Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Krist­inn Hrafns­son mót­mæl­ir því að rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur „taki kurt­eis­is­lega á móti“ Michael Pom­peo, ut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna. Seg­ir hann Pom­peo hafa haft í hót­un­um við sig og sam­starfs­menn hjá Wiki­Leaks.

Ritstjóri Wikileaks við íslensk stjórnvöld: „Handtakið Pompeo“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, hvetur stjórnvöld til þess að handtaka Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, þegar hann kemur til landsins í opinbera heimsókn.

„Ég mótmæli því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur taki kurteislega á móti Michael Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í dag,“ skrifar Kristinn í færslu á Facebook. „Pompeo er heiftúðugur ruddi sem hefur haft í hótunum við mig og mína samstarfsfélaga í WikiLeaks sem hafa ekki annað til saka unnið en að upplýsa almenning á sömu forsendum og aðrir blaðamenn. Þetta er maðurinn sem hefur kallað WikiLeaks „fjandsamlega leyniþjónustu“ og heitið því að berjast gegn henni með öllum tiltækum ráðum.“

Pompeo mun eiga fund með Katrínu og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra. „Það er óþolandi að Katrín Jakobsdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson eigi kurteislegan vinafund með rudda sem hefur í hótunum,“ skrifar Kristinn. „Í starfi sínu sem utanríkisráðherra hefur Pompeo leitt stigvaxandi ofsókir ríkisstjórnar Trumps gegn WikiLeaks og Julian Assange, útgefanda samtakana. Staðfest er að búið er að gefa út pólitíska ákæru gegn Assange með leynd í Bandaríkjunum og ráðuneyti Pompeo fer fremst í flokki við að þrýsta á aðrar ríkisstjórnir að svipta hann og aðra starfsmenn WikiLeaks friðhelgi. Er það eitt af erindum hans til Íslands?“

Loks segir Kristinn að það sé skelfilegt að Katrín ætli að funda með Pompeo. „Á meðan mun lögreglan í landinu loka umferðargötum fyrir aðra en „fyrirmanninn“ og hans fylgdarlið. Fremur en að greiða för, á lögreglan að hefta hana, setja manninn í járn og láta hann sæta ábyrgð – í nafni lýðræðis, frelsis og mannréttinda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár