Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Krist­inn Hrafns­son mót­mæl­ir því að rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur „taki kurt­eis­is­lega á móti“ Michael Pom­peo, ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Seg­ir hann Pom­peo hafa haft í hót­un­um við sig og sam­starfs­menn hjá Wiki­Leaks.

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hvetur stjórnvöld til þess að handtaka Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann kemur til landsins í opinbera heimsókn.

„Ég mótmæli því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki kurteislega á móti Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag,“ skrifar Kristinn í færslu á Facebook. „Pompeo er heiftúðugur ruddi sem hefur haft í hótunum við mig og mína samstarfsfélaga í WikiLeaks sem hafa ekki annað til saka unnið en að upplýsa almenning á sömu forsendum og aðrir blaðamenn. Þetta er maðurinn sem hefur kallað WikiLeaks „fjandsamlega leyniþjónustu“ og heitið því að berjast gegn henni með öllum tiltækum ráðum.“

Pompeo mun eiga fund með Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. „Það er óþolandi að Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eigi kurteislegan vinafund með rudda sem hefur í hótunum,“ skrifar Kristinn. „Í starfi sínu sem utanríkisráðherra hefur Pompeo leitt stigvaxandi ofsókir ríkisstjórnar Trumps gegn WikiLeaks og Julian Assange, útgefanda samtakana. Staðfest er að búið er að gefa út pólitíska ákæru gegn Assange með leynd í Bandaríkjunum og ráðuneyti Pompeo fer fremst í flokki við að þrýsta á aðrar ríkisstjórnir að svipta hann og aðra starfsmenn WikiLeaks friðhelgi. Er það eitt af erindum hans til Íslands?“

Loks segir Kristinn að það sé skelfilegt að Katrín ætli að funda með Pompeo. „Á meðan mun lögreglan í landinu loka umferðargötum fyrir aðra en „fyrirmanninn“ og hans fylgdarlið. Fremur en að greiða för, á lögreglan að hefta hana, setja manninn í járn og láta hann sæta ábyrgð – í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu