Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Ef horft er til hjóna og sam­búð­ar­fólks kem­ur í ljós að 88 pró­sent greiddu meira í tekju­skatt en þau fengu í formi barna- og vaxta­bóta ár­ið 2016.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
Samtök atvinnulífsins Mynd: Samtök atvinnulífsins

„30% þeirra sem lægstar hafa tekjurnar fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna.“ Þetta er fullyrt á vef Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað er um erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna flutti á Skattadegi Deloitte. Meðfylgjandi er súlurit sem sýnir skattbyrði tekjutíunda að teknu tilliti til barna- og vaxtabóta. Viðskiptablaðið birti frétt um málið undir yfirskriftinni „30% fá meira frá ríki en greiða“

Fullyrðingin um 30 prósentin stemmir ekki nema reiknað sé út frá þýði sem hefur að geyma allar framtalseiningar, meðal annars unglinga í foreldrahúsum sem eru taldir sem sérstök heimili og eldri borgara sem lifa á lífeyri. Það má deila um hversu vitrænt eða gagnlegt það er að álykta um skattbyrði íslenskra heimila út frá því. Ef aðeins er litið til hjóna og sambúðarfólks fæst allt önnur mynd. Þá eru það tekjulægstu 12 prósent en ekki 30 prósent skattgreiðenda sem fengu meira frá ríkinu í formi barna- og vaxtabóta en þau greiddu í tekjuskatt. 

Sama hvað sagt verður um aðferðafræðina er ljóst að ályktanir Samtaka atvinnulífsins ganga í berhögg við hugmyndir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að minnihluti skattgreiðenda – einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda – standi undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. Því hélt ráðherra fram í aðdraganda þingkosninga 2016. Ummæli Bjarna voru strax hrakin, honum bent á að hann hefði misskilið línurit frá eigin ráðuneyti og haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki til samneyslunnar í gegnum tekjuskattskerfið. Bjarni leiðrétti ekki orð sín né baðst afsökunar og þurfti aldrei að svara fyrir málið.  

Eins og Samtök atvinnulífsins benda á standa að minnsta kosti 70 prósent framteljenda undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattkerfinu (hlutfallið var litlu lægra í þeim gögnum sem lágu fyrir árið 2016). Hlutfallið er auðvitað hærra ef útsvarinu er bætt við og horft til hins opinbera í heild. Eins og Ásdís Kristjánsdóttir benti á í erindi sínu á skattadeginum hefur hlutfall þeirra sem greiða tekjuskatt og útsvar til ríkis og sveitarfélaga farið úr því að vera 60 prósent árið 1992 í 86 prósent árið 2017.  

Í umræðu um skattbyrði má svo ekki gleyma því að óbeinir skattar, t.d. virðisaukaskattur af vörum og þjónustu, leggjast hlutfallslega þyngst á þá sem greiða minnst eða ekkert í tekjuskatt, tekjulága sem þurfa eðli málsins samkvæmt að verja hærra hlutfalli tekna sinna í nauðsynjavöru en hinir ríku sem geta lagt stærri hluta tekna sinna fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Var krabbamein í sýninu?
1
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
2
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
6
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Var krabbamein í sýninu?
3
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár