Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd

Fram­kvæmd­ar­stjórn op­in­bera hluta­fé­lags­ins Isa­via verð­ur köll­uð fyr­ir Al­þingi. Starfs­menn eru ósátt­ir. Fram­kvæmd­ar­stjóri fékk til­tal.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd
Svarar fyrir sig Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia, hefur fengið tiltal fyrir að þiggja boðsferð frá Icelandair á knattspyrnuleik.

Opinbera hlutafélagið Isavia hefur síðastliðin misseri komist ítrekað í fjölmiðla og eru aðstæður komnar á það stig að æðstu stjórnendur félagsins verða boðaðir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir páska til að skýra mál sitt. Kraumandi óánægja er meðal starfsmanna félagsins vegna framkvæmdastjóra en flestir þeirra ríflega 800 starfsmanna búa á Suðurnesjum þar sem vinna er ekki á hverju strái. Könnun sem gerð var á síðasta ári sýndi að um 90 prósent starfsmanna væru óánægðir í starfi. Stundin greindi frá því á dögunum að Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þáði boðsferð Icelandair í skemmtiferð til Noregs árið 2012, en hann borgaði fyrir ferðina eftir fréttaflutning. Sömuleiðis greindi Kastljós nýverið frá því að eiginkona forstjóra Isavia hefði farið í ferðir með eiginmanni sínum í boði skattgreiðenda.
Að sögn starfsmanns Isavia sem Stundin hefur rætt við er mikil reiði vegna hinar svokölluðu 67 ára reglu sem þýðir að allir starfsmenn skuli taka saman föggur sínar á 67 ára afmælisdegi sínum. Þetta á við alla, nema undantekningarnar. Þrír yfirmenn á öryggissviði voru nýverið reknir stuttu áður en fyrrnefndur Hlynur sagði á fundi að Isavia þyrfti á „ungum og gröðum“ mönnum að halda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
6
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár