Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fól skatta­skrif­stofu ráðu­neyt­is­ins í upp­hafi árs 2020 að taka sam­an minn­is­blað um mögu­leika Ís­lands til að skatt­leggja líf­eyri sem greidd­ur var til ein­stak­linga með bú­setu í Portúgal, í ljósi þess að Portúgal gerði það ekki.

Skattfrjálsar úttektir lífeyris í Portúgal leiddu til skoðunar ráðuneytis
Á árinu 2019 nam meðalgreiðslan til hvers einstakling sem fékk greiddan lífeyri frá Íslandi til Portúgal 3,6 milljónum króna. Mynd: Mynd: Pexels

Tugir Íslendinga hafa á undanförnum árum flutt lögheimili sitt til Portúgal og tekið þar út lífeyrissparnað og séreignarlífeyrissparnað, að miklu leyti skattfrjálst, á grundvelli tvísköttunarsamnings á milli Íslands og Portúgals.

Umfang þessara skattfrjálsu úttekta var orðið svo mikið á árinu 2019 að í upphafi árs 2020 fól Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra skrifstofu skattamála í fjármálaráðuneytinu að taka sérstaklega saman minnisblað um möguleika Íslands til þess að skattleggja þessar úttektir.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra. Mynd: Bára Huld Beck

Samkvæmt ráðuneytinu var tekið til skoðunar hvort ástæða væri til að hafna ívílnun tvísköttunarsamnings á þeim grundvelli að greiðslurnar væru ekki skattlagðar, en niðurstaðan var sú að það myndi að öllum líkindum ekki standast.

Ekki var svo talin ástæða til að aðhafast í framhaldinu, sökum þess að portúgölsk stjórnvöld voru áform með um, og hafa síðan komið á, 10 prósenta skattlagningu lífeyrisgreiðslna. „Sú skattlagning er þó nýtilkomin en fyrir þann tíma var ekki lagður skattur á lífeyri hjá erlendum ríkisborgurum sem fluttu til landsins,“ segir í svari ráðuneytisins til Kjarnans.

Samkvæmt tvísköttunarsamningnum á milli Íslands og Portúgal, sem gerður var árið 2002, má einungis heimaríki móttakanda skattleggja lífeyri. Samkvæmt fjármála- og efnahagsráðuneytinu er það í samræmi við samningsfyrirmynd OECD og flesta tvísköttunarsamninga sem Ísland og önnur ríki hafa gert sín á milli, en heimaríki móttakanda er talið betur í stakk búið til að skattleggja greiðslur sem þessar sem ætlað er að standa undir framfærslu.

63 milljónir að mestu skattfrjálst úr séreign árið 2019

Samkvæmt minnisblaði skattaskrifstofunnar, sem Kjarninn fékk afhent frá ráðuneytinu fyrir skemmstu, fengu 24 einstaklingar með skráð lögheimili í Portúgal greitt úr íslenskum lífeyrissjóðum árið 2018, alls 40 milljónir króna úr sameign og 12 milljónir króna úr séreign. Árið 2019 hins vegar voru einstaklingarnir 41 talsins, og fengu þeir 86 milljónir króna greiddar úr sameign og 63 milljónir króna úr séreign.

Í samantekt frá Skattinum sem finna má í minnisblaðinu kemur fram að hlutfall séreignarúttekta og sömuleiðis meðalgreiðslan á mann hefði verið hæst til þeirra sem voru með heimilisfesti í Portúgal, samanborið við önnur lönd, en meðalgreiðslan til þeirra sem voru í Portúgal árið 2019 nam 3,6 milljónum króna og var hún næsthæst til þeirra sem voru í Þýskalandi, eða 1,3 milljónir króna.

Samkvæmt skattaskrifstofu ráðuneytisins lá ekki fyrir hve miklu var haldið eftir í staðgreiðslu í Portúgal, en líklega væri þó um „óverulega upphæð að ræða“.

Myndi brjóta gegn EES-samningum að neita ívilnun samningsins

Farið var yfir það í minnisblaðinu að tvísköttunarsamningurinn við Portúgal takmarkaði að fullu rétt Íslands til skattlagningar á lífeyri úr sameign eða séreign einkarekinna sjóða. Hið sama ætti við um eingreiðslur á séreign úr opinberum sjóðum sem og bótum almannatrygginga. Ísland væri hins vegar ekki takmarkað þegar kæmi að jöfnum greiðslum á sameign eða séreign úr opinberum sjóðum.

Í svari sem Kjarninn fékk frá ráðuneytinu kemur fram að það sé ekkert því til fyrirstöðu fyrir íslenska ríkisborgara að taka út séreignarsparnað sinn í Portúgal, enda sé Ísland hluti af hinu sameiginlega efnahagssvæði í gegnum EES-samninginn. Að koma í veg fyrir úttektirnar væri brot á samningnum.

Í minnisblaðinu til ráðherra kom skattaskrifstofa ráðuneytisins því þó á framfæri að það væri „rík ástæða“ til „að fara í heildstæða skoðun á skattframkvæmd og tekjuöflun af lífeyrisgreiðslum og bótum sem greiddar eru til erlendra manna.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Skattamál

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Söluráðgjafar fengu þóknun fyrir sölu á Íslandsbanka þrátt fyrir að hafa brotið lög
2
Greining

Sölu­ráð­gjaf­ar fengu þókn­un fyr­ir sölu á Ís­lands­banka þrátt fyr­ir að hafa brot­ið lög

Banka­sýsla rík­is­ins ætl­ar ekki að taka ákvörð­un um hvort hún greiði sölu­ráð­gjöf­um val­kvæða þókn­un fyr­ir að­komu sína að sölu á hlut í Ís­lands­banka fyr­ir rúm­um tveim­ur ár­um fyrr en at­hug­un Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á þætti þeirra í sölu­ferl­inu ligg­ur fyr­ir. Eft­ir­lit­ið hef­ur þeg­ar lok­ið at­hug­un á tveim­ur ráð­gjöf­um og komst að þeirri nið­ur­stöðu að báð­ir hefðu brot­ið gegn lög­um.
KS kaupir Kjarnafæði – Skagfirska efnahagssvæðið orðið Norðurland allt
3
Skýring

KS kaup­ir Kjarna­fæði – Skag­firska efna­hags­svæð­ið orð­ið Norð­ur­land allt

Kaup­fé­lag Skag­firð­inga mun ekki þurfa að bera kaup sín á Kjarna­fæði und­ir Norð­lenska Sam­keppnis­eft­ir­lit­ið, eft­ir að Al­þingi und­an­skyldi fyr­ir­tæk­in sam­keppn­is­lög­um. KS fær yf­ir­burð­ar­stöðu á kjöt­mark­aði. Kjarna­fæði sam­ein­að­ist Norð­lenska fyr­ir tveim­ur ár­um með ströng­um skil­yrð­um, sem falla nú nið­ur. Verð­laus hlut­ur þing­manns, sem harð­ast barð­ist fyr­ir sam­keppn­isund­an­þág­un­um, í KN, er orð­inn millj­óna­virði.
„Það er ekkert eftir“
5
GreiningMillistétt í molum

„Það er ekk­ert eft­ir“

Þrátt fyr­ir að um helm­ing­ur hjóna­banda endi með skiln­aði virð­ist kerf­ið ekki miða við for­eldra sem vana­lega eru kall­að­ir ein­stæð­ir – en eru í þess­ari grein kall­að­ir sjálf­stæð­ir. Heim­ild­in fékk á þriðja tug þátt­tak­enda til að svara spurn­ing­um um lífs­kjör sín. Svör­in sem bár­ust kall­ast vel á við lífs­kjarak­ann­an­ir sem fram­kvæmd­ar hafa ver­ið að und­an­förnu.
Lögfræðingar borgarinnar skoða styrki til Betra lífs
7
FréttirBrostnar vonir á Betra lífi

Lög­fræð­ing­ar borg­ar­inn­ar skoða styrki til Betra lífs

Lög­fræð­ing­ar vel­ferð­ar­sviðs eru að skoða styrki sem Reykja­vík­ur­borg veitti áfanga­heim­il­inu Betra líf á ár­un­um 2020-2023. Þetta kem­ur til eft­ir að Heim­ild­in fjall­aði um að rang­ar upp­lýs­ing­ar hefðu ver­ið í styrk­umsókn­um. Í fyr­ir­spurn vegna máls­ins er með­al ann­ars spurt hvort lit­ið sé á þetta sem til­raun til fjár­svika en eng­in svör fást að svo stöddu.

Mest lesið í mánuðinum

Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
1
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
3
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Tvíburasystur óléttar samtímis: „Þetta er draumurinn“
4
Viðtal

Tví­bura­syst­ur ólétt­ar sam­tím­is: „Þetta er draum­ur­inn“

Tví­bur­ar, sem lík­lega eru eineggja, gengu sam­tals í gegn­um þrjú fóst­ur­lát á inn­an við ári og voru um tíma óviss­ar um að þeim tæk­ist nokk­urn tím­ann að eign­ast börn. En nú hef­ur birt til og þær eiga von á börn­um með tæp­lega tveggja mán­aða milli­bili. Gen barn­anna verða lík­lega eins lík og hálf­systkina vegna mik­illa lík­inda með genum mæðr­anna.
„Ég var bara niðurlægð“
5
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Running Tide og ráðherrarnir - Koma af fjöllum um eftirlitsleysið
8
FréttirRunning Tide

Runn­ing Tide og ráð­herr­arn­ir - Koma af fjöll­um um eft­ir­lits­leys­ið

Blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar tóku við­töl við þrjá ráð­herra um að­komu þeirra að því að Runn­ing Tide fékk leyfi stjórn­valda til starf­semi á Ís­landi. Um­hverf­is­ráð­herra sagði ein­ung­is hafa haft full­yrð­ing­ar for­svars­manna fyr­ir­tæk­is­ins fyr­ir því að starf­sem­in væri „stærsta ein­staka kol­efn­is­föng­un­ar­verk­efni í heimi“. Ut­an­rík­is­ráð­herra seg­ist ekki geta svar­að því hvort hún hafi skap­að for­dæmi sem leyfi nú að af­gangstimbri verði hent í sjó­inn í stór­um stíl.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár