Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra

Isa­via hyggst rukka leigu­bíl­stjóra við Leifs­stöð um ár­gjald

Isavia hagnast um 2,2 milljarða og ætlar nú að rukka leigubílsstjóra
Formaður Fylkis Valur Ármann Gunnarsson gagnrýnir fyrirhugaða gjaldtöku Isavia harðlega.

Isavia hyggst 1. apríl næstkomandi hefja gjaldtöku á leigubílstjórum við Leifsstöð. Valur Ármann Gunnarsson, formaður bifreiðarstjórafélagsins Fylkis á Suðurnesjum, gagnrýnir þessi áform Isavia harðlega í samtali við Stundina og telur þau raunar ganga gegn stjórnarskrá Íslands. Isavia hyggst rukka leigubílstjóra 60 þúsund krónur á ári og svo taka aðrar 250 krónur af hverri ferð bílstjóra. Valur hefur reiknað heildarkostnað á ársgrundvelli fyrir meðalleigubílstjóra við Leifsstöð sem tæplega 400 þúsund krónur. Að sögn Vals er það talsvert meira en þau mánaðarlaun sem flestir leigubílstjórar skammti sér. Aðalfundur Isavia var haldin á dögunum og þar kom fram að hagnaður opinbera hlutafélagsins var í fyrra um 2,2 milljarðar króna.

Skattlagðir sem launþegar

Í athugasemdum sem Valur sendi Isavia fyrir hönd Bifreiðarstjórafélagsins Fylkis færir hann rök fyrir því að leigubílstjórar séu sjálfstæðir atvinnurekendur en ekki skráð fyrirtæki og því gildi aðrar reglur um stéttina. „Leigubifreiðastjórar eru sjálfstæðir atvinnurekendur en eru ekki með skráð fyrirtæki  og því skattlagðir sem launþegar og bera því fullan skatt af þeirri innkomu sem eftir stendur að frádregnum rekstrarkostnaði. Skattur er álagður af embætti ríkisskattstjóra og innheimtur af ríkissjóði og er því ekki í verkahring hjá Isavia sem er opinbert hlutafélag,“ segir í bréfinu.

Óheimilt að skerða atvinnurétt manna

Bréfið gengur raunar lengra og segir að gjaldtaka Isavia brjóti í bága við mannréttindasáttmála Evrópu. „Samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu og Sameinuðu þjóðanna ásamt ákvæði í stjórnarskrá lýðveldis  Íslands er bannað að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína. Með þessari gjaldtöku er Isavia tvímælalaust að skerða rétt manna til að stunda atvinnu sína því leigubifreiðastjórar bera mis mikið úr býtum og eiga því mjög misjafnlega auðvelt með að mæta svo gríðarlegri gjaldtöku  sem raun ber vitni en hún getur numið á ársgrundvelli hátt í um hálfri miljóna. Þá eru engar líkur á að hægt sé samkvæmt þessum sáttmálum eða stjórnarskrá að láta menn greiða gjald fyrir að stunda sína atvinnu,“ segir í bréfinu.

Borga þrátt fyrir fýluferð

Valur segir að eins og áform Isavia standi nú munu leigubílstjórar vera rukkaðir um 250 krónurnar þó þeir fái ekki farþega. „Það á að láta okkur borga fyrir að stunda vinnuna okkar sem er alveg stór undarlegt. Þeir eru að tala um það rukka okkur um sextíu þúsund á ári plús 250 krónur fyrir hverja ferð sem við förum. Þetta náttúrlega þýðir það að við sem erum að sinna þessari flugstöð 24/7, ef við förum upp eftir þá er kannski einhver bílstjóri kominn í millitíðinni sem tekur farþeganna og við förum fýluferð, þá þurfum við samt að borga 250 krónur,“ segir Valur. Hann áætlar að heildartekjur Isavia af þessar gjaldtöku verði um 21 milljónir á ári, en hann miðar við að um 50 leigubílar sinni þessari vinnu og hver fari að meðaltali fjórar ferð á dag.

Fá skúr og hlið

Í staðin fyrir þetta gjald fá leigubílstjórar ekki mikla þjónustu frá Isavia. Þeim býðst aðstaða í það sem Valur kallar 40 fermetra skúr þar sem þeir geta horft á sjónvarpið og fengið kaffi. Skúrinn sé þó ekki mikið notaður af leigubílstjórum þar sem hann sé úr leið. Auk þessa hefur Isavia reist sérstakt hlið fyrir leigubílstjóra og verður krónugjaldið rukkað þar.

„Við erum í rauninni ekki að fá neitt. Við erum faldir á bak við, ekki sýnilegir frá komusal. Við erum í rauninni faldir á bak við aðra þjónustuaðila, sem eru rúturnar náttúrlega. Þeir eru með sölubása inn í flugstöð sem við fáum ekki. Við höfum óskað eftir því en þar er leigan svo gríðarleg há að við ráðum ekki við það. Á einu ári ætla þeir að taka 21 milljónir úr vasa leigubílstjóra. Þeir segjast hafa lagt í 63 milljóna kostnað til að setja upp hlið og fleira. Þannig að þeir eru að fá það borgað á þremur árum og halda svo áfram að rukka okkur um 21 milljónir á ári,“ segir Valur.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár