Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 8 árum.

UNICEF og RKÍ: Mannréttindi barna á flótta ítrekað verið brotin hér á landi

Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna og Rauði kross­inn á Ís­landi hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem staða barna sem sækja um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi er harð­lega gagn­rýnd. Krefjast þess að stjórn­völd upp­fylli mann­rétt­indi þess­ara barna.

UNICEF og RKÍ: Mannréttindi barna á flótta ítrekað verið brotin hér á landi

„Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og öll önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin. Það er óásættanlegt.“

Þetta segir meðal annars í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF á Íslandi og Rauða krossins sem hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna barna á flótta sem koma hingað til lands. Þar segir að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast fyrir mannréttindum allra barna: „Barna sem alin eru upp hér á landi, barna sem í neyð sinni leita til Íslands og barna sem búa við hörmungar erlendis. Eitt útilokar ekki annað og mun aldrei gera. Með því að hjálpa til erlendis og hérlendis, á sama tíma – og með því að koma mannúðlega fram við þau börn og ungmenni sem leita eftir vernd á Íslandi – sýnum við í verki að við virðum mannréttindi. Börn heimsins eiga skýlausan rétt sem okkur ber að tryggja,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Vilja betri úrræði fyrir fylgdarlaus börn

Reyndi að svipta sig lífi
Reyndi að svipta sig lífi Hinn sautján ára gamli Muhiyo Hamud hefur beðið í rúma 7 mánuði eftir svari við því hvort hann fái að setjast að á Íslandi, við óviðunandi aðstæður. Honum var vísað frá á bráðamóttöku geðdeildar eftir að hafa reynt að svipta sig lífi.

UNICEF og Rauði krossinn gera þá kröfu á íslensk stjórnvöld að þau uppfylli mannréttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, meðal annars með því að móta skýra stefnu og verkferla um það hvað gerist þegar fylgdarlaust barn komi til landsins. Þá eigi sama bernaverndin að hafa umsjón með öllum fylgdarlausum börnum, óháð því hvar þau gefa sig fram, börnum sé tryggður tilsjónarmaður um leið og þau koma til landsins, fylgdarlaus börn séu ekki hýst með fullorðnum, koma þurfi á fót sérstöku húsnæðisúrræði og börn séu í skóla og taki þátt í uppbyggjandi félagsstarfi á meðan málin séu í ferli. Þá vilja samtökin að stjórnvöld hætti að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna, en eins og Stundin hefur fjallað um eru slíkar tanngreiningar afar umdeildar

Eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar fyrr í mánuðinum hefur ekki verið skýr stefna um það hvaða ferli taki við þegar fylgdarlaus börn koma til landsins. Þau fá mismunandi þjónustu eftir því í hvaða sveitarfélagi þau sæki um hæli, þau eru látin dvelja í húsnæði ætluð fullorðnum einstaklingum og er aldur þeirra metinn með mjög umdeildum aðferðum. 

Sjá einnig: Við erum eins og dýr í búri

Börn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri

Samtökin benda einnig á að til Íslands komi mörg börn í hælisleit með fjölskyldum sínum og undirstrika þau mikilvægi þes að aðstæður barna skuli jafnframt kannaðar sérstaklega og formleg viðtöl tekin við börn, sem hafa til þess aldur og þroska, í hælismeðferð en ekki einungis foreldra þeirra. „Ekki er hægt að meta hvað barni er raunverulega fyrir bestu nema barn hafi fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á eigin forsendum,“ segir í yfirlýsingunni. 

Í umfjöllun Stundarinnar um börn í leit að alþjóðlegri vernd kemur meðal annars fram að börn sem leita hælis í fylgd foreldra sinna eru ekki álitin aðilar í málum er varða líf þeirra og öryggi. Umboðsmaður barna er á meðal þeirra sem hefur harðlega gagnrýnt málsmeðferðina sem hann telur brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Tryggja verður börnum og fjölskyldum þeirra fullnægjandi húsnæði og sjá til þess að börnin fari í skóla sem allra fyrst við komuna til landsins. Auk þess að tryggja menntun þeirra þarf að sjá til þess að þau hafi eitthvað fyrir stafni meðan þau bíða þess að vita hver afdrif þeirra verða. Börn skulu enn fremur hafa aðgang að leiksvæði þar sem þau búa meðan mál þeirra er í ferli. Sem dæmi er ekkert leiksvæði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, þar sem margar fjölskyldur dvelja – hvorki innan- né utanhúss. Húsið er staðsett í iðnaðarhverfi. Kerfið þarf enn fremur að geta tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem upp geta komið. Þetta á til dæmis við þegar mál barna hafa dregist hér á landi, þau hafa fest rætur eða eru fædd hér á landi. Einnig þarf að sjá til þess að fjölskyldusameining gangi greiðlega. Fjölskyldur eiga að geta verið saman og tryggja þarf að svo megi vera,“ segir í yfirlýsingu UNICEF og Rauða krossins. 

 

Yfirlýsing frá UNICEF á Íslandi og Rauða krossinum á Íslandi vegna barna á flótta sem koma hingað til lands:

Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og öll önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin. Það er óásættanlegt.

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast fyrir mannréttindum allra barna: Barna sem alin eru upp hér á landi, barna sem í neyð sinni leita til Íslands og barna sem búa við hörmungar erlendis. Eitt útilokar ekki annað og mun aldrei gera.

Með því að hjálpa til erlendis og hérlendis, á sama tíma – og með því að koma mannúðlega fram við þau börn og ungmenni sem leita eftir vernd á Íslandi – sýnum við í verki að við virðum mannréttindi. Börn heimsins eiga skýlausan rétt sem okkur ber að tryggja.

Stjórnvöld lögfestu Barnasáttmálann árið 2013 og gildir hann því sem lög á Íslandi. Í ljósi viðkvæmrar stöðu þeirra barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og þeirrar skyldu sem Barnasáttmálinn leggur á stjórnvöld, gera UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi kröfu um að stjórnvöld uppfylli mannréttindi þessara barna og tryggi neðangreinda þætti.

Fylgdarlaus börn sem sækja um vernd

- Móta verður skýra stefnu og verkferla um það hvað gerist þegar fylgdarlaust barn kemur til landsins og hvað tekur við.

- Sama barnaverndarnefndin skal hafa umsjón með öllum fylgdarlausum börnum, óháð því hvar þau gefa sig fram.

Byggja þarf upp reynslu meðal starfsfólks og safna þekkingu á einn stað til þess að tryggja sem besta umönnun og að börnum sé ekki mismunað eftir því í hvaða sveitarfélagi þau sækja um alþjóðlega vernd.

- Börnum skal tryggður tilsjónarmaður um leið og þau koma til landsins.

Tilsjónarmanneskjan þarf í samstarfi við barnavernd, sveitarfélög og stjórnvöld að tryggja að húsnæðismál barnanna séu í lagi, þau hafi aðgengi að menntun, þau fái læknisþjónustu, sálrænan stuðning, geti leikið sér, eigi klæðnað og annað sem börnum er nauðsynlegt og þau eiga rétt á.

- Ekki skal hýsa fylgdarlaus börn með fullorðnum.

Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem taka gildi um áramót má vista börn sem eru 15 ára og eldri með fullorðnum. Þetta er óásættanlegt. Nauðsynlegt er að tryggja vernd barnanna en fylgdarlaus börn í hælisleit eru sérstaklega berskjölduð gagnvart hvers konar misnotkun og mansali.

- Koma þarf á fót sérstöku húsnæðisúrræði.

Börn og ungmenni sem sækja um alþjóðlega vernd eru í afar viðkvæmri stöðu og taka þarf tillit til sérstakra aðstæðna þeirra. Einnig þarf að halda áfram stuðningi við börn eftir að þau verða 18 ára gömul og tryggja öryggi þeirra. Til að svo megi verða þarf að koma á fót sérstöku húsnæðisúrræði fyrir fylgdarlaus börn og unga hælisleitendur sem orðnir eru eldri en 18 ára. Með þeim þarf að vera sérstakur starfsmaður. Einnig þarf að halda áfram að undirbúa fósturfjölskyldur, líkt og gert hefur verið.

- Meðan mál barnanna er í ferli þarf að sjá til þess að þau séu í skóla og taki þátt í uppbyggjandi félagsstarfi.

Börnum sem eru 16 ára og eldri skal samkvæmt lögum boðin skólavist.

- Hætta skal að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna.

Nota þarf heildstætt mat við aldursgreiningu barna.

- Börn skulu ávallt njóta vafans.

Þetta á við hvort sem er vegna aldursgreiningar, frásagnar þeirra eða annað. Ef vafi leikur til dæmis á því hvort umsækjandi um alþjóðlega vernd sé 17 eða 18 ára skal viðkomandi njóta vafans.

Mikilvægt er að hafa í huga að hér á landi eru ekki mörg fylgdarlaus börn sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd og íslensk stjórnvöld ættu því að geta sinnt þeim vel.

Börn sem sækja um vernd á Íslandi með fjölskyldu sinni

Til Íslands koma mörg börn í hælisleit með fjölskyldum sínum. UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi undirstrika mikilvægi þess að aðstæður þessara barna skuli jafnframt kannaðar sérstaklega og formleg viðtöl tekin við börn, sem hafa til þess aldur og þroska, í hælismeðferð en ekki einungis foreldra þeirra. Ekki er hægt að meta hvað barni er raunverulega fyrir bestu nema barn hafi fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á eigin forsendum.

Tryggja verður börnum og fjölskyldum þeirra fullnægjandi húsnæði og sjá til þess að börnin fari í skóla sem allra fyrst við komuna til landsins. Auk þess að tryggja menntun þeirra þarf að sjá til þess að þau hafi eitthvað fyrir stafni meðan þau bíða þess að vita hver afdrif þeirra verða. Börn skulu enn fremur hafa aðgang að leiksvæði þar sem þau búa meðan mál þeirra er í ferli. Sem dæmi er ekkert leiksvæði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, þar sem margar fjölskyldur dvelja – hvorki innan- né utanhúss. Húsið er staðsett í iðnaðarhverfi.

Kerfið þarf enn fremur að geta tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem upp geta komið. Þetta á til dæmis við þegar mál barna hafa dregist hér á landi, þau hafa fest rætur eða eru fædd hér á landi. Einnig þarf að sjá til þess að fjölskyldusameining gangi greiðlega. Fjölskyldur eiga að geta verið saman og tryggja þarf að svo megi vera.

Allir þeir þættir sem raktir eru hér að ofan eiga einnig við um fylgdarlaus börn.

Öll börn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er útbreiddasti mannréttindasamningur í heimi og tryggir börnum víðtæk réttindi. Ein helsta forsenda sáttmálans er að börnum skuli ekki mismunað með nokkrum hætti og þeim skuli tryggt jafnræði. Enn fremur skulu stjórnvöld ávallt taka mið af því sem börnum er fyrir bestu þegar ákvarðanir eru teknar er þau varðar.

Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum sömu grundvallarmannréttindi, hvort sem þau hafa íslenskan ríkisborgararétt, eru í fríi á landinu eða hafa sótt hér um alþjóðlega vernd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Fá ekki að læra hér frekar en í Afganistan
FréttirFlóttamenn

Fá ekki að læra hér frek­ar en í Af­gan­ist­an

Í Af­gan­ist­an var þeim bann­að að læra. Á Ís­landi hafa þær mætt hindr­un­um í hvert sinn sem þær hafa reynt að kom­ast í skóla. Þær þrá ekk­ert heit­ar en að læra ís­lensku, kom­ast inn í sam­fé­lag­ið og sækja sér há­skóla­mennt­un. En þær eru fast­ar; kom­ast ekki út úr störf­um sín­um sem hót­el­þern­ur þar sem þær hafa eng­in tæki­færi til að þjálfa ís­lensk­una: lyk­il­inn að sam­fé­lag­inu.
Ágreiningurinn um útlendingamáin
Greining

Ágrein­ing­ur­inn um út­lend­inga­má­in

„Ég tel ekki að slík frum­vörp eigi er­indi inn í þing­ið,“ sagði Svandís Svavars­dótt­ir. „Þar er­um við inn­viða­ráð­herra held ég ósam­mála,“ svar­aði Guð­rún Haf­steins­dótt­ir. Þetta var gam­alt stef og nýtt, að flokk­arn­ir væru ósam­mála í út­lend­inga­mál­um, en það hafði þó varla ver­ið jafn skýrt fyrr en rétt áð­ur en stjórn­in féll, skömmu áð­ur en Guð­rún ætl­aði sér að leggja fram frum­varp um lok­að bú­setu­úr­ræði.
Jón Gunnars og Áslaug Arna hringdu í ríkislögreglustjóra vegna Yazans
FréttirFlóttamenn

Jón Gunn­ars og Áslaug Arna hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra vegna Yaz­ans

Gögn sem Heim­ild­in fékk af­hent frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu varpa ljósi á það að fleiri stjórn­mála­menn en Guð­mund­ur Ingi Guð­brands­son fé­lags­mála­ráð­herra tóku upp tól­ið og hringdu í rík­is­lög­reglu­stjóra áð­ur en ákveð­ið var að fresta brott­vís­un Yaz­ans Tamimi og fjöl­skyldu. Tveir fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herr­ar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hringdu í Sig­ríði Björk Guð­jóns­dótt­ur rík­is­lög­reglu­stjóra og ræddu mál­ið.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár