Þessi grein birtist upphaflega á Kjarnanum fyrir meira en ári.

Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka

Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, mætti á fund fjár­laga­nefnd­ar í morg­un til að svara fyr­ir banka­söl­una. Þar var hann með­al ann­ars spurð­ur út í kaup föð­urs síns á hlut í bank­an­um. Bjarni sagði að fram­setn­ing spyrj­anda stæð­ist ekki skoð­un.

Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun. Mynd: Mynd: Skjáskot/Alþingi

„Heldur þú í alvöru að það sé hollt fyrir íslenskt samfélag almennt sé að það komist upp að fjármálaráðherra sé að selja pabba sínum banka?“ Þannig spurði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, þegar hann mætti á opinn fund fjárlaganefndar í morgun til að ræða sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka fyrir rúmum mánuði. 

Bjarni svaraði því til að þetta væri „bara áróður sem þú ert að flytja hér. Þetta er framsetning sem stenst ekki skoðun.“ 

Á meðal kaup­enda á hlut ríkisins í Íslandsbanka var félagið Haf­silf­ur, í eigu Bene­dikts Sveins­son­ar. Félagið keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna af þeim 52,65 milljörðum króna sem 22,5 prósent hlutur ríkisins var seldur fyrir. Bene­dikt er faðir Bjarna sem kom fram fyrir hönd rík­is­ins í tengslum við söl­una á hlutnum í Íslands­banka.

Í minnisblaði sem fjármála- og efnahagsráðuneytið sendi fjárlaganefnd í byrjun viku sagði að engar sér­stakar reglur hefðu gilt um við­skipti ráð­herra eða fjöl­skyldu­með­lima hans í tengslum við sölu rík­is­sjóðs á eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Bjarni sagði í svörum sínum til Björns Leví að ef „þingmaðurinn er svo sannfærður um að hér hafi stjórnsýslulög verið brotin, að hér hafi lög um peningaþvætti verið brotin, hér hafi margar aðrar lagagreinar verið brotnar, þá hlýtur hann bara að vera rólegur vegna þess að allt er þetta til skoðunar hjá Ríkisendurskoðun.“

Enginn með fleiri atkvæði á bakvið sig

Björn Leví spurði Bjarna einnig hvort hann haldi „í alvöru að þú komist upp með að selja „pabba þínum banka eftir allt sem hefur gengið á á undan“.

Svo taldi hann upp mörg mál tengd Bjarna sem ratað hafa í umræðu, svo sem Vafningsmálið, viðskipti tengd sjóði 9, skýrslumálið svokallaða og eignarhald Bjarna á aflandsfélaginu Falson, sem var opinberað í Panamaskjölunum og sagði að allstaðar annarsstaðar í siðmenntuðum samfélögum hefði öllum þessum málum fylgt afsögn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á fundinum í dag.

Bjarni svaraði því til að þetta væri áróður. „Ég hef aldrei átt í vandræðum að mæta kjósendum í þessu landi, ganga í gegnum kosningar, mæta þér og öðrum mótframbjóðendum, svara fyrir mig og mín mál. Uppistaðan af öllu því sem þú ert að telja er áróður. Nú gengum við til kosninga í september síðastliðinn. Þar var einn þingmaður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur annar. Og það er sá sem þú ert að tala við núna.“

Pólitískar áhyggjur, ekki lagalegar

Á fundinum var meðal annars rætt um þær áhyggjur sem Lilja Alfreðsdóttir, viðskipta- og menningarmálaráðherra, hefur sagst hafa viðrað í aðdraganda sölunnar en hún hefur sagst hafa verið á móti því að hlutur ríkisins í Íslandsbanka yrði seldur í lokuðu útboði. Þeim skoðunum hafi hún komið fram við aðra ráðherra, en hún situr meðal annars í ráðherranefnd um efnahagsmál með forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra.  

Þegar Lilja mætti í fyrsta sinn í gær fyrir Alþingi til að svara fyrir þessi ummæli, sem hún lét fyrst falla í viðtali við Morgunblaðið 11. apríl, sagði hún að allir þrír ráðherrarnir í ráðherranefnd um efnahagsmál hefði haft áhygglur af söluferlinu. 

Bjarni var spurður út í þessar yfirlýsingar Lilju á fundinum í morgun. Bjarni svaraði því til að hann telji að Lilja hafi verið að viðra pólitískar áhyggjur af sölunni en ekki lagalegar. „Póli­tísk­ar á­hyggj­ur af því hvernig menn geti við­haldið góðum stuðningi meðal þjóðar­inn­ar eft­ir því hvaða leið er far­in. Og kannski er það það sem ráð­herra er að vísa til að það hef­ur skap­ast mikið upp­­­nám og mold­viðri út af þess­ari fram­­kvæmd, að það hafi ræst sem hún hafði á­hyggj­ur af, að það væri erfiðara að við­halda póli­tísk­um stuðningi þegar að all­ur ís­­lensk­ur al­­menn­ing­ur ætti ekki aðild að fram­­kvæmd út­boðsins.“

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Efnahagsmál

Mest lesið

Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
1
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
2
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Leggjast hart gegn nýrri smágreiðslulausn sem gæti sparað heimilum milljarða
5
Greining

Leggj­ast hart gegn nýrri smá­greiðslu­lausn sem gæti spar­að heim­il­um millj­arða

Sam­tök fjár­mála­fyr­ir­tækja segja að frum­varp sem mun gera Seðla­bank­an­um kleift að koma á fót inn­lendri smá­greiðslumiðl­un geri „ráð fyr­ir óvenju­legu inn­gripi í rekst­ur fyr­ir­tækja á sam­keppn­ismark­aði“. Heim­ili lands­ins greiddu alls 37 millj­arða króna í bein og óbein þjón­ustu­gjöld vegna notk­un­ar á greiðslu­kort­um á ár­inu 2022.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
3
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Unglingsstúlku í strætó hótað nauðgun og morði - „Allir heyrðu og sáu en enginn gerði neitt“
4
Fréttir

Ung­lings­stúlku í strætó hót­að nauðg­un og morði - „All­ir heyrðu og sáu en eng­inn gerði neitt“

Sex strák­ar sögðu við 14 ára stúlku í strætó að þeir ætl­uðu að nauðga henni og mömmu henn­ar og síð­an myndu þeir drepa þær báð­ar. Stúlk­an varð dauð­hrædd og þor­ir ekki aft­ur í strætó. Fram­kvæmda­stjóri Strætó seg­ir vagn­stjóra hafa átt að bregð­ast harð­ar við. Móð­ir­in kall­ar eft­ir því að al­menn­ing­ur láti sig ör­yggi sam­ferða­manna sinna varða.
Flúði vændi en verður send út í annað sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“
7
FréttirFlóttamenn

Flúði vændi en verð­ur send út í ann­að sinn: „Ég vil að hún viti að ég reyndi allt“

Níg­er­ísk­ar kon­ur sem hing­að leita eft­ir dvöl á Ítal­íu hafa í mörg­um til­vik­um ver­ið neydd­ar út í vændi þar og vilja ekki snúa aft­ur, því þær vita hvað bíð­ur þeirra. Ein kvenn­anna kom aft­ur til Ís­lands ör­fá­um dög­um eft­ir að hún fékk end­ur­komu­bann til þriggja ára, því hún sá enga aðra leið út.
Nýkjörinn formaður eldri borgara skráði sig í félagið viku fyrr og smalaði „úr öllum flokkum“
8
Fréttir

Ný­kjör­inn formað­ur eldri borg­ara skráði sig í fé­lag­ið viku fyrr og smal­aði „úr öll­um flokk­um“

Hvað gerð­ist raun­veru­lega á að­al­fundi Fé­lags eldri borg­ara í Reykja­vík og ná­grenni? Gagn­rýn­end­ur stjórn­ar­kjörs segja það hafa ver­ið þaul­skipu­lagða hall­ar­bylt­ingu Sjálf­stæð­is­manna. Ný­kjör­inn formað­ur, sem er ný­skráð­ur í fé­lag­ið, seg­ist vera kjós­andi Sjálf­stæð­is­flokks­ins en ekki geið­andi fé­lagi í flokkn­um.
Ísraelar skoða listann sérstaklega því enginn íslenskur ríkisborgari er á honum
9
FréttirFöst á Gaza

Ísra­el­ar skoða list­ann sér­stak­lega því eng­inn ís­lensk­ur rík­is­borg­ari er á hon­um

Í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu seg­ir að tíma­lína mögu­legra fólks­flutn­inga dval­ar­leyf­is­hafa frá Gaza liggi ekki fyr­ir. Verk­efn­ið sé ein­stakt því eng­ir ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar séu á lista stjórn­valda. Þetta hafi í för með sér að ísra­elsk stjórn­völd þurfi að skoða mál­ið sér­stak­lega.

Mest lesið í mánuðinum

Uppsagnir á Sóltúni eftir tveggja milljarða útgreiðslu: „Það er gríðarlega þungbær ákvörðun“
1
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Upp­sagn­ir á Sól­túni eft­ir tveggja millj­arða út­greiðslu: „Það er gríð­ar­lega þung­bær ákvörð­un“

Einka­rekna hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún hef­ur stað­ið fyr­ir upp­sögn­um síð­ustu vik­urn­ar til að laga rekst­ur­inn sem sagð­ur er ganga illa. Sam­hliða hafa eig­end­ur Sól­tún stað­ið í fast­eigna­við­skipt­um í gegn­um rekstr­ar­fé­lag­ið og tek­ið há­ar fjár­hæð­ir út úr því. Fyrr­ver­andi og nú­ver­andi starfs­menn gagn­rýna stjórn­end­ur Sól­túns fyr­ir upp­sagn­irn­ar.
Móðir Marks heitins: „Þetta er í raun og veru léttir“
2
Úttekt

Móð­ir Marks heit­ins: „Þetta er í raun og veru létt­ir“

Mark Gunn­ar Roberts lést á Þor­láks­messu. Nokkr­um dög­um áð­ur hafði hann fund­ist með­vit­und­ar­laus í fanga­klefa sín­um á Hólms­heiði. Mark ólst upp við drykkju og of­beldi föð­ur síns og ára­tug­um sam­an reyndi móð­ir hans að fá hjálp fyr­ir son sinn, sagði hann „hættu­leg­an án lyfja­gjaf­ar“, en án ár­ang­urs. Síð­ustu ár átti Mark ekki í nein hús að venda önn­ur en neyð­ar­skýli fyr­ir heim­il­is­lausa eða fang­elsi.
Aðstandendur íbúa á Sóltúni beðnir um að þrífa: „Þarna blöskraði mér gjörsamlega“
3
FréttirEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Að­stand­end­ur íbúa á Sól­túni beðn­ir um að þrífa: „Þarna blöskr­aði mér gjör­sam­lega“

Stjórn­end­ur hjúkr­un­ar­heim­il­is­ins Sól­túns báðu að­stand­end­ur íbúa að hjálpa til við þrif með eig­in tusk­um og hreinsi­efn­um ár­ið 2022. Það var eft­ir að eig­end­urn­ir seldu fast­eign hjúkr­un­ar­fé­lags­ins fyr­ir 3,8 millj­arða, leigðu hús­næð­ið af kaup­and­an­um, greiddu sér 2 millj­arða út úr fé­lag­inu og fóru svo í nið­ur­skurð á þjón­ust­unni. Að­stand­end­ur og starfs­fólk lýsa reynslu sinni af starf­sem­inni og þjón­ustu við gamla fólk­ið.
Ferðasagan: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóðlátan Hafnarfjörð
8
Viðtal

Ferða­sag­an: Frá sprengjuregni á Gaza í hljóð­lát­an Hafn­ar­fjörð

Fyr­ir ör­fá­um vik­um bjuggu Abeer Herzallah og dæt­ur henn­ar þrjár í tjaldi í Rafah. Há­vað­inn í sprengj­um var orð­inn al­vana­leg­ur og þeim fannst dauð­inn nálg­ast. Svo breytt­ist allt við skila­boð­in: „Þið er­uð komn­ar með leyfi til að fara héð­an.“ Það var kom­inn tími á ferða­lag til Ís­lands, til eig­in­manns­ins sem Abeer hafði ekki hitt í tvö ár.
Kristín Jónsdóttir ósammála túlkunum starfsbræðra sinna
10
Fréttir

Krist­ín Jóns­dótt­ir ósam­mála túlk­un­um starfs­bræðra sinna

Krist­ín Jóns­dótt­ir, fag­stjóri nátt­úru­vár á Veð­ur­stofu Ís­lands, seg­ist ekki geta tek­ið und­ir með starfs­bræðr­um sín­um Þor­valdi Þórð­ar­syni og Ár­manni Hösk­ulds­syni sem telja ný­leg­ar jarð­skjálfta­hrin­ur vera til marks um að Brenni­steins­fjalla­kerf­ið sé að vakna til lífs­ins. Eng­ar mæl­ing­ar bendi til kviku­hreyf­ing­ar. Skjálft­arn­ir eru senni­lega af völd­um þekkts mis­geng­is sem er á svæð­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár