Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason

Sit­ur áfram sem formað­ur um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar Al­þing­is í skjóli þing­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks­ins sem vís­uðu frá til­lögu um kosn­ingu nýs for­manns.

Stjórnarþingmenn styðja Bergþór Ólason
Varinn af stjórnarþingmönnum Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar auk Klaustursþingmanna vísaði í morgun frá tillögu um að setja Bergþór Ólason af sem formann umhverfis- og samgöngunefndar.

Þingmenn stjórnarflokkanna í umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis vísuðu á fundi í morgun frá tillögu um að formaður nefndarinnar yrði settur af. Bergþór Ólason mun því sitja sem fastast í formannsstólnum nú eftir að hann kom til baka úr sjálfskipuðu leyfi sínu frá þingstörfum eftir Klaustursskandalinn.

Bergþór settist aftur á þing í síðustu viku eftir að hafa farið í leyfi í lok nóvember í kjölfar þess að Stundin og DV birtu upptökur af svívirðingum sem hann lét frá sér í drykkjusamsæti með öðrum þingmönnum Miðflokksins og tveimur þingmönnum Flokks fólksins.

Meðal þess sem Bergþór lét sérum munn fara var að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, væri „húrrandi klikkuð kunta“, að Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum væri „miklu minna hot í ár en hún var bara fyrir tveimur árum“, að Albertína Elíastdóttir, þingkona Samfylkingarinnar hefði reynt að nauðga sér, um að vilja ríða Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra Framsóknarflokksins og hún væri „skrokkur sem typpið á mér dugði í“ auk annarra ógeðfelldra ummæla um konur og kollega sína.

Orðfæri og framganga Bergþórs og hinna Klaustursþingmannanna vakti sem þekkt er mikla reiði og andúð. Hópur þingkvenna sendi frá sér, í kjölfar birtingar á upptökum af ummælunum, yfirlýsingu þar sem þær fordæmdu þau og óskuðu eftir að málið yrði tekið upp í forsætisnefnd. Þá ræddu þingmenn sín á milli ýmsar hugmyndir að aðgerðum til að sniðganga eða koma Klaustursþingmönnunum í skilning um að þeir væru ekki velkomnir á þingi. Lilja Alfreðsdóttir sagði yfirlýsingar þingmanna Miðflokksins óafsakanlegar og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, lýsti því yfir að honum hefði ofboðið virðingarleysið sem hefði komið fram í orðfæri þingmannanna.

Bergþór hefur setið sem formaður umhverfis- og samgöngunefndar frá síðustu Alþingiskosningum og eftir að hafa tekið sæti á þingi aftur í síðustu viku mætti hann á fund nefndarinnar í morgun. Þar bar Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, upp tillögu um Bergþór yrði settur af, með stuðningi Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, þingkonu Vinstri grænna, og Hönnu Katrínar Friðrikssonar, þingkonu Viðreisnar. Mun hafa verið gerð athugasemd við tillöguna inni á fundinum og því velt upp að mögulega stæðist það ekki þingsköp að setja formanninn af án þess að kjósa nýjan í staðinn. Munu þingkonurnar sem stóðu að tillögunni þá hafa farið fram á að gert yrði stutt fundarhlé til að hægt yrði að kanna hvort tillagan stæðist þingskaparlög, og ef vafi léki á því væri mögulegt að gera breytingar á tillögunni, ef þörf kræfi, á þann veg að kosinn yrði nýr formaður. Því var hins vegar hafnað. 

Þegar því hafði verið hafnað, að gera hlé á fundinum, fóru þingkonurnar sem stóðu að tillögunni um að setja Bergþór af fram á að greidd yrðu atkvæði um hana óbreytta. Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og 1. varaformaður nefndarinnar, lagði þá fram frávísunartillögu á tillöguna og samþykktu nefndarmenn stjórnarflokkanna og Klaustursþingmenn hana. Þetta voru, ásamt Jóni og Bergþóri, þau Ari Trausti Guðmundsson úr Vinstri grænum, Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki, Líneik Anna Sævarsdóttir úr Framsóknarflokki og Karl Gauti Hjaltason utan flokka en hann sat einmitt á Klaustri umrætt kvöld.

Verja ekki Lilju

Nokkra athygli vekur að sjá þingmenn stjórnarflokkanna styðja með svo einörðum hætti áframhaldandi formennsku Bergþórs, meðal annars vegna eindreginna yfirlýsinga Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra um málið. Lilja hefur lýst þeim orðum sem voru látin falla á Klaustri sem árás og sem ofbeldi, að þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Bergþór séu ofbeldismenn, eins og sjá má í viðtali við hana sem birt er hér að neðan. Nú bregður svo við að meira að segja samflokkskona hennar, Líneik Anna, gengur fram fyrir skjöldu til að verja stöðu Bergþórs.

Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem að þingmenn ríkisstjórnarflokkanna hafa tekið upp hanskann fyrir Klaustursþingmenninna. Þingmenn Miðflokksins hafa lýst því yfir að þeir vilji að Bára Halldórsdóttir, sú sem tók upp samskipti þeirra á Klaustri, sæti refsingu, greiði þeim miskabætur og verði sektuð af Persónuvernd vegna ólögmætrar „njósnaaðgerðar“. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar, hefur lýst skilningi á aðgerðum þingmannanna gagnvart Báru. „Ef ég á að segja alveg eins og er þá er ég kominn með hundleið á þessu máli. Ég skil alveg það sem Sigmundur Davíð er að benda á og tel að vilji menn láta reyna á rétt sinn til þess að kalla fram frekari gögn og upplýsingar þá sé mjög hæpið að menn reyni að leggja stein í götu þeirra,“ sagði hann í Kryddsíld Stöðvar 2 á gamlársdag.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Klausturmálið

Bergþór gerður að nefndarformanni með tveimur atkvæðum – Fulltrúar annarra flokka sátu hjá
FréttirKlausturmálið

Berg­þór gerð­ur að nefnd­ar­for­manni með tveim­ur at­kvæð­um – Full­trú­ar annarra flokka sátu hjá

Berg­þór Óla­son klæmd­ist og út­húð­aði stjórn­mála­kon­um á veit­inga­stað í fyrra og tal­aði um mennta­mála­ráð­herra sem „skrokk sem typp­ið á [sér] dygði í“. Í dag tryggðu nefnd­ar­menn um­hverf­is- og sam­göngu­nefnd­ar hon­um for­mennsku með hjá­setu í at­kvæða­greiðslu, en að­eins Berg­þór og Karl Gauti Hjalta­son greiddu at­kvæði með því að hann yrði formað­ur.
Skýringar Bergþórs og Gunnars Braga á ummælum um Albertínu skiptu ekki máli
FréttirKlausturmálið

Skýr­ing­ar Berg­þórs og Gunn­ars Braga á um­mæl­um um Al­bertínu skiptu ekki máli

Eft­ir að siðanefnd komst að þeirri nið­ur­stöðu að um­mæli Gunn­ars Braga og Berg­þórs Óla­son­ar um Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur og MeT­oo væru brot á siða­regl­um sögð­ust þing­menn­irn­ir hafa ver­ið að lýsa erfiðri reynslu, áreitni og „kyn­ferð­is­broti“. „Hvað við­kem­ur lýsingu BÓ og GBS á sam­skipt­um þeirra við Al­bertínu Frið­björgu Elías­dótt­ur, sbr. kafli 2.5., verð­ur ekki séð að lýsing­ar þeirra á þeim skipti máli við mat á þeim málavöxt­um,“ seg­ir for­sæt­is­nefnd.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár