Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Ef horft er til hjóna og sam­búð­ar­fólks kem­ur í ljós að 88 pró­sent greiddu meira í tekju­skatt en þau fengu í formi barna- og vaxta­bóta ár­ið 2016.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
Samtök atvinnulífsins Mynd: Samtök atvinnulífsins

„30% þeirra sem lægstar hafa tekjurnar fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna.“ Þetta er fullyrt á vef Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað er um erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna flutti á Skattadegi Deloitte. Meðfylgjandi er súlurit sem sýnir skattbyrði tekjutíunda að teknu tilliti til barna- og vaxtabóta. Viðskiptablaðið birti frétt um málið undir yfirskriftinni „30% fá meira frá ríki en greiða“

Fullyrðingin um 30 prósentin stemmir ekki nema reiknað sé út frá þýði sem hefur að geyma allar framtalseiningar, meðal annars unglinga í foreldrahúsum sem eru taldir sem sérstök heimili og eldri borgara sem lifa á lífeyri. Það má deila um hversu vitrænt eða gagnlegt það er að álykta um skattbyrði íslenskra heimila út frá því. Ef aðeins er litið til hjóna og sambúðarfólks fæst allt önnur mynd. Þá eru það tekjulægstu 12 prósent en ekki 30 prósent skattgreiðenda sem fengu meira frá ríkinu í formi barna- og vaxtabóta en þau greiddu í tekjuskatt. 

Sama hvað sagt verður um aðferðafræðina er ljóst að ályktanir Samtaka atvinnulífsins ganga í berhögg við hugmyndir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að minnihluti skattgreiðenda – einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda – standi undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. Því hélt ráðherra fram í aðdraganda þingkosninga 2016. Ummæli Bjarna voru strax hrakin, honum bent á að hann hefði misskilið línurit frá eigin ráðuneyti og haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki til samneyslunnar í gegnum tekjuskattskerfið. Bjarni leiðrétti ekki orð sín né baðst afsökunar og þurfti aldrei að svara fyrir málið.  

Eins og Samtök atvinnulífsins benda á standa að minnsta kosti 70 prósent framteljenda undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattkerfinu (hlutfallið var litlu lægra í þeim gögnum sem lágu fyrir árið 2016). Hlutfallið er auðvitað hærra ef útsvarinu er bætt við og horft til hins opinbera í heild. Eins og Ásdís Kristjánsdóttir benti á í erindi sínu á skattadeginum hefur hlutfall þeirra sem greiða tekjuskatt og útsvar til ríkis og sveitarfélaga farið úr því að vera 60 prósent árið 1992 í 86 prósent árið 2017.  

Í umræðu um skattbyrði má svo ekki gleyma því að óbeinir skattar, t.d. virðisaukaskattur af vörum og þjónustu, leggjast hlutfallslega þyngst á þá sem greiða minnst eða ekkert í tekjuskatt, tekjulága sem þurfa eðli málsins samkvæmt að verja hærra hlutfalli tekna sinna í nauðsynjavöru en hinir ríku sem geta lagt stærri hluta tekna sinna fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Langþráður draumur um búskap rættist
3
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár