Varaformaður Rauða kross Íslands leggur til að Háskóli Íslands haldi áfram að þjónusta Útlendingastofnun með því að stunda aldursgreiningar á tönnum ungra hælisleitenda innan veggja Háskóla Íslands. Þetta gerir varaformaðurinn þrátt fyrir að Rauði krossinn hafi síðastliðin ár lagst eindregið gegn slíkum tanngreiningum, bent á að þær séu ónákvæmar, óáreiðanlegar og siðferðislega vafasamar, og farið fram á að þeim verði hætt hið snarasta.
Ragna Árnadóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og núverandi varaformaður Rauða kross Íslands, átti sæti í sérstökum starfshópi sem hafði það hlutverk að skoða fýsileika þess að gerður yrði sérstakur þjónustusamningur við Útlendingastofnun um það að skólinn annist tanngreiningar fyrir stofunina til þess að skera úr um aldur barna á flótta. Ragna stóð að meirihlutaáliti þeirra þriggja fulltrúa sem mæltu með því að þessi leið yrði farin. Þá var hún á meðal þeirra fulltrúa í …
Athugasemdir