Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Jón Baldvin kærir: „Sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni“

Al­dís Schram skrif­aði hand­rit byggt á eig­in lífi og sýndi með­al ann­ars Elísa­betu Ronalds­dótt­ur kvik­mynda­gerð­ar­konu. Elísa­bet seg­ir Bryn­dísi Schram hafa hringt í sig í kjöl­far­ið og sagt að barn­ung Al­dís hafi „reynt við“ föð­ur sinn. Jón Bald­vin Hanni­bals­son seg­ir að handit­ið sé upp­sprett­an að sög­um 23 kvenna sem saka hann um kyn­ferð­is­lega áreitni.

Jón Baldvin kærir: „Sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni“
Aldís og Jón Baldvin Elísabet Ronaldsdóttir segist hafa fengið símtal eftir að hafa lesið handrit Aldísar.

Jón Baldvin Hannibalsson spyr hvort sögur 23 kvenna sem sakað hafað hann um kynferðislega áreitni séu allar sprottnar upp úr handriti sem dóttir hans, Aldís Schram, skrifaði fyrir rúmum áratug. Hann segir málaferli væntanleg og að hann hafi kært „slúðurbera í fjölmiðlum fyrir tilhæfulausar sakargiftir, ranghermi og gróf meiðyrði“.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag, sem ber titilinn „Leikhússmiðjan ehf?“ segist Jón Baldvin hafa séð handritið, sem fjallaði um valdamann, sem í skjóli nætur og ölvunar níðist á konum og börnum, árið 2006.

„Söguþráðurinn er sá sami og í sögum #metoo-kvennanna,“ skrifar Jón Baldvin. –„Sömu sögupersónur. Sama kynlífsþráhyggjan. Sama heilagsanda upphafningin. Meira að segja keimlíkar verknaðarlýsingar. Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni? Mér láðist að geta þess áðan, að þegar nánar er að gáð reynist höfundarnafnið – Júrí Khristovski – vera skáldanafn. Höfundurinn, sem leynist þar að baki, er Aldís Baldvinsdóttir, nú þekktari undir nafninu Aldís Schram.“

Í samtali við Stundina í janúar greindi Elísabet Ronaldsdóttir kvikmyndagerðarkona frá því að hún hafi hitt Aldísi á fundi og lesið handrit um persónulega reynslu hennar af Jóni Baldvini. Í handritinu var fjallað um meint kynferðisofbeldi hans, sem byggði á upplifunum Aldísar sjálfrar og öðrum frásögnum sem henni höfðu borist.

Barnið „reyndi svo mikið“ við Jón Baldvin

Elísabet sagði fundinn og atburðina í kringum hann hafa verið sláandi. „Ég þekkti Aldísi ekki fyrr og ég þekkti ekki þetta fólk nema að Bryndís var framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og ég var í einhverjum samskiptum við hana,“ sagði hún. „Við Aldís mæltum okkur mót og í millitíðinni, áður en ég hitti hana, þá labbaði ég fram á Bryndísi og Jón Baldvin þar sem þau voru á kaffihúsi.

Ég heilsaði kumpánlega og sagði að þetta væri skemmtilegt þar sem ég væri að fara að hitta Aldísi. Ég vissi ekkert, algjörlega bláeyg og hafði ekki grænan grun um hvað væri í gangi. Sagði þeim að hún væri að fara að sýna mér handrit. Þá kom einhver undarleg dauðaþögn á hópinn en enginn sagði neitt. Ég var hvort sem er að fara á fund þannig að ég kvaddi og fór bara.“

Elísabet talaði við Aldísi og las handritið. Málið hafi komið henni í opna skjöldu. Hún hafi ekkert vitað af þessum sögum af Jóni Baldvini. Nokkrum dögum síðar, nálægt miðnætti, hafi hún óvænt fengið símtal frá Bryndísi Schram.

„Bryndís fór að tala um hvað þetta væri allt erfitt með Aldísi og að hún væri ekki heil á geði,“ segir Elísabet. „Ég sagði henni að í handritinu væri talað um kynferðisofbeldi og þá bara allt í einu fór Bryndís að útskýra hvernig Aldís hafi sem barn verið að reyna svo mikið við Jón Baldvin og þetta væri allt henni að kenna. Hún hefði verið þannig barn að hún hafi ekki getað látið hann í friði. Þetta var mjög sláandi og óþægilegt símtal og síðan þá hef ég ekki talað við Bryndísi. Ég sagði henni að mér fyndist ekki hægt að tala svona um börn, þau bæru ekki ábyrgð, og endaði þetta símtal.“

Í samtali við Stundina hafnaði Bryndís því að hafa sagt þetta við Elísabetu. „Guð minn góður, þetta get ég ekki hafa sagt,“ segir Bryndís. „Handritið er uppspuni frá rótum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Metoo

Brotaþolinn tekur skellinn
LífiðMetoo

Brota­þol­inn tek­ur skell­inn

Kon­ur eru í mikl­um meiri­hluta þeirra sem verða fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni karl­kyns yf­ir­manns á vinnu­stöð­um. Drífa Snæ­dal, talskona Stíga­móta, seg­ir að slík áreitni geti orð­ið til þess að kon­ur upp­lifi jafn­vel skömm og sum­ar hrökklast úr starfi þeg­ar ástand­ið er orð­ið óbæri­legt. Þetta of­beldi get­ur haft áhrif á sjálfs­mynd og sjálfs­traust við­kom­andi konu og and­lega líð­an.
Grátt uppgjör blaðakonu við MeToo: „Blaðamenn eru ekki aktívistar“
MenningMetoo

Grátt upp­gjör blaða­konu við MeT­oo: „Blaða­menn eru ekki aktív­ist­ar“

Sænska blaða­kon­an Åsa Lind­er­borg hef­ur skrif­að bók þar sem hún ger­ir upp Met­oo-um­ræð­una í Sví­þjóð með gagn­rýn­um hætti. Lind­er­borg var í mót­sagna­kenndri stöðu í Met­oo-um­ræð­unni þar sem hún hef­ur bæði gagn­rýnt hana og líka ver­ið gagn­rýnd fyr­ir að hafa vald­ið sjálfs­morði leik­hús­stjór­ans Benny Fredrik­son með skrif­um sín­um um hann.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
3
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár