Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra

Isa­via hyggst rukka leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð um ár­gjald

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra
Formaður Fylkis Valur Ármann Gunnarsson gagnrýnir fyrirhugaða gjaldtöku Isavia harðlega.

Isavia hyggst 1. apríl næstkomandi hefja gjaldtöku á leigubílstjórum við Leifsstöð. Valur Ármann Gunnarsson, formaður bifreiðarstjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum, gagnrýnir þessi áform Isavia harðlega í samtali við Stundina og telur þau raunar ganga gegn stjórnarskrá Íslands. Isavia hyggst rukka leigubílstjóra 60 þúsund krónur á ári og svo taka aðrar 250 krónur af hverri ferð bílstjóra. Valur hefur reiknað heildarkostnað á ársgrundvelli fyrir meðalleigubílstjóra við Leifsstöð sem tæplega 400 þúsund krónur. Að sögn Vals er það talsvert meira en þau mánaðarlaun sem flestir leigubílstjórar skammti sér. Aðalfundur Isavia var haldin á dögunum og þar kom fram að hagnaður opinbera hlutafélagsins var í fyrra um 2,2 milljarðar króna.

Skattlagðir sem launþegar

Í athugasemdum sem Valur sendi Isavia fyrir hönd Bifreiðarstjórafélagsins Fylkis færir hann rök fyrir því að leigubílstjórar séu sjálfstæðir atvinnurekendur en ekki skráð fyrirtæki og því gildi aðrar reglur um stéttina. „Leigubifreiðastjórar eru sjálfstæðir atvinnurekendur en eru ekki með skráð fyrirtæki  og því skattlagðir sem launþegar og bera því fullan skatt af þeirri innkomu sem eftir stendur að frádregnum rekstrarkostnaði. Skattur er álagður af embætti ríkisskattstjóra og innheimtur af ríkissjóði og er því ekki í verkahring hjá Isavia sem er opinbert hlutafélag,“ segir í bréfinu.

Óheimilt að skerða atvinnurétt manna

Bréfið gengur raunar lengra og segir að gjaldtaka Isavia brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna ásamt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldis  Íslands er bannað að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína. Með þessari gjaldtöku er Isavia tvímælalaust að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína því leigubifreiðastjórar bera mis mikið úr býtum og eiga því mjög misjafnlega auðvelt með að mæta svo gríðarlegri gjaldtöku  sem raun ber vitni en hún getur numið á ársgrundvelli hátt í um hálfri miljóna. Þá eru engar líkur á að hægt sé samkvæmt þessum sáttmálum eða stjórnarskrá að láta menn greiða gjald fyrir að stunda sína atvinnu,“ segir í bréfinu.

Borga þrátt fyrir fýluferð

Valur segir að eins og áform Isavia standi nú munu leigubílstjórar vera rukkaðir um 250 krónurnar þó þeir fái ekki farþega. „Það á að láta okkur borga fyrir að stunda vinnuna okkar sem er alveg stór undarlegt. Þeir eru að tala um það rukka okkur um sextíu þúsund á ári plús 250 krónur fyrir hverja ferð sem við förum. Þetta náttúrlega þýðir það að við sem erum að sinna þessari flugstöð 24/7, ef við förum upp eftir þá er kannski einhver bílstjóri kominn í millitíðinni sem tekur farþeganna og við förum fýluferð, þá þurfum við samt að borga 250 krónur,“ segir Valur. Hann áætlar að heildartekjur Isavia af þessar gjaldtöku verði um 21 milljónir á ári, en hann miðar við að um 50 leigubílar sinni þessari vinnu og hver fari að meðaltali fjórar ferð á dag.

Fá skúr og hlið

Í staðin fyrir þetta gjald fá leigubílstjórar ekki mikla þjónustu frá Isavia. Þeim býðst aðstaða í það sem Valur kallar 40 fermetra skúr þar sem þeir geta horft á sjónvarpið og fengið kaffi. Skúrinn sé þó ekki mikið notaður af leigubílstjórum þar sem hann sé úr leið. Auk þessa hefur Isavia reist sérstakt hlið fyrir leigubílstjóra og verður krónugjaldið rukkað þar.

„Við erum í rauninni ekki að fá neitt. Við erum faldir á bak við, ekki sýnilegir frá komusal. Við erum í rauninni faldir á bak við aðra þjónustuaðila, sem eru rúturnar náttúrlega. Þeir eru með sölubása inn í flugstöð sem við fáum ekki. Við höfum óskað eftir því en þar er leigan svo gríðarleg há að við ráðum ekki við það. Á einu ári ætla þeir að taka 21 milljónir úr vasa leigubílstjóra. Þeir segjast hafa lagt í 63 milljóna kostnað til að setja upp hlið og fleira. Þannig að þeir eru að fá það borgað á þremur árum og halda svo áfram að rukka okkur um 21 milljónir á ári,“ segir Valur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár