Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Helmingur kvennanna óttaðist um líf sitt

Af þeim 135 kon­um sem dvöldu í Kvenna­at­hvarf­inu í fyrra höfðu ein­ung­is 12% lagt fram kæru gagn­vart of­beld­is­manni. 14% kvenn­anna fóru aft­ur heim til of­beld­is­manns­ins, sem er lægsta hlut­fall frá upp­hafi. Að­stoð við börn eft­ir dvöl er ábóta­vant, seg­ir fram­kvæmda­stýra.

Helmingur kvennanna óttaðist um líf sitt

Aðeins 12% þeirra kvenna sem dvöldu í Kvennaathvarfinu á árinu 2018 kærðu manninn sem hafði beitt þær ofbeldi. 5% þeirra fengu nálgunarbann og 2% neyðarhnapp. Aðeins 14% þeirra fóru aftur heim til ofbeldismannsins, sem er lægsta hlutfallið frá upphafi.

Þetta kemur fram í tölfræði sem Kvennaathvarfið hefur tekið saman. Alls komu 135 konur og 70 börn í athvarfið til dvalar í fyrra, en þar að auki 240 konur í viðtöl án þess að dvelja. Þar að auki komu 225 konur í viðtöl í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis.

Konur og börn dvöldu í athvarfinu allt frá einum degi upp í 325 daga. Að meðaltali var dvölin 31 dagur hjá konum en 35 dagar hjá börnum. Af þeim konum sem dvöldu í athvarfinu voru 80% af höfuðborgarsvæðinu og 67% þeirra af erlendum uppruna.

Af konunum höfðu 47% einhvern tímann hlotið áverka í sambandinu og lögregla hafði í 43% tilvika haft afskipti af gerandanum. 50% sögðust hafa óttast um líf sitt vegna ofbeldisins en aðeins 12% lagt fram kæru. Í fjórðungi þeirra mála hafði dómur fallið.

Í svörum kvennanna kom í ljós að samanlagt 273 börn bjuggu á ofbeldisheimilum. Í 44% tilvika vissi konan af því að barnavernd hefði verið tilkynnt um aðstæður barna á heimilinu en í einungis 27% tilvika höfðu börnin fengið aðstoð vegnaofbeldisins. Í þeim tilfellum var yfirleitt um að ræða eitt viðtal við sérfræðing eða að barnið hefði möguleika á að ræða við starfsmann skóla.

„Langstærstur hluti hópsins hafði enga aðstoð fengið þrátt fyrir að flestum sé nú orðið ljóst að afleiðingar þess að verða vitni að ofbeldi á heimilum geti verið engu síður alvarlegar en afleiðingar þess að vera beitt ofbeldi á heimilum,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimilisofbeldi

Segir heimilisofbeldi á Íslandi ekki jafn ýkt og í myndbandinu: „Við erum bara að grínast“
FréttirHeimilisofbeldi

Seg­ir heim­il­isof­beldi á Ís­landi ekki jafn ýkt og í mynd­band­inu: „Við er­um bara að grín­ast“

Mynd­band þar sem gróft heim­il­isof­beldi er svið­sett og sprell­að með að of­beld­ið geti hjálp­að konu að grenn­ast hef­ur ver­ið fjar­lægt af Face­book. „Ég vann í lög­regl­unni í mörg ár. Ekki man ég eft­ir ein­hverju svona heim­il­isof­beldi, þar sem and­lit­inu henn­ar er skellt í elda­vél­ina og svo gólf­ið,“ seg­ir Jón Við­ar Arn­þórs­son í sam­tali við Stund­ina. „Það er ekki ver­ið að gera grín að heim­il­isof­beldi.“

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár