Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Fjármálaráð: Stjórnvöld komin í ógöngur og ríkisstjórnin lent í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjár­fest­ingaráform rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fyr­ir­hug­að­ar tekju­skatts­breyt­ing­ar eru ákjós­an­legri nú en áð­ur leit út fyr­ir í ljósi breyttra efna­hags­að­stæðna að mati fjár­mála­ráðs.

Fjármálaráð: Stjórnvöld komin í ógöngur og ríkisstjórnin lent í „spennitreyju eigin stefnu“

Fjármálaráð telur að stjórnvöld hafi sýnt grunngildum laga um opinber fjármál „ákveðið tómlæti“ þegar unnið var að fjármálaáætlun 2020-2024. Afkomumarkmið gildandi fjármálastefnu fyrir opinbera aðila í heild muni ekki nást á áætlunartímanum og stjórnvöld hafi lent í „spennitreyju eigin stefnu“. 

Á mannamáli þýðir þetta að ef ríkisstjórnin hyggst uppfylla afkomumarkmið sín á gildistímanum gæti þurft að grípa til aðhaldsráðstafa jafnvel þótt aðstæður í efnahagslífinu kalli frekar á örvandi aðgerðir.

Fjármálaráð skilaði álitsgerð sinni um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í gær. „Að öllu virtu virðast stjórnvöld hafa lent í spennitreyju eigin stefnu hvað varðar afkomumarkmið. Stjórnvöld eru komin í þessar ógöngur vegna verklags og framvindu í stefnumörkuninni. Fjármálaráð hefur ítrekað varað við að slík staða gæti komið upp,“ segir meðal annars í álitinu.

Þá bendir fjármálaráð á mótsagnakenndan þátt í lögum um opinber fjármál: „Lögin um opinber fjármál heimila ekki að stefnumið fjármálastefnu um afkomu og skuldir séu brotin. Viðbrögð við því eru skýr. Lögin heimila ekki endurskoðun stefnunnar nema grundvallarforsendur bresti. Hér ganga hin geirnegldu stefnumið gegn grunngildunum. Lögin taka ekki á því.“

Álitsgerðin er 68 blaðsíður að lengd og þar er vikið að ýmsu. Til dæmis er bent á að fjárfestingaráform ríkisstjórnarinnar og fyrirhugaðar tekjuskattsbreytingar séu ákjósanlegri nú en áður leit út fyrir í ljósi breyttra efnahagsaðstæðna. Áður hafði fjármálaráð varað við skattalækkunum

Þá segir ráðið að þær aðhaldsráðstafanir sem ríkisstjórnin hefur boðað hjá ríki og sveitarfélögum, ef launahækkanir hjá hinu opinbera fara fram úr markmiði um 0,5 prósenta hækkun umfram verðlag, kunni að auka atvinnuleysi og hafa þannig neikvæð áhrif á afkomu hins opinbera. Bent er á að „í áætluninni er enga umfjöllun að finna um hvernig þessi forsenda [0,5 prósenta þakið, innskot blaðamanns] er til komin eða skýrt hvernig hún verður útfærð“. 

Fram kemur að vegna stærðar ferðaþjónustunnar og fyrirferðar í íslensku hagkerfi myndi samdráttur í greininni hafa veruleg áhrif á hagvöxt og atvinnuleysi. „Þá myndi minni vöxtur í greininni leiða til samdráttar í atvinnuvegafjárfestingu sem og í fjárfestingaráformum fyrirtækja í eigu opinberra aðila, gjaldþrotum fyrirtækja í greininni og hugsanlegs útlánataps banka. Þá geta einnig orðið töluverð staðbundin áhrif í ýmsum sveitarfélögum vegna minni útsvarstekna.“

Í ljósi þess að blikur eru á lofti í ferðaþjónustu og dregið hefur úr aukningu ferðamanna til landsins að undanförnu gerir fjármálaráð athugasemd við að enn sé gert ráð fyrir aukinni gjaldtöku á ferðamenn á áætlunartímanum. „Í ljósi þeirrar óvissu sem nú ríkir mætti rökstyðja að í varfærnisskyni væri ekki reiknað með slíkum tekjum í framlagðri áætlun.“ 

Hér má lesa umsögnina í heild.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Armando Garcia
5
Aðsent

Armando Garcia

Sjón­arspil úti­lok­un­ar: Al­ræð­is­leg til­hneig­ing og grótesk­an

„Við hvað er­uð þið svona hrædd?“ spyr Arm­ando Garcia, fræði­mað­ur við Há­skóla Ís­lands, þau sem tóku þátt í pall­borði á mál­þing­inu Áskor­an­ir fyr­ir Ís­land og önn­ur smáríki í mál­efn­um flótta­fólks. Hann seg­ir sam­kom­una hafa ver­ið æf­ingu í val­kvæðri fá­fræði og til­raun til að end­ur­skapa hvíta yf­ir­burði sem um­hyggju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
5
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
6
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár