Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu

Ef horft er til hjóna og sam­búð­ar­fólks kem­ur í ljós að 88 pró­sent greiddu meira í tekju­skatt en þau fengu í formi barna- og vaxta­bóta ár­ið 2016.

Villandi umræða um þiggjendur í tekjuskattskerfinu
Samtök atvinnulífsins Mynd: Samtök atvinnulífsins

„30% þeirra sem lægstar hafa tekjurnar fá meira greitt úr ríkissjóði í formi bóta en sem nemur staðgreiðslu tekna.“ Þetta er fullyrt á vef Samtaka atvinnulífsins þar sem fjallað er um erindi sem Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs samtakanna flutti á Skattadegi Deloitte. Meðfylgjandi er súlurit sem sýnir skattbyrði tekjutíunda að teknu tilliti til barna- og vaxtabóta. Viðskiptablaðið birti frétt um málið undir yfirskriftinni „30% fá meira frá ríki en greiða“

Fullyrðingin um 30 prósentin stemmir ekki nema reiknað sé út frá þýði sem hefur að geyma allar framtalseiningar, meðal annars unglinga í foreldrahúsum sem eru taldir sem sérstök heimili og eldri borgara sem lifa á lífeyri. Það má deila um hversu vitrænt eða gagnlegt það er að álykta um skattbyrði íslenskra heimila út frá því. Ef aðeins er litið til hjóna og sambúðarfólks fæst allt önnur mynd. Þá eru það tekjulægstu 12 prósent en ekki 30 prósent skattgreiðenda sem fengu meira frá ríkinu í formi barna- og vaxtabóta en þau greiddu í tekjuskatt. 

Sama hvað sagt verður um aðferðafræðina er ljóst að ályktanir Samtaka atvinnulífsins ganga í berhögg við hugmyndir Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra um að minnihluti skattgreiðenda – einungis tekjuhæstu 30 prósent framteljenda – standi undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattskerfinu. Því hélt ráðherra fram í aðdraganda þingkosninga 2016. Ummæli Bjarna voru strax hrakin, honum bent á að hann hefði misskilið línurit frá eigin ráðuneyti og haldið því ranglega fram að drjúgur hluti vinnandi fólks í landinu greiddi í raun og veru ekki til samneyslunnar í gegnum tekjuskattskerfið. Bjarni leiðrétti ekki orð sín né baðst afsökunar og þurfti aldrei að svara fyrir málið.  

Eins og Samtök atvinnulífsins benda á standa að minnsta kosti 70 prósent framteljenda undir tekjum ríkissjóðs af tekjuskattkerfinu (hlutfallið var litlu lægra í þeim gögnum sem lágu fyrir árið 2016). Hlutfallið er auðvitað hærra ef útsvarinu er bætt við og horft til hins opinbera í heild. Eins og Ásdís Kristjánsdóttir benti á í erindi sínu á skattadeginum hefur hlutfall þeirra sem greiða tekjuskatt og útsvar til ríkis og sveitarfélaga farið úr því að vera 60 prósent árið 1992 í 86 prósent árið 2017.  

Í umræðu um skattbyrði má svo ekki gleyma því að óbeinir skattar, t.d. virðisaukaskattur af vörum og þjónustu, leggjast hlutfallslega þyngst á þá sem greiða minnst eða ekkert í tekjuskatt, tekjulága sem þurfa eðli málsins samkvæmt að verja hærra hlutfalli tekna sinna í nauðsynjavöru en hinir ríku sem geta lagt stærri hluta tekna sinna fyrir. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár