Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via bann­ar verk­tök­um að nota starfs­manna­leig­ur í Leifs­stöð en fyr­ir­tæki með þjón­ustu­samn­inga við Isa­via mega það. Um þriðj­ung­ur starfs­fólks Lag­ar­dére Tra­vel Retail í Leifs­stöð yf­ir sum­ar­tím­ann kem­ur frá starfs­manna­leigu.

Stærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu
Tæpur þriðjungur frá starfsmannaleigu Tæplega þriðjungur starfsfólks Lagárdere Travel Retail, sem meðal annars rekur Mathús í Leifsstöð, yfir sumartímann kemur frá starfsmannaleigunni Elju.

Stærsta veitingafyrirtækið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar notar starfsfólk frá starfsmannaleigunni Elju yfir mesta annatímann í flugstöðvarbyggingunni. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins Lagardére Travel Retail ehf. sem rekur nokkra veitingastaði í Leifsstöð, meðal annars Mathús, Nord og Segafredo-kaffihúsið. Um þetta segir í ársreikningnum: „Enn þá er mikil umframeftirspurn eftir starfsfólki á flugvallarsvæðinu, sérstaklega á háannatímum. Hefur þurft að brúa starfsmannavöntun með starfsfólki frá starfsmannaleigu. Opnunartími er langur og er opið allan sólarhringinn þegar mest er að gera.“

Samkvæmt reglum Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar sem er í eigu ríkisins, er verktökum sem starfa beint fyrir Isavia bannað að nota starfsfólk frá starfsmannaleigum en þessar reglur gilda ekki um þá einkaaðila, eins og Lagardére Travel Retail sem er með þjónustusamninga við Isavia um leigu á húsnæði í flugstöðinni. Af hverju þetta misræmi stafar liggur ekki fyrir. 

Lagardére Travel Retail er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár