Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

UNICEF og RKÍ: Mannréttindi barna á flótta ítrekað verið brotin hér á landi

Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna og Rauði kross­inn á Ís­landi hafa sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem staða barna sem sækja um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi er harð­lega gagn­rýnd. Krefjast þess að stjórn­völd upp­fylli mann­rétt­indi þess­ara barna.

UNICEF og RKÍ: Mannréttindi barna á flótta ítrekað verið brotin hér á landi

„Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og öll önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin. Það er óásættanlegt.“

Þetta segir meðal annars í sameiginlegri yfirlýsingu UNICEF á Íslandi og Rauða krossins sem hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna barna á flótta sem koma hingað til lands. Þar segir að það sé sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast fyrir mannréttindum allra barna: „Barna sem alin eru upp hér á landi, barna sem í neyð sinni leita til Íslands og barna sem búa við hörmungar erlendis. Eitt útilokar ekki annað og mun aldrei gera. Með því að hjálpa til erlendis og hérlendis, á sama tíma – og með því að koma mannúðlega fram við þau börn og ungmenni sem leita eftir vernd á Íslandi – sýnum við í verki að við virðum mannréttindi. Börn heimsins eiga skýlausan rétt sem okkur ber að tryggja,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni. 

Vilja betri úrræði fyrir fylgdarlaus börn

Reyndi að svipta sig lífi
Reyndi að svipta sig lífi Hinn sautján ára gamli Muhiyo Hamud hefur beðið í rúma 7 mánuði eftir svari við því hvort hann fái að setjast að á Íslandi, við óviðunandi aðstæður. Honum var vísað frá á bráðamóttöku geðdeildar eftir að hafa reynt að svipta sig lífi.

UNICEF og Rauði krossinn gera þá kröfu á íslensk stjórnvöld að þau uppfylli mannréttindi barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi, meðal annars með því að móta skýra stefnu og verkferla um það hvað gerist þegar fylgdarlaust barn komi til landsins. Þá eigi sama bernaverndin að hafa umsjón með öllum fylgdarlausum börnum, óháð því hvar þau gefa sig fram, börnum sé tryggður tilsjónarmaður um leið og þau koma til landsins, fylgdarlaus börn séu ekki hýst með fullorðnum, koma þurfi á fót sérstöku húsnæðisúrræði og börn séu í skóla og taki þátt í uppbyggjandi félagsstarfi á meðan málin séu í ferli. Þá vilja samtökin að stjórnvöld hætti að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna, en eins og Stundin hefur fjallað um eru slíkar tanngreiningar afar umdeildar

Eins og fram kom í umfjöllun Stundarinnar fyrr í mánuðinum hefur ekki verið skýr stefna um það hvaða ferli taki við þegar fylgdarlaus börn koma til landsins. Þau fá mismunandi þjónustu eftir því í hvaða sveitarfélagi þau sæki um hæli, þau eru látin dvelja í húsnæði ætluð fullorðnum einstaklingum og er aldur þeirra metinn með mjög umdeildum aðferðum. 

Sjá einnig: Við erum eins og dýr í búri

Börn geti komið sjónarmiðum sínum á framfæri

Samtökin benda einnig á að til Íslands komi mörg börn í hælisleit með fjölskyldum sínum og undirstrika þau mikilvægi þes að aðstæður barna skuli jafnframt kannaðar sérstaklega og formleg viðtöl tekin við börn, sem hafa til þess aldur og þroska, í hælismeðferð en ekki einungis foreldra þeirra. „Ekki er hægt að meta hvað barni er raunverulega fyrir bestu nema barn hafi fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á eigin forsendum,“ segir í yfirlýsingunni. 

Í umfjöllun Stundarinnar um börn í leit að alþjóðlegri vernd kemur meðal annars fram að börn sem leita hælis í fylgd foreldra sinna eru ekki álitin aðilar í málum er varða líf þeirra og öryggi. Umboðsmaður barna er á meðal þeirra sem hefur harðlega gagnrýnt málsmeðferðina sem hann telur brjóta í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Tryggja verður börnum og fjölskyldum þeirra fullnægjandi húsnæði og sjá til þess að börnin fari í skóla sem allra fyrst við komuna til landsins. Auk þess að tryggja menntun þeirra þarf að sjá til þess að þau hafi eitthvað fyrir stafni meðan þau bíða þess að vita hver afdrif þeirra verða. Börn skulu enn fremur hafa aðgang að leiksvæði þar sem þau búa meðan mál þeirra er í ferli. Sem dæmi er ekkert leiksvæði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, þar sem margar fjölskyldur dvelja – hvorki innan- né utanhúss. Húsið er staðsett í iðnaðarhverfi. Kerfið þarf enn fremur að geta tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem upp geta komið. Þetta á til dæmis við þegar mál barna hafa dregist hér á landi, þau hafa fest rætur eða eru fædd hér á landi. Einnig þarf að sjá til þess að fjölskyldusameining gangi greiðlega. Fjölskyldur eiga að geta verið saman og tryggja þarf að svo megi vera,“ segir í yfirlýsingu UNICEF og Rauða krossins. 

 

Yfirlýsing frá UNICEF á Íslandi og Rauða krossinum á Íslandi vegna barna á flótta sem koma hingað til lands:

Börn sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi eiga sömu mannréttindi og öll önnur börn hér á landi. Þau mannréttindi hafa þó ítrekað verið brotin. Það er óásættanlegt.

Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að berjast fyrir mannréttindum allra barna: Barna sem alin eru upp hér á landi, barna sem í neyð sinni leita til Íslands og barna sem búa við hörmungar erlendis. Eitt útilokar ekki annað og mun aldrei gera.

Með því að hjálpa til erlendis og hérlendis, á sama tíma – og með því að koma mannúðlega fram við þau börn og ungmenni sem leita eftir vernd á Íslandi – sýnum við í verki að við virðum mannréttindi. Börn heimsins eiga skýlausan rétt sem okkur ber að tryggja.

Stjórnvöld lögfestu Barnasáttmálann árið 2013 og gildir hann því sem lög á Íslandi. Í ljósi viðkvæmrar stöðu þeirra barna sem sækja um alþjóðlega vernd hér á landi og þeirrar skyldu sem Barnasáttmálinn leggur á stjórnvöld, gera UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi kröfu um að stjórnvöld uppfylli mannréttindi þessara barna og tryggi neðangreinda þætti.

Fylgdarlaus börn sem sækja um vernd

- Móta verður skýra stefnu og verkferla um það hvað gerist þegar fylgdarlaust barn kemur til landsins og hvað tekur við.

- Sama barnaverndarnefndin skal hafa umsjón með öllum fylgdarlausum börnum, óháð því hvar þau gefa sig fram.

Byggja þarf upp reynslu meðal starfsfólks og safna þekkingu á einn stað til þess að tryggja sem besta umönnun og að börnum sé ekki mismunað eftir því í hvaða sveitarfélagi þau sækja um alþjóðlega vernd.

- Börnum skal tryggður tilsjónarmaður um leið og þau koma til landsins.

Tilsjónarmanneskjan þarf í samstarfi við barnavernd, sveitarfélög og stjórnvöld að tryggja að húsnæðismál barnanna séu í lagi, þau hafi aðgengi að menntun, þau fái læknisþjónustu, sálrænan stuðning, geti leikið sér, eigi klæðnað og annað sem börnum er nauðsynlegt og þau eiga rétt á.

- Ekki skal hýsa fylgdarlaus börn með fullorðnum.

Samkvæmt nýjum útlendingalögum sem taka gildi um áramót má vista börn sem eru 15 ára og eldri með fullorðnum. Þetta er óásættanlegt. Nauðsynlegt er að tryggja vernd barnanna en fylgdarlaus börn í hælisleit eru sérstaklega berskjölduð gagnvart hvers konar misnotkun og mansali.

- Koma þarf á fót sérstöku húsnæðisúrræði.

Börn og ungmenni sem sækja um alþjóðlega vernd eru í afar viðkvæmri stöðu og taka þarf tillit til sérstakra aðstæðna þeirra. Einnig þarf að halda áfram stuðningi við börn eftir að þau verða 18 ára gömul og tryggja öryggi þeirra. Til að svo megi verða þarf að koma á fót sérstöku húsnæðisúrræði fyrir fylgdarlaus börn og unga hælisleitendur sem orðnir eru eldri en 18 ára. Með þeim þarf að vera sérstakur starfsmaður. Einnig þarf að halda áfram að undirbúa fósturfjölskyldur, líkt og gert hefur verið.

- Meðan mál barnanna er í ferli þarf að sjá til þess að þau séu í skóla og taki þátt í uppbyggjandi félagsstarfi.

Börnum sem eru 16 ára og eldri skal samkvæmt lögum boðin skólavist.

- Hætta skal að notast við tanngreiningar við aldursgreiningu barna.

Nota þarf heildstætt mat við aldursgreiningu barna.

- Börn skulu ávallt njóta vafans.

Þetta á við hvort sem er vegna aldursgreiningar, frásagnar þeirra eða annað. Ef vafi leikur til dæmis á því hvort umsækjandi um alþjóðlega vernd sé 17 eða 18 ára skal viðkomandi njóta vafans.

Mikilvægt er að hafa í huga að hér á landi eru ekki mörg fylgdarlaus börn sem hafa óskað eftir alþjóðlegri vernd og íslensk stjórnvöld ættu því að geta sinnt þeim vel.

Börn sem sækja um vernd á Íslandi með fjölskyldu sinni

Til Íslands koma mörg börn í hælisleit með fjölskyldum sínum. UNICEF á Íslandi og Rauði krossinn á Íslandi undirstrika mikilvægi þess að aðstæður þessara barna skuli jafnframt kannaðar sérstaklega og formleg viðtöl tekin við börn, sem hafa til þess aldur og þroska, í hælismeðferð en ekki einungis foreldra þeirra. Ekki er hægt að meta hvað barni er raunverulega fyrir bestu nema barn hafi fengið tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri á eigin forsendum.

Tryggja verður börnum og fjölskyldum þeirra fullnægjandi húsnæði og sjá til þess að börnin fari í skóla sem allra fyrst við komuna til landsins. Auk þess að tryggja menntun þeirra þarf að sjá til þess að þau hafi eitthvað fyrir stafni meðan þau bíða þess að vita hver afdrif þeirra verða. Börn skulu enn fremur hafa aðgang að leiksvæði þar sem þau búa meðan mál þeirra er í ferli. Sem dæmi er ekkert leiksvæði í Bæjarhrauni í Hafnarfirði, þar sem margar fjölskyldur dvelja – hvorki innan- né utanhúss. Húsið er staðsett í iðnaðarhverfi.

Kerfið þarf enn fremur að geta tekið tillit til sérstakra aðstæðna sem upp geta komið. Þetta á til dæmis við þegar mál barna hafa dregist hér á landi, þau hafa fest rætur eða eru fædd hér á landi. Einnig þarf að sjá til þess að fjölskyldusameining gangi greiðlega. Fjölskyldur eiga að geta verið saman og tryggja þarf að svo megi vera.

Allir þeir þættir sem raktir eru hér að ofan eiga einnig við um fylgdarlaus börn.

Öll börn

Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er útbreiddasti mannréttindasamningur í heimi og tryggir börnum víðtæk réttindi. Ein helsta forsenda sáttmálans er að börnum skuli ekki mismunað með nokkrum hætti og þeim skuli tryggt jafnræði. Enn fremur skulu stjórnvöld ávallt taka mið af því sem börnum er fyrir bestu þegar ákvarðanir eru teknar er þau varðar.

Barnasáttmálinn tryggir öllum börnum sömu grundvallarmannréttindi, hvort sem þau hafa íslenskan ríkisborgararétt, eru í fríi á landinu eða hafa sótt hér um alþjóðlega vernd.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Flóttamenn

Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Segir taugaveiklun hafa gripið um sig í Sjálfstæðisflokknum í kjölfar ummæla Kristrúnar
StjórnmálFlóttamenn

Seg­ir tauga­veiklun hafa grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um í kjöl­far um­mæla Kristrún­ar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þing­mað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði að tauga­veiklun hafi grip­ið um sig í Sjálf­stæð­is­flokkn­um eft­ir að Kristrún Frosta­dótt­ir steig inn í um­ræð­una um út­lend­inga­mál. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafi í kjöl­far­ið ákveð­ið að kenna Sam­fylk­ing­unni um allt sem hef­ur mis­far­ist í mál­efn­um út­lend­inga. Þing­menn Við­reisn­ar og Pírata hörm­uðu í ræð­um sín­um þær breyt­ing­ar sem hafa átt sér stað á við­horfi til flótta­fólks.
„Þið eruð djöfulsins fasistar og ættuð að skammast ykkar“
FréttirFlóttamenn

„Þið er­uð djöf­uls­ins fas­ist­ar og ætt­uð að skamm­ast ykk­ar“

Drög að frum­varpi um lok­að bú­setu­úr­ræði hafa feng­ið á sig tölu­verða gagn­rýni í sam­ráðs­gátt stjórn­valda – bæði frá ein­stak­ling­um og sam­tök­um. Er frum­varps­til­lag­an með­al ann­ars bendl­uð við fas­isma, fanga­búð­ir og að­för gegn mann­rétt­ind­um. Rauði kross­inn, Mann­rétt­inda­skrif­stofa, UNICEF og Barna­heill lýsa yf­ir áhyggj­um af vist­un barna í bú­setu­úr­ræð­inu og segja ákvæði frum­varps­ins óljós og mats­kennd.

Mest lesið

RÚV frestaði sýningu dagskrárliða til að forðast tap á síðasta ári
2
Greining

RÚV frest­aði sýn­ingu dag­skrárliða til að forð­ast tap á síð­asta ári

RÚV fékk 5,7 millj­arða króna úr rík­is­sjóði í fyrra og afl­aði 2,9 millj­arða króna tekna af sam­keppn­is­rekstri, sem er að­al­lega sala á aug­lýs­ing­um. Tekj­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafa auk­ist mik­ið á síð­ustu ár­um, ann­ars veg­ar vegna þess að íbú­um lands­ins hef­ur fjölg­að og hins veg­ar vegna þess að aug­lýs­inga­tekj­ur hafa auk­ist.
Sigríður Hrund greiddi fyrir viðtal á NBC – Verðið trúnaðarmál
3
FréttirForsetakosningar 2024

Sig­ríð­ur Hrund greiddi fyr­ir við­tal á NBC – Verð­ið trún­að­ar­mál

Sig­ríð­ur Hrund Pét­urs­dótt­ur for­setafram­bjóð­andi greiddi ásamt nokkr­um öðr­um kon­um fyr­ir birt­ingu við­tals við hana hjá banda­ríska fjöl­miðl­in­um NBC en verð­ið er trún­að­ar­mál. Hún seg­ist hafa vilj­að grípa tæki­fær­ið til þess að benda á það hve op­ið fram­boðs­ferl­ið er á Ís­landi og til þess að sýna að venju­leg kona gæti boð­ið sig fram til for­seta.
Niðurstaðan hefði getað verið dramatískari
6
Fréttir

Nið­ur­stað­an hefði getað ver­ið drama­tísk­ari

Í nið­ur­stöðu Mann­rétt­inda­dóm­stóls Evr­ópu um brot ís­lenska rík­is­ins í Al­þing­is­kosn­ing­un­um ár­ið 2021 er ekki kveð­ið skýrt á um að breyta þurfi stjórn­ar­skránni en regl­ur þurfi að setja um það hvernig Al­þingi tek­ur á mál­um eins og því sem kom upp eft­ir end­urtaln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Lektor í lög­fræði seg­ir að nið­ur­stað­an hefði getað orð­ið drama­tísk­ari hvað stjórn­ar­skrána varð­ar.
Þöggunarmálsóknir gegn fjölmiðlum mæta andstöðu Evrópuráðs
10
Erlent

Þögg­un­ar­mál­s­ókn­ir gegn fjöl­miðl­um mæta and­stöðu Evr­ópu­ráðs

Ráð­herr­a­ráð Evr­ópu­ráðs hef­ur birt til­mæli til allra að­ild­ar­ríkja, þar með tal­ið Ís­lands, um að vinna eigi gegn SLAPP-mál­sókn­um, sem séu skað­leg­ar lýð­ræð­inu og al­manna­hag. Slík­um mál­sókn­um hef­ur ver­ið beitt gegn al­menn­ingi og fjöl­miðl­um til að þagga nið­ur eða refsa fyr­ir óþægi­lega um­fjöll­un. Tölu­vert er um SLAPP-mál­sókn­ir á Ís­landi, en ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu slíkra til­mæla af rík­is­stjórn, seg­ir Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­kona Pírata.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Undirskriftir gegn Bjarna orðnar fleiri en greidd atkvæði Sjálfstæðisflokksins á höfuðborgarsvæðinu
3
Fréttir

Und­ir­skrift­ir gegn Bjarna orðn­ar fleiri en greidd at­kvæði Sjálf­stæð­is­flokks­ins á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Á ein­ung­is tveim­ur dög­um hafa um 34 þús­und ein­stak­ling­ar skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem lýst er yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Fjöldi und­ir­skrifta vex hratt og eru þær nú orðn­ar fleiri en þau at­kvæði sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk greidd á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í síð­ustu Al­þing­is­kosn­ing­um.
„Þetta er móðgun við okkur“
6
Fréttir

„Þetta er móðg­un við okk­ur“

Heim­ild­in ákvað að hringja í nokkra sem höfðu skrif­að und­ir und­ir­skriftal­ist­ann: Bjarni Bene­dikts­son hef­ur ekki minn stuðn­ing sem for­sæt­is­ráð­herra til þess ein­fald­lega að spyrja: hvers vegna? Svör­in voru marg­vís­leg en þau átta sem svör­uðu sím­an­um höfðu marg­vís­leg­ar ástæð­ur fyr­ir því en áttu það öll sam­eig­in­legt að treysta ekki Bjarna sök­um fer­ils hans sem stjórn­mála­manns og sér í lagi síð­ustu mán­uði þar sem hann hef­ur far­ið frá því að vera fjár­mála­ráð­herra yf­ir í það að vera ut­an­rík­is­ráð­herra og loks for­sæt­is­ráð­herra.
Sakar nýjan matvælaráðherra um lygar
8
Fréttir

Sak­ar nýj­an mat­væla­ráð­herra um lyg­ar

Ólaf­ur Stephen­sen, Fram­kvæmda­stjóri Fé­lags at­vinnu­rek­anda, seg­ir að ný­skip­að­ur mat­væla­ráð­herra hafi sagt ósátt þeg­ar hún sagði að all­ir um­sagnar­að­il­ar hafi ver­ið kall­að­ir á fund at­vinnu­vega­nefnd­ar til að ræða frum­varp til breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um. Ólaf­ur seg­ir að Fé­lag at­vinnu­rek­anda hafi ekki feng­ið boð á fund áð­ur en um­deild­ar breyt­ing­ar á lög­un­um voru sam­þykkt­ar.
„Verðmætin okkar felast líka í að nýta náttúruna“
9
FólkForsetakosningar 2024

„Verð­mæt­in okk­ar fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una“

Halla Hrund Loga­dótt­ir vill hafa sömu vök­ulu augu sem hún hef­ur haft sem orku­mála­stjóri og nýta þau, og rödd sína, með sterk­ari hætti í embætti for­seta. Halla Hrund er með stórt nátt­úru­hjarta en verð­mæt­in fel­ast líka í að nýta nátt­úr­una. „Fyr­ir mér felst þetta í jafn­vægi og virð­ingu í sam­skipt­um, við þurf­um ekki að deila svona mik­ið.“
Jón Gnarr segir að ísraelskir landnemar í Palestínu þurfi að hypja sig
10
FréttirForsetakosningar 2024

Jón Gn­arr seg­ir að ísra­elsk­ir land­nem­ar í Palestínu þurfi að hypja sig

Jón Gn­arr lýs­ir yf­ir harðri and­stöðu við stríð­ið í Palestínu í ný­legu við­tali í hlað­varp­inu Vakt­inn. Hann vill taf­ar­laust vopna­hlé, póli­tíska end­ur­nýj­un í Ísra­el og að land­töku­byggð­ir Ísra­els í Palestínu verði lagð­ar nið­ur. „Það þarf bara að jafna þetta við jörðu og segja þessu liði að hypja sig.“

Mest lesið í mánuðinum

Læstur inni í íbúðinni sinni í fimmtán ár
1
Viðtal

Læst­ur inni í íbúð­inni sinni í fimmtán ár

Sveinn Bjarna­son bjó í fimmtán ár í læstri íbúð á veg­um Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar. Hann bank­aði oft ít­rek­að og grét áð­ur en starfs­fólk opn­aði fyr­ir hon­um. Móð­ir hans gerði end­ur­tekn­ar at­huga­semd­ir við að hann væri læst­ur inni og seg­ir son sinn hafa ver­ið van­rækt­an. Fyrr á þessu ári greip hún til þess ör­þrifa­ráðs að flytja hann bú­ferl­um í ann­an lands­hluta til að fá mann­sæm­andi að­bún­að fyr­ir hann. Mál Sveins varp­ar ljósi á al­var­leg­ar brota­lam­ir í þjón­ustu við fatl­að fólk á Ís­landi og sýn­ir hvernig mann­rétt­indi hafa ver­ið virt að vett­ugi ár­um sam­an.
Eina leiðin til að halda lífinu áfram var að koma út
3
ViðtalForsetakosningar 2024

Eina leið­in til að halda líf­inu áfram var að koma út

Bald­ur Þór­halls­son bældi nið­ur eig­in kyn­hneigð frá barns­aldri og fannst hann ekki geta ver­ið hann sjálf­ur. Fyr­ir 28 ár­um tók hann ákvörð­un um að koma út úr skápn­um, það var ekki ann­að í boði ef hann ætl­aði að halda áfram með líf­ið. Nú stefna þeir Fel­ix Bergs­son á Bessastaði. „Við eig­um 28 ára ást­ríkt sam­band að baki og höf­um ekk­ert að fela,“ seg­ir Fel­ix.
Nýjar ógnir blasa við Íslendingum
4
Úttekt

Nýj­ar ógn­ir blasa við Ís­lend­ing­um

Ís­land get­ur orð­ið skot­mark í styrj­öld sem veik­asti hlekk­ur­inn í varn­ar­keðju Vest­ur­landa. Don­ald Trump hafn­ar skuld­bind­ingu Banda­ríkj­anna til að verja NATO-ríki sem borga ekki sinn skerf, en Ís­land er lengst frá því af öll­um. Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir, fyrr­ver­andi ut­an­rík­is­ráð­herra, seg­ir varn­ar­samn­ing­inn við Banda­rík­in hafa „af­skap­lega tak­mark­að gildi“.
„Ég ætla ekki að kinka kolli framan í einhver illmenni án þess að segja neitt“
6
ViðtalForsetakosningar 2024

„Ég ætla ekki að kinka kolli fram­an í ein­hver ill­menni án þess að segja neitt“

Jón Gn­arr er kom­inn í for­setafram­boð. Hann seg­ir meiri þörf á gleði og húm­or í lýð­ræð­inu og sam­fé­lag­inu þar sem of­fram­boð sé á leið­ind­um og er sann­færð­ur um að þjóð­in sé að leita sér að mann­eskju sem hún geti séð sjálfa sig í. Jón ætl­ar sér að mýkja freka kall­inn með kær­leik­ann að vopni og lof­ar að vera hvorki of­stopa­mann­eskja né lydda, nái hann kjöri. Svo hef­ur hann alltaf dreymt um að búa í Garða­bæ.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
7
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.
Risar í landbúnaði orðnir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýnist
8
Rannsókn

Ris­ar í land­bún­aði orðn­ir að fríríki og geta stýrt verði eins og þeim sýn­ist

Laga­breyt­ing sem var fyr­ir einu og hálfu ári köll­uð „að­för að neyt­end­um“ var sam­þykkt á Al­þingi í lok síð­ustu viku með at­kvæð­um minni­hluta þing­manna. Um er að ræða af­nám á ólög­mætu sam­ráði stærstu land­bún­að­ar­fyr­ir­tækja lands­ins. Laga­breyt­ing­unni var laum­að inn í frum­varp á loka­metr­um af­greiðslu þess með mik­illi að­komu þeirra sem mest græða á henni.
Halla nú ósammála mörgu sem hún beitti sér fyrir sem framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs
10
FréttirForsetakosningar 2024

Halla nú ósam­mála mörgu sem hún beitti sér fyr­ir sem fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs

Ár­ið 2007 mælti Halla Tóm­as­dótt­ir, sem þá var fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs, fyr­ir breyt­ing­um til þess að Ís­land gæti orð­ið „best í heimi.“ Þar á með­al var að setja á flata og lága skatta, einka­væða há­skóla og heil­brigðis­kerfi, einka­væða nátt­úru­auð­lind­ir og stór­auka ensku­kennslu. Heim­ild­in kann­aði hver við­horf Höllu væru til mála­flokk­anna í dag.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu