Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Stærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu

Rík­is­fyr­ir­tæk­ið Isa­via bann­ar verk­tök­um að nota starfs­manna­leig­ur í Leifs­stöð en fyr­ir­tæki með þjón­ustu­samn­inga við Isa­via mega það. Um þriðj­ung­ur starfs­fólks Lag­ar­dére Tra­vel Retail í Leifs­stöð yf­ir sum­ar­tím­ann kem­ur frá starfs­manna­leigu.

Stærsta veitingafyrirtækið í Leifsstöð notar vinnuafl frá starfsmannaleigu
Tæpur þriðjungur frá starfsmannaleigu Tæplega þriðjungur starfsfólks Lagárdere Travel Retail, sem meðal annars rekur Mathús í Leifsstöð, yfir sumartímann kemur frá starfsmannaleigunni Elju.

Stærsta veitingafyrirtækið í Flugstöð Leifs Eiríkssonar notar starfsfólk frá starfsmannaleigunni Elju yfir mesta annatímann í flugstöðvarbyggingunni. Þetta kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins Lagardére Travel Retail ehf. sem rekur nokkra veitingastaði í Leifsstöð, meðal annars Mathús, Nord og Segafredo-kaffihúsið. Um þetta segir í ársreikningnum: „Enn þá er mikil umframeftirspurn eftir starfsfólki á flugvallarsvæðinu, sérstaklega á háannatímum. Hefur þurft að brúa starfsmannavöntun með starfsfólki frá starfsmannaleigu. Opnunartími er langur og er opið allan sólarhringinn þegar mest er að gera.“

Samkvæmt reglum Isavia, rekstraraðila Leifsstöðvar sem er í eigu ríkisins, er verktökum sem starfa beint fyrir Isavia bannað að nota starfsfólk frá starfsmannaleigum en þessar reglur gilda ekki um þá einkaaðila, eins og Lagardére Travel Retail sem er með þjónustusamninga við Isavia um leigu á húsnæði í flugstöðinni. Af hverju þetta misræmi stafar liggur ekki fyrir. 

Lagardére Travel Retail er …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár