Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra

Isa­via hyggst rukka leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð um ár­gjald

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra
Formaður Fylkis Valur Ármann Gunnarsson gagnrýnir fyrirhugaða gjaldtöku Isavia harðlega.

Isavia hyggst 1. apríl næstkomandi hefja gjaldtöku á leigubílstjórum við Leifsstöð. Valur Ármann Gunnarsson, formaður bifreiðarstjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum, gagnrýnir þessi áform Isavia harðlega í samtali við Stundina og telur þau raunar ganga gegn stjórnarskrá Íslands. Isavia hyggst rukka leigubílstjóra 60 þúsund krónur á ári og svo taka aðrar 250 krónur af hverri ferð bílstjóra. Valur hefur reiknað heildarkostnað á ársgrundvelli fyrir meðalleigubílstjóra við Leifsstöð sem tæplega 400 þúsund krónur. Að sögn Vals er það talsvert meira en þau mánaðarlaun sem flestir leigubílstjórar skammti sér. Aðalfundur Isavia var haldin á dögunum og þar kom fram að hagnaður opinbera hlutafélagsins var í fyrra um 2,2 milljarðar króna.

Skattlagðir sem launþegar

Í athugasemdum sem Valur sendi Isavia fyrir hönd Bifreiðarstjórafélagsins Fylkis færir hann rök fyrir því að leigubílstjórar séu sjálfstæðir atvinnurekendur en ekki skráð fyrirtæki og því gildi aðrar reglur um stéttina. „Leigubifreiðastjórar eru sjálfstæðir atvinnurekendur en eru ekki með skráð fyrirtæki  og því skattlagðir sem launþegar og bera því fullan skatt af þeirri innkomu sem eftir stendur að frádregnum rekstrarkostnaði. Skattur er álagður af embætti ríkisskattstjóra og innheimtur af ríkissjóði og er því ekki í verkahring hjá Isavia sem er opinbert hlutafélag,“ segir í bréfinu.

Óheimilt að skerða atvinnurétt manna

Bréfið gengur raunar lengra og segir að gjaldtaka Isavia brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna ásamt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldis  Íslands er bannað að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína. Með þessari gjaldtöku er Isavia tvímælalaust að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína því leigubifreiðastjórar bera mis mikið úr býtum og eiga því mjög misjafnlega auðvelt með að mæta svo gríðarlegri gjaldtöku  sem raun ber vitni en hún getur numið á ársgrundvelli hátt í um hálfri miljóna. Þá eru engar líkur á að hægt sé samkvæmt þessum sáttmálum eða stjórnarskrá að láta menn greiða gjald fyrir að stunda sína atvinnu,“ segir í bréfinu.

Borga þrátt fyrir fýluferð

Valur segir að eins og áform Isavia standi nú munu leigubílstjórar vera rukkaðir um 250 krónurnar þó þeir fái ekki farþega. „Það á að láta okkur borga fyrir að stunda vinnuna okkar sem er alveg stór undarlegt. Þeir eru að tala um það rukka okkur um sextíu þúsund á ári plús 250 krónur fyrir hverja ferð sem við förum. Þetta náttúrlega þýðir það að við sem erum að sinna þessari flugstöð 24/7, ef við förum upp eftir þá er kannski einhver bílstjóri kominn í millitíðinni sem tekur farþeganna og við förum fýluferð, þá þurfum við samt að borga 250 krónur,“ segir Valur. Hann áætlar að heildartekjur Isavia af þessar gjaldtöku verði um 21 milljónir á ári, en hann miðar við að um 50 leigubílar sinni þessari vinnu og hver fari að meðaltali fjórar ferð á dag.

Fá skúr og hlið

Í staðin fyrir þetta gjald fá leigubílstjórar ekki mikla þjónustu frá Isavia. Þeim býðst aðstaða í það sem Valur kallar 40 fermetra skúr þar sem þeir geta horft á sjónvarpið og fengið kaffi. Skúrinn sé þó ekki mikið notaður af leigubílstjórum þar sem hann sé úr leið. Auk þessa hefur Isavia reist sérstakt hlið fyrir leigubílstjóra og verður krónugjaldið rukkað þar.

„Við erum í rauninni ekki að fá neitt. Við erum faldir á bak við, ekki sýnilegir frá komusal. Við erum í rauninni faldir á bak við aðra þjónustuaðila, sem eru rúturnar náttúrlega. Þeir eru með sölubása inn í flugstöð sem við fáum ekki. Við höfum óskað eftir því en þar er leigan svo gríðarleg há að við ráðum ekki við það. Á einu ári ætla þeir að taka 21 milljónir úr vasa leigubílstjóra. Þeir segjast hafa lagt í 63 milljóna kostnað til að setja upp hlið og fleira. Þannig að þeir eru að fá það borgað á þremur árum og halda svo áfram að rukka okkur um 21 milljónir á ári,“ segir Valur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár