Karlmaður, sem gekk í skrokk á óléttri sambýliskonu sinni fyrir framan börn þeirra, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær, og sleppur því við fangelsisvist.
Tveir menn hlutu annars vegar jafnlangan dóm og hins vegar þyngri dóm fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í síðasta mánuði fyrir að stela sex hestafla utanborðsmótor.
Þriðji maður var dæmdur í gær fyrir að lemja konu fyrir framan dætur hennar á Austurlandi, en fékk vægari dóm en mennirnir sem stálu utanborðsmótor.
Þolandinn á Vesturlandi var komin 30 vikur á leið þegar maðurinn sneri hana niður í gólfið, sló hana í andlitið, hélt henni niðri „með því að liggja á hnjánumofan á mjöðm hennar“ og sló henni utan í skáp. Afleiðingarnar voru að „hún hlaut bólgu yfir neðri kjálka vinstra megin, bólgu yfir vinstra klettbeini, bólgu þumalmegin í báðum lófum, eymsli í hægri mjöðm, eymsli ofarlega í kvið og varð óttaslegin um heilbrigði barnsins sem hún bar undir belti.“
Karlmaður, sem gekk í skrokk á óléttri sambýliskonu sinni fyrir framan börn þeirra, var dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir Héraðsdómi Vesturlands í gær, og sleppur því við fangelsisvist.
Tveir menn hlutu annars vegar jafnlangan dóm og hins vegar þyngri dóm fyrir Héraðsdómi Vestfjarða í síðasta mánuði fyrir að stela sex hestafla utanborðsmótor.
Fjórði maður var dæmdur í gær fyrir að lemja konu fyrir framan dætur hennar á Austurlandi, en hann fékk líka vægari dóm en mennirnir sem stálu utanborðsmótor.
Þolandinn á Vesturlandi var komin 30 vikur á leið þegar maðurinn sneri hana niður í gólfið, sló hana í andlitið, hélt henni niðri „með því að liggja á hnjánum ofan á mjöðm hennar“ og sló henni utan í skáp. Afleiðingarnar voru að „hún hlaut bólgu yfir neðri kjálka vinstra megin, bólgu yfir vinstra klettbeini, bólgu þumalmegin í báðum lófum, eymsli í hægri mjöðm, eymsli ofarlega í kvið og varð óttaslegin um heilbrigði barnsins sem hún bar undir belti.“
„Börnin komust í mikið uppnám“
Maðurinn réðst síðan aftur á hana nokkrum mánuðum síðar, eða 2. júní í fyrra, en þá fyrir framan börn þeirra.
Í dómnum er seinni árásinni er lýst svona: „Með því að hafa tekið um háls A... aftan frá og snúið hana niður á gólfið, tekið kverkataki um háls hennar með vinstri hendi og ýtti á hnakka hennar með hægri hendi á sama tíma, slegið hana með flötum lófa í andlitið, dregið hana með báðum höndum á hárinu um tvo metra eftir gólfinu og stigið á vinstri hlið á hálsi hennar með ylinni, með þeim afleiðingum að hún hlaut roða í kinnum og höku, á baki, yfir hægra viðbeini, bringu og brjóstum, klórför og roða á utanverðum vinstri upp- og framhandlegg, bólgu yfir vinstra hvirfilbeini og á hnakka og eymsli á aftanverðum hálsi og niður á mitt bak og með þeim afleiðingum að börnin komust í mikið uppnám og atferli ákærða misbauð þeim verulega.“
Stálu utanborðsmótor
Fyrir þremur vikum fengu tveir menn sambærilegan og þyngri dóm fyrir að stela sex hestafla utanborðsmótor, af gerðinni Tohatsu, árgerð 2013, og grind sem mótorinn var festur á, alls að verðmæti 241.144 krónur, af skútu í Ísafjarðarhöfn.
„Börnin komust í mikið uppnám“
Maðurinn réðst síðan aftur á hana nokkrum mánuðum síðar, eða 2. júní í fyrra, en þá fyrir framan börn þeirra.
Athugasemdir