Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Skömmuðu starfsmann Isavia fyrir „status“ og prentuðu út „like“

Grét­ar Her­manns­son, sem er hætt­ur í ör­ygg­is­deild Isa­via, gagn­rýndi álág á starfs­menn í stöðu­færslu á Face­book. Sam­starfs­menn hans voru látn­ir svara fyr­ir „like“ sín við stöðu­færsl­una.

Skömmuðu starfsmann Isavia fyrir „status“ og prentuðu út „like“
Starfsmannastjóri Tveir starfsmenn Isavia segja að Sóley Ragnarsdóttir hafi prentað út lista af „like-um“.

Grétar Hermannsson, þá starfsmaður við öryggisdeild Isavia, skrifaði stöðufærslu á sína persónulegu Facebook-síðu síðastliðinn mánudag þar sem hann gagnrýndi álag á flugverndargæslu Isavia. Margir samstarfsmenn hans „like-uðu“ þessa færslu.

Samkvæmt heimildum Stundarinnar var þeim starfsmönnum sem „like-uðu“ veitt tiltal í gær.

Einn þeirra starfsmanna sem voru skammaðir segir að starfsmannastjóri hafi prentað út listann yfir „like-in“ og sýnt sem og sönnunargagn.

Uppfært: Upplýsingafulltrúi Isavia segir í samtali við Stundina að um hafi verið að ræða „óformlegt og jákvætt spjall“ um hvort góðar fyrirmyndir setji „like“ við neikvæðar fréttir af fyrirtækinu. Hann hafnar því að starfsmannastjóri fyrirtækisins hafi komið að málinu. Nánar hér.

„Isavia er að tæta í kassann vegna þessarar fjölda ferðamanna, það skilar sér ekki til síns vinnandi manns á gólfinu. Hvorki í launum né öðru, jú fengum ávexti á hamingjudögum,“ sagði Grétar meðal annars í stöðuuppfærslu sinni.

Kvartaði undan álagi

Stöðufærsla Grétars fjallaði líkt og fyrr segir um það mikla álag sem er á starfsmönnum flugverndargæslunnar. „Gríðarlega mikið álag er á flugverndargæslu Isavia. Ekki er bætt mikið við af mannskap vegna þessarar fjölgunar farþega.(menn helst reknir vegna þess að þeir eru of gamlir og ekkert graðir) Menn eru að vakna um kl 0430 á nóttunni til þess að koma til vinnu 0530. Unnið er á 12 klst vakt og það er unnið í 12 klst. Lítið um pásur eða kaffitíma,“ skrifaði Grétar. Hann bætir svo við að uppástungum um hvernig megi minnka álagið. Þar nefnir hann meðal annars að hægt sé að fjölga mannskap, hækka laun eða bæta samskipti við yfirmenn á þriðju hæð. „Isavia er að tæta í kassann vegna þessarar fjölda ferðamanna, það skilar sér ekki til síns vinnandi manns á gólfinu. Hvorki í launum né öðru, jú fengum ávexti á hamingjudögum,“ skrifaði Grétar. Stöðufærslan var með 43 „like“ nú fyrir hádegi á föstudegi.

Statusinn í heild sinni
Statusinn í heild sinni Hér má sjá að 43 „like-uðu“ .

Látnir svara fyrir að líka við

Núverandi starfsmaður hjá öryggisdeildinni, sem óskar eftir nafnleynd, segist hafa verið einn þeirra sem hafi verið skammaður fyrir „like“. „Menn voru kallaðir upp til deildarstjóra flugverndargæslu í gær og í dag vegna þess að menn voru með status hjá sér sem var ekki Isavia að skapi. Menn voru látnir svara því afhverju þeir voru læka þennan status. Mannauðsstjóri Sóley Ragnarsdóttir dró upp útprentun úr Facebook og sagði að þessi maður Grétar Hermannsson fengi aldrei stöðuhækkun innan Isavia aftur,“ skrifaði starfsmaðurinn í tölvupósti til blaðamanns í gær.

Útprentaður listi yfir „like“

Í samtali við Stundina vildi Grétar sjálfur sem minnst tjá sig um málið utan þess að hann staðfesti í megin atriðum frásögn síns fyrrverandi samstarfsmanns. Honum hafi verið veitt tiltal og sýndur útprentaður listi af „like-um“. Hans seinasti vinnudagur hjá Isavia var í gær en hann hafði ákveðið að hætta hjá opinbera fyrirtækinu áður en hann var skammaður fyrir stöðufærsluna. Hann bætir við að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem stöðufærsla hans á Facebook hafi verið gagnrýnd af yfirmönnum Isavia.

Sóley Ragna Ragnarsdóttir tjáði blaðamanni í SMS að hún gæti ekki talað þar sem hún væri á fundi þegar leitast var eftir viðbrögðum hennar. Svipaða sögu er að segja um Árna Gísla Árnason, yfirmann öryggisdeildar Isavia, en ekki náðist í hann.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
6
Aðsent

Jóhannes Hraunfjörð Karlsson

ESB eða Pú­er­tó Ríkó? Hvernig tryggj­um við full­veld­ið?

„Óbreytt ástand stend­ur ekki til boða,“ skrif­ar Jó­hann­es Hraun­fjörð Karls­son, hag­fræð­ing­ur og sagn­fræð­ing­ur, og seg­ir að um­ræða ör­ygg­is­mál og hvernig Ís­land trygg­ir full­veld­ið hafi enn ekki far­ið fram. Jó­hann­es seg­ir að stuðn­ings­menn „sjáv­ar­út­vegs­greif­anna“ leyn­ist víða og að aug­lýs­inga­her­ferð þeirra í sjón­varpi minni helst á Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár