Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Ef horft er til hjóna og sam­búð­ar­fólks kem­ur í ljós að 88 pró­sent greiddu meira í tekju­skatt en þau fengu í formi barna- og vaxta­bóta ár­ið 2016.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
Samtök atvinnulífsins Mynd: Samtök atvinnulífsins

„30% þeirra sem lægstar hafa tekjurnar fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna.“ Þetta er fullyrt á vef Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað er um erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna flutti á Skattadegi Deloitte. Meðfylgjandi er súlurit sem sýnir skattbyrði tekjutíunda að teknu tilliti til barna- og vaxtabóta. Viðskiptablaðið birti frétt um málið undir yfirskriftinni „30% fá meira frá ríki en greiða“

Fullyrðingin um 30 prósentin stemmir ekki nema reiknað sé út frá þýði sem hefur að geyma allar framtalseiningar, meðal annars unglinga í foreldrahúsum sem eru taldir sem sérstök heimili og eldri borgara sem lifa á lífeyri. Það má deila um hversu vitrænt eða gagnlegt það er að álykta um skattbyrði íslenskra heimila út frá því. Ef aðeins er litið til hjóna og sambúðarfólks fæst allt önnur mynd. Þá eru það tekjulægstu 12 prósent en ekki 30 prósent skattgreiðenda sem fengu meira frá ríkinu í formi barna- og vaxtabóta en þau greiddu í tekjuskatt. 

Sama hvað sagt verður um aðferðafræðina er ljóst að ályktanir Samtaka atvinnulífsins ganga í berhögg við hugmyndir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að minnihluti skattgreiðenda – einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda – standi undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. Því hélt ráðherra fram í aðdraganda þingkosninga 2016. Ummæli Bjarna voru strax hrakin, honum bent á að hann hefði misskilið línurit frá eigin ráðuneyti og haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki til samneyslunnar í gegnum tekjuskattskerfið. Bjarni leiðrétti ekki orð sín né baðst afsökunar og þurfti aldrei að svara fyrir málið.  

Eins og Samtök atvinnulífsins benda á standa að minnsta kosti 70 prósent framteljenda undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattkerfinu (hlutfallið var litlu lægra í þeim gögnum sem lágu fyrir árið 2016). Hlutfallið er auðvitað hærra ef útsvarinu er bætt við og horft til hins opinbera í heild. Eins og Ásdís Kristjánsdóttir benti á í erindi sínu á skattadeginum hefur hlutfall þeirra sem greiða tekjuskatt og útsvar til ríkis og sveitarfélaga farið úr því að vera 60 prósent árið 1992 í 86 prósent árið 2017.  

Í umræðu um skattbyrði má svo ekki gleyma því að óbeinir skattar, t.d. virðisaukaskattur af vörum og þjónustu, leggjast hlutfallslega þyngst á þá sem greiða minnst eða ekkert í tekjuskatt, tekjulága sem þurfa eðli málsins samkvæmt að verja hærra hlutfalli tekna sinna í nauðsynjavöru en hinir ríku sem geta lagt stærri hluta tekna sinna fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
1
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
5
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár