Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 9 árum.

Isavia: Góðar fyrirmyndir „læka“ ekki neikvæðar fréttir

Upp­lýs­inga­full­trúi Isa­via, Guðni Sig­urðs­son, seg­ir að starfs­menn hafi ekki ver­ið tekn­ir á tepp­ið, held­ur hafi átt sér stað „óform­legt og já­kvætt spjall“ um hvort starfs­menn eigi að setja „like“ við nei­kvæð­ar frétt­ir af fyr­ir­tæk­inu.

Isavia: Góðar fyrirmyndir „læka“ ekki neikvæðar fréttir
Starfsmenn Isavia Starfsmönnum hefur verið fjölgað til að mæta auknu álagi, samkvæmt svari fyrirtækisins við gagnrýni starfsmanns. Mynd: Isavia

Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að starfsmenn hafi ekki verið teknir á teppið fyrir að læka færslu starfsmanns fyrirtækisins, þar sem álag og fleira var gagnrýnt, heldur hafi verið um að ræða „óformlegt og jákvætt spjall“.

Stundin greindi frá því fyrr í dag að starfsmanni í flugverndargæslu Isavia hefði verið veitt tiltal vegna stöðuuppfærslu á Facebook. Starfsmaðurinn er nú hættur störfum.

Guðni segir að „like“ hafi þó vissulega verið rædd og að málið snúist meðal annars um að stjórnendur eigi að vera góðar fyrirmyndir sem læki ekki neikvæðar fréttir um Isavia. Hann segir að mannauðsstjóri Isavia Sóley Ragnarsdóttir hafi ekki tekið þátt í umræðu um lækin. Árni Gísli Árnason, yfirmaður öryggisdeildar hjá Isavia, hafi hins vegar óformlega gagnrýnt lækin.

Starfsmönnum „líki“ ekki við neikvæðar fréttir

Að sögn Guðna er samhengi gagnrýninnar á lækin stjórnendanámskeið sem haldið var nýverið.

„Árni Gísli hafði verið á stjórnandanámskeiði með öllum sem hafa mannaforráð í flugverndinni, sem eru varðstjórar, vaktstjórar og fleiri. Þar var rætt um hvað það er sem hefur áhrif á starfanda í fyrirtækjum. Starfsmenn sem voru á þessu námskeiði var sagt að til dæmis slæm umfjöllun hefði áhrif á móralinn. Það var rætt um lausnir á því og allir voru sammála um það að lausnin við því væri að segja sannleikann og fara vel yfir öll mál. Ein leið í því er að stjórnendur séu góð fyrirmynd og til dæmis með því að læka ekki fréttir eða eitthvað þar sem er talað illa um fyrirtækið,“ segir Guðni.

Óformlegt spjall, ekki skammir
Óformlegt spjall, ekki skammir Samkvæmt svari Isavia ræddi Árni Gísli, yfirmaður öryggisdeildar, óformlega um lækin við þá sem líkuðu við færslu gagnrýna ærslu.

Óformlegt spjall

Guðni segir enn fremur að starfsmennirnir hafi ekki verið teknir á teppið heldur hafi aðeins verið um að ræða óformlegt spjall á kaffistofunni. Þetta stangast á við orð Grétars Hermannssonar um að hann hafi verið kallað á fund á þriðju hæð. „Svo kemur þessi status hjá Grétari, sem er nýhættur. Árni Gísli sér að það eru þarna þrír sem höfðu verið á þessu námskeiði sem höfðu lækað og hann ákvað að fara niður á kaffistofu á varðstofu og eiga spjall við þá um þetta. Þetta var ekki tiltal.

„Árni Gísli átti óformlegt spjall við þá stjórnendur sem höfðu like-að statusinn“

Árni Gísli átti óformlegt spjall við þá stjórnendur sem höfðu like-að statusinn, þar var meðal annars rætt um mismunandi túlkun fólks á „like“ hnappnum,“ segir Guðni.

Gífurlegt álag

Málið snýst fyrst og fremst um stöðufærslu Grétars Hermannssonar, sem nú er hættur hjá Isavia, og fjallar um um það mikla álag sem er á starfsmönnum flugverndargæslunnar. „Gríðarlega mikið álag er á flugverndargæslu Isavia. Ekki er bætt mikið við af mannskap vegna þessarar fjölgunar farþega. (Menn helst reknir vegna þess að þeir eru of gamlir og ekkert graðir). Menn eru að vakna um kl 04.30 á nóttunni til þess að koma til vinnu 05.30. Unnið er á 12 klst vakt og það er unnið í 12 klst. Lítið um pásur eða kaffitíma,“ skrifaði Grétar.

Hann bætir svo við uppástungum um hvernig megi minnka álagið. Þar nefnir hann meðal annars að hægt sé að fjölga mannskap, hækka laun eða bæta samskipti við yfirmenn á þriðju hæð. „Isavia er að tæta í kassann vegna fjölda ferðamanna, það skilar sér ekki til vinnandi manns á gólfinu. Hvorki í launum né öðru, jú fengum ávexti á hamingjudögum,“ skrifaði Grétar.

Statusinn í heild sinni
Statusinn í heild sinni Stöðufærslan sem þótti neikvæð.

Ætla að stækka kaffistofuna

Í tölvupósti til Stundarinnar svarar Guðni þessari gagnrýni Grétars. „Varðandi það sem kom fram í greininni um álag þá hefur auðvitað verið gríðarleg farþegaaukning um Keflavíkurflugvöll en við höfum fjölgað starfsfólki í takt við þessa aukningu. Nú í sumar erum við einmitt með metfjölda starfsmanna og þá sérstaklega í flugverndinni. Varðandi umræðu um laun þá hækkuðu laun flugverndarstarfsmanna í kjarasamningum sem undirritaðir voru í sumar og félagar í FFR samþykktu í atkvæðagreiðslu. Einnig má nefna það að laun flugverndarstarfsmanna á Keflavíkurflugvelli eru vel yfir meðallaunum þeirra sem starfa við öryggisgæslu á Íslandi. Varðandi 12 tíma vaktir þá hefur breyting á því fyrirkomulagi verið skoðuð með starfsfólki en sú skoðun hefur sýnt að mikill meirihluti starfsfólks vill ekki breyta vaktakerfinu heldur halda sig við 12 tíma vaktir. Þá má nefna að nú í sumar erum við að stækka hvíldar- og kaffiaðstöðu mikið, meðal annars vegna fjölgunar starfsfólks. Vinnuaðstaðan er líka að verða betri með hækkanlegum borðum og sjálfvirku bakkakerfi, sem gerir það að verkum að bakkarnir sem fólk setur málmhluti og annað í fyrir öryggisleit koma sjálfkrafa til baka svo starfsfólk þurfi ekki að sækja þá,“ skrifar Guðni.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Isavia

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár