Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Krist­inn Hrafns­son mót­mæl­ir því að rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur „taki kurt­eis­is­lega á móti“ Michael Pom­peo, ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Seg­ir hann Pom­peo hafa haft í hót­un­um við sig og sam­starfs­menn hjá Wiki­Leaks.

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hvetur stjórnvöld til þess að handtaka Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann kemur til landsins í opinbera heimsókn.

„Ég mótmæli því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki kurteislega á móti Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag,“ skrifar Kristinn í færslu á Facebook. „Pompeo er heiftúðugur ruddi sem hefur haft í hótunum við mig og mína samstarfsfélaga í WikiLeaks sem hafa ekki annað til saka unnið en að upplýsa almenning á sömu forsendum og aðrir blaðamenn. Þetta er maðurinn sem hefur kallað WikiLeaks „fjandsamlega leyniþjónustu“ og heitið því að berjast gegn henni með öllum tiltækum ráðum.“

Pompeo mun eiga fund með Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. „Það er óþolandi að Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eigi kurteislegan vinafund með rudda sem hefur í hótunum,“ skrifar Kristinn. „Í starfi sínu sem utanríkisráðherra hefur Pompeo leitt stigvaxandi ofsókir ríkisstjórnar Trumps gegn WikiLeaks og Julian Assange, útgefanda samtakana. Staðfest er að búið er að gefa út pólitíska ákæru gegn Assange með leynd í Bandaríkjunum og ráðuneyti Pompeo fer fremst í flokki við að þrýsta á aðrar ríkisstjórnir að svipta hann og aðra starfsmenn WikiLeaks friðhelgi. Er það eitt af erindum hans til Íslands?“

Loks segir Kristinn að það sé skelfilegt að Katrín ætli að funda með Pompeo. „Á meðan mun lögreglan í landinu loka umferðargötum fyrir aðra en „fyrirmanninn“ og hans fylgdarlið. Fremur en að greiða för, á lögreglan að hefta hana, setja manninn í járn og láta hann sæta ábyrgð – í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár