„Þetta var fullnaðarsigur fyrir okkur og erum alsæl með þetta. […] Okkur finnst bara með ólíkindum sum einkunnagjöfin sem við fengum í útboðinu og það styður það að þetta hafi ekki verið vel unnið,“ segir Aðalheiður Héðinsdóttir, stofnandi og eigandi Kaffitárs, aðspurð um þá niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál að flugþjónustufyrirtækið Isavia þurfi að afhenda fyrirtækinu öll gögn um útboð á veitinga- og verslunarhúsnæði í Leifsstöð í fyrra. Aðalheiður var mjög ósátt við að Kaffitár fékk ekki verslunarrými í Leifsstöð í kjölfar útboðsins í fyrra og hefur fyrirtæki hennar skoðað réttarstöðu sína í kjölfarið og krafist gagna um útboðið frá Isavia.
71 tilboð barst í veitinga- og verslunarrýmið og voru ýmis fyrirtæki eins og Kaffitár og fata- og minjagripafyrirtækið Drífa ósátt við að fá ekki áfram inni í Leifsstöð. Drífa hefur nú þegar stefnt rekstraraðila flugstöðvarinnar, ríkisfyrirtækinu Isavia, vegna útboðsins.
Athugasemdir