Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Rík­is­stjórn­in vill bæta við nýju lág­tekju­skatt­þrepi og breyta við­miði per­sónu­afslátt­ar. „Ég skil ekki hvers vegna þau smyrja þess­ari ör­litlu lækk­un svona langa leið upp launa­stig­ann,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar.

Ríkisstjórnin vill lækka skattbyrði flestra en ekki hrófla við skattlagningu ofurtekna

Breytingarnar sem ríkisstjórnin leggur til á tekjuskattskerfinu þýða að skattar hjá þorra fólks sem tilheyrir efri millitekjuhópum og hátekjuhópum munu lækka um sömu fjárhæð og skattar hjá þorra lágtekjufólks.

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti tillögurnar á blaðamannafundi í fjármálaráðuneytinu í dag og fullyrti að ef breytingarnar yrðu að veruleika myndi skattbyrði lágtekjufólks lækka um rúm tvö prósentustig. Þetta er einnig staðhæft á vef fjármálaráðuneytisins. Samkvæmt talnaefni sem varpað var upp á blaðamannafundinum er hins vegar ljóst að stór hluti lágtekjufólks mun ekki fá svo mikla lækkun á skattbyrði sinni.

Ríkisstjórnin leggur til að bætt verði við nýju skattþrepi með lægra skatthlutfalli neðarlega í tekjustiganum. Skattbyrði tekjulægstu Íslendinga verði alls lækkuð um rúm 2 prósentustig eða sem nemur 6760 krónum á mánuði. Þá verði viðmiði um þróun persónuafsláttar breytt til að stöðva skattskrið og samnýting þrepa afnumin.

Fyrirhuguð skattalækkun mun ná hátt upp tekjustigann. Svo virðist sem ekki standi vilji til þess að hrófla við skattlagningu hæstu tekna. „Það er ekki verið að auka skattbyrðina neins staðar. Þetta finnst mér afskaplega mikilvægt,“ sagði Bjarni Benediktsson á blaðamannafundinum. Þannig er áfram gert ráð fyrir að skatthlutfall efsta þrepsins verði um 46,24 prósent, lægra en gengur og gerist á hinum Norðurlöndunum.

Í kynningarefni á vef fjármálaráðuneytisins eru áhrif fyrirhugaðra skattalækkana sýnd. Veruleg skattalækkun kemur í hlut fólks sem er vel yfir meðaltekjum, t.d. til barnafjölskyldna þar sem foreldrar hafa hátt í tvær milljónir í mánaðartekjur:

„Stjórnvöld hafa stefnt að því að minnka álögur og líta til jafnaðar. Starfshópur hefur unnið tillögur að breytingum eftir þessum leiðarstefjum. Niðurstaðan af vinnu hópsins er að æskilegt sé að jöfnunin grundvallist meira á þrepum kerfisins en persónuafslætti/skattleysismörkum,“ segir í tilkynningu á vef fjármálaráðuneytisins. „Því er mælt með nýju þrepi sem lækkar skatthlutfall sérstaklega fyrir þá sem eru í lægstu tekjutíundunum. Fyrir þá sem eru með mánaðalaun upp á 325 þúsund krónur þýðir þetta aukningu ráðstöfunartekna um 81 þúsund krónur.“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, tjáir sig um tillögurnar í tilkynningu á vef  stéttarfélagsins. „Ég skil ekki hvers vegna þau smyrja þessari örlitlu lækkun svona langa leið upp launastigann,“ segir hún. „Hvers vegna þau eyða þessu pínulitla svigrúmi, eins og þau kalla það, á laun sem duga vel fyrir framfærslu, þannig að lækkunin sem hver fær dugar engan veginn fyrir þann stóra fjölda sem er á lægstu launum?“ 

Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, hefur fagnað tillögunum en fulltrúar launþegahreyfingarinnar tekið þeim fálega. „Við höfðum búist við einhverju í nánd við 20 þúsund á mánuði“ segir Sólveig Anna. „Það hefði getað verið grundvöllur fyrir alvarlegu samtali.“ Fullyrt er á vef Eflingar að hugmyndir ríkisstjórnarinnar snúist um skattalækkun um 6.760 krónur á mánuði fyrir mánaðarlaun upp að 900.000 krónum. Aðgerðirnar kæmu ekki til framkvæmda fyrr en á næsta ári.

Fram kom í kynningu Bjarna Benediktssonar að samkvæmt hinu nýja kerfi yrði skatthlutfall fyrsta þreps 32,94 prósent. Persónuafsláttur yrði 56.477 krónur á mánuði og þar með skattleysismörk 159.174 krónur á mánuði. 

Drífa Snædal

Drífa Snædal, forseti ASÍ, tjáir sig um málið á Facebook og skrifar:

Dagur vonbrigða í dag þegar við fengum kynningu á skattatillögum stjórnvalda. 

1. Skattalækkun upp allan stigann (enginn að kalla eftir skattalækkun á hæstu tekjuhópana). 

2. Sennilega frysting persónuafsláttar í nokkur ár (raunlækkun persónuafsláttar). 

3. Ekkert meira inn í barnabóta- og húsnæðiskerfin en komið er (Fjármagn í barnabætur hafa ekki náð raungildi ársins 2010). 

4. Enginn hátekjuskattur eða hækkun á auðlindagjöldum og fjármagnstekjuskatti (Tekjuöflun engin). 

5. Skattalækkun á þá hópa sem enn ná ekki endum saman dugar varla fyrir einni ferð í Bónus og sú lækkun á að koma einhverntíman á næstu þremur árum.

Niðurstaða: Þetta verður ekki til að liðka fyrir kjarasamningum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggjur af vinstrinu á Íslandi heldur en VG“
FréttirRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

„Ég hef miklu meiri áhyggj­ur af vinstr­inu á Ís­landi held­ur en VG“

Drífa Snæ­dal sagði eft­ir­minni­lega ár­ið 2017 að það yrði „eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil“ fyr­ir Vinstri græn að fara í rík­is­stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Staða henn­ar gamla flokks í dag kem­ur henni ekki á óvart. „Fyr­ir vinstr­ið í fram­tíð­inni þá þarf það nátt­úr­lega að hafa af­leið­ing­ar fyr­ir flokk að miðla mál­um svo hressi­lega að það er ekk­ert eft­ir af hug­sjón­un­um,“ seg­ir Drífa.
Sambúðin sem sært hefur VG nánast til ólífis
GreiningRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Sam­búð­in sem sært hef­ur VG nán­ast til ólíf­is

Vinstri græn sungu há­stöf­um á lands­fundi sín­um fyr­ir rúmu ári: „Það gæti ver­ið verra.“ Nú hef­ur það raun­gerst. Flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um og hef­ur ekki sam­mælst um nýja for­ystu eft­ir brott­hvarf eins vin­sæl­asta stjórn­mála­manns lands­ins og flokk­ur­inn skrap­ar botn­inn í fylg­is­mæl­ing­um. Hvort flokk­ur­inn sé nægi­lega sterk­ur til að spyrna sér upp og forða sér frá út­rým­ingu á eft­ir að koma í ljós.
Stjórnarsáttmálinn er stefna Framsóknarflokksins
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Stjórn­arsátt­mál­inn er stefna Fram­sókn­ar­flokks­ins

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur er miðju­sæk­in íhalds­stjórn, að mati Ei­ríks Berg­manns Ein­ars­son­ar stjórn­mála­fræð­ings. Gera á allt fyr­ir alla, að mati Stef­an­íu Ósk­ars­dótt­ur stjórn­mála­fræð­ings. Sum þeirra mála sem ekki náðu fram að ganga á síð­asta kjör­tíma­bili ganga aft­ur í sátt­mál­an­um en annarra sér ekki stað.
Ný ríkisstjórn boðar einkaframkvæmdir, orkuskipti og bankasölu, en kvótakerfið og stjórnarskráin fara í nefnd
ÚttektRíkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur

Ný rík­is­stjórn boð­ar einkafram­kvæmd­ir, orku­skipti og banka­sölu, en kvóta­kerf­ið og stjórn­ar­skrá­in fara í nefnd

Ný rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur set­ur þrjú meg­in við­fangs­efni í for­grunn: Lofts­lags­mál, öldrun­ar- og heil­brigð­is­mál og tækni­breyt­ing­ar. Styðja á við sta­f­ræna tækni í heil­brigð­is­mál­um. Lít­ið er rætt um skatta­mál. Einkafram­kvæmd­ir verða í vega­kerf­inu og vænt­an­lega rukk­að fyr­ir notk­un vega.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár