Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu

Íbúð Haf­þórs Júlí­us­ar Björns­son­ar fór á nauð­ung­ar­sölu að beiðni fyrr­ver­andi sam­býl­is­konu hans sem sak­aði hann um of­beldi. Ekk­ert varð úr meið­yrða­máli sem Haf­þór hót­aði gagn­vart þrem­ur kon­um sem lýstu of­beldi af hálfu hans.

Fjallið kaupir eigin íbúð á nauðungarsölu
Hafþór Júlíus Björnsson Þrjár konur lýstu andlegu og líkamlegu ofbeldi Hafþórs í viðtölum við Fréttablaðið. Mynd: Paula R. Lively

Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, einnig þekktur sem Fjallið, keypti á miðvikudag eigin íbúð í Kópavogi á uppboði. Eignin fór á nauðungarsölu að beiðni fyrrverandi sambýliskonu hans, sem kærði hann í fyrra fyrir frelsissviptingu. Sambýliskonan fyrrverandi átti 20 prósenta hlut í íbúðinni samkvæmt afsali. Hafþór hefur skráð eignina sem séreign í kaupmála vegna brúðkaups síns og kanadískrar konu.

Hafþór bauð 66,7 milljónir króna í eignina eftir samkeppni við nokkra fjárfesta. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu er gefinn frestur til 14. nóvember til að gera athugasemd við ráðstöfun söluandvirðisins.

Konan og Hafþór eignuðust fasteignina saman 27. september 2016, en Hafþór átti 80 prósenta hlut í henni og konan 20 prósenta hlut, samkvæmt afsali. Fasteignin er 150 fermetra parhús í Kópavogi og er fasteignamat þess 65,9 milljónir króna fyrir árið 2019.

Þrjár konur lýstu ofbeldi Hafþórs

Samkvæmt umfjöllun Fréttablaðsins sumarið 2017 lagði konan fram kæru á hendur Hafþóri vegna frelsissviptingar á heimili þeirra. Lögreglan hafði í þrígang verið kölluð að heimili þeirra. Fréttablaðið ræddi alls við þrjár konur sem átt höfðu í ástarsamböndum við Hafþór og lýstu þær líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi hans. Barnsmóðir hans steig fram í viðtali og lýsti ofbeldi á meðan samband þeirra stóð. Í tengslum við umfjöllunina sagði Hafþór að fréttaflutningur af málinu yrði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“

Lögmaður Hafþórs, Kjartan Ragnars, staðfestir að ekki hafi verið kært fyrir meiðyrði eftir umfjöllunina. „Þetta er fjárhagslegt uppgjör þar sem fólk hefur ekki eða vill ekki tala saman og þá fer þetta á uppboð,“ segir Kjartan. „Ég vil sem allra minnst um þetta segja.“

Ver ímynd sína fjárhagslega fyrir brúðkaup

Hafþór og kanadísk kona, Kelsey Morgan Henson, gerðu 12. ágúst síðastliðinn með sér kaupmála vegna fyrirhugaðs brúðkaups þeirra. Í kaupmálanum kemur fram að allar eignir Hafþórs sem hann á nú, bæði fastar og lausar, skuli vera séreign hans. Þar er parhúsið úr nauðungarsölunni nefnt, en einnig tvær aðrar fasteignir í Kópavogi, innbú, bifreið og hlutir í félögunum Fjallið Hafþór ehf., Icelandic Mountain Spirits ehf., Thor's Power ehf. og Thor's Power Gym sf. Þá eru sérstaklega nefnd „öll hugverkaréttindi, sem tengjast ímynd og persónu Hafþórs og íþróttaiðkun Hafþórs“. Hafa þau bæði undirritað kaupmálann og hann verið þinglýstur.

Hafþór og Kelsey hafa verið í sambandi síðan í fyrra, en þau hittust í fyrsta sinn í september 2017 samkvæmt Instagram-síðu hennar. Hún er mikill áhugamaður um líkamsrækt eins og Hafþór.

Hafþór sem Colonel SandersFjöldi frægra leikara hefur tekið að sér hlutverk talsmanns KFC.

Hafþór vann keppnina Sterkasti maður heims í ár og hefur einnig fengist við leiklist. Frægastur er hann fyrir hlutverk sitt sem Gregor Clegane, eða The Mountain, í þáttunum Game of Thrones. Nýverið lék Hafþór í auglýsingu fyrir skyndibitakeðjuna KFC. Tók hann að sér hlutverk talsmanns keðjunnar, Colonel Sanders.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Heimilisofbeldi

Segir heimilisofbeldi á Íslandi ekki jafn ýkt og í myndbandinu: „Við erum bara að grínast“
FréttirHeimilisofbeldi

Seg­ir heim­il­isof­beldi á Ís­landi ekki jafn ýkt og í mynd­band­inu: „Við er­um bara að grín­ast“

Mynd­band þar sem gróft heim­il­isof­beldi er svið­sett og sprell­að með að of­beld­ið geti hjálp­að konu að grenn­ast hef­ur ver­ið fjar­lægt af Face­book. „Ég vann í lög­regl­unni í mörg ár. Ekki man ég eft­ir ein­hverju svona heim­il­isof­beldi, þar sem and­lit­inu henn­ar er skellt í elda­vél­ina og svo gólf­ið,“ seg­ir Jón Við­ar Arn­þórs­son í sam­tali við Stund­ina. „Það er ekki ver­ið að gera grín að heim­il­isof­beldi.“

Mest lesið

„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
1
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Engu munaði að stórslys yrði í Kötlujökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryllingsmynd“
4
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

Engu mun­aði að stór­slys yrði í Kötlu­jökli 2018: „Mér leið eins og ég væri í hryll­ings­mynd“

Jón­as Weld­ing Jón­as­son, fyrr­ver­andi leið­sögu­mað­ur, forð­aði 16 við­skipta­vin­um sín­um naum­lega frá því að lenda und­ir mörg­um tonn­um af ís í ís­hella­ferð í Kötlu­jökli sum­ar­ið 2018. „Það hefði eng­inn lif­að þarna af ef við hefð­um ver­ið þarna leng­ur. Þetta sem hrundi voru tug­ir tonna." Hann seg­ir sumar­ið ekki rétta tím­ann til að fara inn í ís­hella, eins og ný­legt bana­slys á Breiða­merk­ur­jökli sýn­ir.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
6
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
„Það sem gerðist á sunnudaginn er á margan hátt óvenjulegt“
8
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Það sem gerð­ist á sunnu­dag­inn er á marg­an hátt óvenju­legt“

Bana­slys eins og það sem varð á Breiða­merk­ur­jökli um síð­ustu helgi eru ekki mjög al­geng, að mati upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar. Hann seg­ir björg­un­ar­sveit­irn­ar enn vel í stakk bún­ar til þess að bregð­ast við óhöpp­um og slys­um þrátt fyr­ir fjölg­un ferða­manna og að slík­um til­vik­um hafi ekki fjölg­að í takt við vax­andi ferða­manna­straum.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
9
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár