Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd

Fram­kvæmd­ar­stjórn op­in­bera hluta­fé­lags­ins Isa­via verð­ur köll­uð fyr­ir Al­þingi. Starfs­menn eru ósátt­ir. Fram­kvæmd­ar­stjóri fékk til­tal.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd
Svarar fyrir sig Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia, hefur fengið tiltal fyrir að þiggja boðsferð frá Icelandair á knattspyrnuleik.

Opinbera hlutafélagið Isavia hefur síðastliðin misseri komist ítrekað í fjölmiðla og eru aðstæður komnar á það stig að æðstu stjórnendur félagsins verða boðaðir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir páska til að skýra mál sitt. Kraumandi óánægja er meðal starfsmanna félagsins vegna framkvæmdastjóra en flestir þeirra ríflega 800 starfsmanna búa á Suðurnesjum þar sem vinna er ekki á hverju strái. Könnun sem gerð var á síðasta ári sýndi að um 90 prósent starfsmanna væru óánægðir í starfi. Stundin greindi frá því á dögunum að Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þáði boðsferð Icelandair í skemmtiferð til Noregs árið 2012, en hann borgaði fyrir ferðina eftir fréttaflutning. Sömuleiðis greindi Kastljós nýverið frá því að eiginkona forstjóra Isavia hefði farið í ferðir með eiginmanni sínum í boði skattgreiðenda.
Að sögn starfsmanns Isavia sem Stundin hefur rætt við er mikil reiði vegna hinar svokölluðu 67 ára reglu sem þýðir að allir starfsmenn skuli taka saman föggur sínar á 67 ára afmælisdegi sínum. Þetta á við alla, nema undantekningarnar. Þrír yfirmenn á öryggissviði voru nýverið reknir stuttu áður en fyrrnefndur Hlynur sagði á fundi að Isavia þyrfti á „ungum og gröðum“ mönnum að halda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár