Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 10 árum.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd

Fram­kvæmd­ar­stjórn op­in­bera hluta­fé­lags­ins Isa­via verð­ur köll­uð fyr­ir Al­þingi. Starfs­menn eru ósátt­ir. Fram­kvæmd­ar­stjóri fékk til­tal.

Stjórnendur Isavia kallaðir fyrir þingnefnd
Svarar fyrir sig Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Isavia, hefur fengið tiltal fyrir að þiggja boðsferð frá Icelandair á knattspyrnuleik.

Opinbera hlutafélagið Isavia hefur síðastliðin misseri komist ítrekað í fjölmiðla og eru aðstæður komnar á það stig að æðstu stjórnendur félagsins verða boðaðir fyrir umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis eftir páska til að skýra mál sitt. Kraumandi óánægja er meðal starfsmanna félagsins vegna framkvæmdastjóra en flestir þeirra ríflega 800 starfsmanna búa á Suðurnesjum þar sem vinna er ekki á hverju strái. Könnun sem gerð var á síðasta ári sýndi að um 90 prósent starfsmanna væru óánægðir í starfi. Stundin greindi frá því á dögunum að Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, þáði boðsferð Icelandair í skemmtiferð til Noregs árið 2012, en hann borgaði fyrir ferðina eftir fréttaflutning. Sömuleiðis greindi Kastljós nýverið frá því að eiginkona forstjóra Isavia hefði farið í ferðir með eiginmanni sínum í boði skattgreiðenda.
Að sögn starfsmanns Isavia sem Stundin hefur rætt við er mikil reiði vegna hinar svokölluðu 67 ára reglu sem þýðir að allir starfsmenn skuli taka saman föggur sínar á 67 ára afmælisdegi sínum. Þetta á við alla, nema undantekningarnar. Þrír yfirmenn á öryggissviði voru nýverið reknir stuttu áður en fyrrnefndur Hlynur sagði á fundi að Isavia þyrfti á „ungum og gröðum“ mönnum að halda.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Auknar líkur á hruni áhrifamikils hafstraums í Atlantshafi
6
Fréttir

Aukn­ar lík­ur á hruni áhrifa­mik­ils haf­straums í Atlants­hafi

Hrun velti­hringrás­ar Atlants­hafs­ins, AMOC-haf­straums­ins, telst ekki leng­ur „ólík­leg­ur at­burð­ur“. Þetta kem­ur fram í nýrri rann­sókn. Stef­an Rahm­storf haf- og lofts­lags­sér­fræð­ing­ur og einn rann­sak­anda seg­ir nið­ur­stöð­urn­ar „slá­andi.“ Í sam­tali við Heim­ild­ina í fyrra sagði Rahm­storf að nið­ur­brot AMOC yrði „kat­ast­rófa fyr­ir Ís­land og önn­ur Norð­ur­lönd“ og hvatti ís­lensk stjórn­völd til að­gerða.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár