnunartími er langur og er opið allan sólarhringinn þegar mest er að gera.“
Samkvæmt reglum Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar sem er í eigu ríkisins, er verktökum sem starfa beint fyrir Isavia bannað að nota starfsfólk frá starfsmannaleigum en þessar reglur gilda ekki um þá einkaaðila, eins og Lagardére Travel Retail sem er með þjónustusamninga við Isavia um leigu á húsnæði í flugstöðinni. Af hverju þetta misræmi stafar liggur ekki fyrir.
Lagardére Travel Retail er …
Athugasemdir