Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Útlit fyrir kaupmáttarrýrnun, hærri húsnæðisskuldir og aukið atvinnuleysi

Grein­ing­ar­deild Ari­on banka spá­ir efna­hags­sam­drætti vegna falls WOW air en seðla­banka­stjóri ef­ast um að áhrif­in verði svo mik­il. Fjár­mála­ráð­herra bið­ur fólk um að missa ekki trúna á mark­aðsöfl­in. En hvað þýð­ir gjald­þrot flug­fé­lags­ins fyr­ir al­menn­ing á Ís­landi?

Útlit fyrir kaupmáttarrýrnun, hærri húsnæðisskuldir og aukið atvinnuleysi

Almenningur á Íslandi verður fyrir lífskjaraskerðingu vegna gjaldþrots WOW air. Spurningin er bara hversu mikil hún verður og með hvaða hætti hún birtist. 

„Ég held að við eig­um ekki að ef­ast um markaðsöfl­in þegar rekstr­ar­erfiðleik­ar eins og þess­ir birt­ast okk­ur,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í Kastljósi aðspurður hvort stjórnvöld hefðu sofið á verðinum gagnvart ævintýramennsku WOW air. „Það er eng­in leið önn­ur en að láta fram­boð og eft­ir­spurn ráða þess­um hlut­um.“ 

Krónan hefur þegar veikst síðan WOW air hætti starfsemi og Seðlabankinn fann sig knúinn til að bregðast við með inngripi á gjaldeyrismarkaði í dag.

Greiningardeild Arion banka kynnti hagspá í vikunni þar sem gert var ráð fyrir tæplega 2 prósenta samdrætti landsframleiðslu árið 2019 ef WOW air færi í þrot. Telur greiningardeildin að brotthvarf fyrirtækisins af markaði muni valda aukinni verðbólgu, veikja gengi krónunnar og draga úr atvinnuvegafjárfestingu. 

Með veikari krónu og aukinni verðbólgu munu verðtryggð lán hækka og fyrir vikið skuldabyrði heimila þyngjast. Allt felur þetta í sér kaupmáttarskerðingu fyrir almenning en auk þess eru horfur á að atvinnustig verði lægra næstu misserin en verið hefur undanfarin ár.

Raunar er vel hugsanlegt að Íslendingar standi frammi fyrir minniháttar kreppu í þeim skilningi að þjóðarframleiðsla muni dragast saman tvo ársfjórðunga í röð eða meira. Már Guðmundsson seðlabankastjóri efast þó um að áhrifin af falli WOW air verði svo mikil. „Fall Wow mun hafa neikvæð áhrif á hagvöxt, sérstaklega á þessu ári. Ólíklegt er þó að það eitt og sér nægi til að það verði beinlínis samdráttur á árinu,“ sagði hann í ræðu sinni á ársfundi Seðlabankans.

Högg fyrir ferðaþjónustuna 

Samdráttur í ferðaþjónustu er óhjákvæmilegur eftir að WOW hætti flugrekstri. Að hluta til hafa áhrifin af vanda WOW air þegar komið fram; rekstur fyrirtækisins hefur dregist saman undanfarna mánuði og fækkað í flugflotanum.

Nýlegar áætlanir Isavia gerðu engu að síður ráð fyrir að WOW air væri með 20 prósenta hlutdeild í farþegaflutningum á tímabilinu apríl til október á þessu ári.

Önnur flugfélög munu eflaust fylla upp í tómarúmið að verulegu leyti, en það gerist ekki á einni nóttu. Þannig verður ferðaþjónustan fyrir talsverðum skelli – og það á háannatíma þegar fyrirtækin eiga mikið undir því að skapa tekjur.

Fyrstu áhrifin eru aukið atvinnuleysi. Meira en þúsund manns missa vinnuna hjá flugfélaginu sjálfu en óljóst er hve margir missa vinnuna hjá helstu þjónustuaðilum fyrirtækisins, svo sem Airport Associates, fyrirtæki sem glatar um helmingi af verkefnum sínum vegna gjaldþrots WOW air. 

Samdrátturinn mun hafa neikvæð áhrif á afkomu fleiri ferðaþjónustufyrirtækja. Sum eru þegar farin að hagræða og draga úr starfsemi sinni. Þannig tilkynntu Kynnisferðir síðdegis í gær að 59 starfsmönnum yrði sagt upp. „Það er fyrirséð að rekstrartekjur fyrirtækisins munu minnka á næstu mánuðum. Aðalástæðan er sú að WOW Air er hætt rekstri sem þýðir að færri ferðamenn koma til landsins,“ segir í yfirlýsingu frá rútufyrirtækinu. 

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir auknu atvinnuleysi á yfirstandandi ári og því næsta. Gengið er út frá því að atvinnuleysi verði allt að 4 prósent á áætlunartímanum og að útgjöld vegna atvinnuleysistrygginga þróist með hliðsjón af því. Fall WOW air og áhrif þess gætu aukið atvinnuleysið enn frekar. „Að missa framfærsluöryggi er alvarleg staða. Stéttarfélögin leita nú leiða til að miðla upplýsingum, aðstoða sitt fólk og minnka höggið,“ skrifar Drífa Snædal, forseti ASÍ, á Facebook. 

Inngrip vegna veikingar krónunnar

Seðlabanki Íslands er með öflugan gjaldeyrisforða og í betri stöðu en nokkru sinni fyrr til að halda aftur af veikingu krónunnar án mikilla vaxtahækkana. Atburðir dagsins, þar sem bankinn brást við gengisveikingu með inngripum á gjaldeyrismarkaði, eru skýr birtingarmynd þess.

Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor benti á það í viðtali við Stundina í fyrra að markaðsaðilar á gjaldeyrismarkaði hafa tilhneigingu til að bregðast við atburðum umfram tilefni. „Ef innlendir fjármagnseigendur misstu trúna á krónunni og flyttu fé út í stórum stíl, þá gæti reynt talsvert á vilja Seðlabankans til að synda gegn straumnum,“ sagði hann. 

Gengisþróunin gæti haft sitthvað að segja um atvinnuhorfur en veiking krónunnar hefur sögulega gegnt lykilhlutverki í eflingu útflutningsgreina og þannig ýtt undir atvinnusköpun í kjölfar efnahagsáfalla. 

Seðlabankinn hefur það lögbundna hlutverk að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og halda aftur af verðbólgu en engar skyldur þegar kemur að því að halda uppi háu atvinnustigi. Sú spurning vaknar hins vegar hvort stjórnarmeirihlutinn á Alþingi sé viljugur að grípa til ráðstafana á sviði ríkisfjármála til að örva hagkerfið, dempa fallið og stuðla að aukinni atvinnu.

Forsendur fjármálaáætlunar brostnar

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir talsverðri útgjaldaaukningu til flestra málaflokka og skattalækkunum en einnig 2 prósenta aðhaldi á flestum sviðum ríkisrekstrar og verulegum skorðum við launahækkunum ríkisstarfsmanna. 

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur látið hafa eftir sér að áfall á borð við gjaldþrot WOW air „myndi þýða að við þyrftum að draga úr útgjaldaáformum“.

Gjaldþrot WOW air setur tekjuáætlun fjármálaáætlunar í uppnám. Samdrátturinn í ferðaþjónustu mun rýra skattstofna, draga úr tekjuöflun ríkissjóðs og gera ríkisstjórninni erfiðara um vik að uppfylla þau afkomumarkmið sem sett voru í fjármálastefnu.

Ef ríkisstjórnin heldur fast við afkomumarkmiðin og bregst við WOW air-skellinum með niðurskurði ríkisútgjalda til að mæta tekjurýrnuninni mun það væntanlega auka enn á samdráttinn í efnahagslífinu. Á Bjarna Benediktssyni mátti þó skilja í Kastljósi að vel kæmi til greina að endurskoða afkomumarkmiðin. 

Skilur eftir „umtalsvert skarð“

Hlutdeild WOW air í áætlunarflugi til og frá Íslandi var 25 til 30 prósent árið 2018 miðað við fjölda farþega og með tengifarþegum var hlutdeildin hátt í 40 prósent. 

Í fréttatilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu kemur fram að ekki þurfi að fjölyrða um að „brotthvarf WOW af íslenska markaðnum skilur eftir sig umtalsvert skarð“ og „samþjöppun í flugi mun[i] því aukast verulega“ til skamms tíma. 

Brotthvarf WOW air gæti haft talsverð áhrif á rekstur Keflavíkurflugvallar og afkomu Isavia sem hefur verið í stækkunarfasa undanfarið. „Isavia mun á næstunni fara yfir hver þau áhrif kunni að verða,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. 

„Það verður högg í sumar“

Þórólfur Matthíasson bendir á að hafa þurfi í huga að WOW air og Icelandair hafi í raun starfað á þremur mörkuðum: við Atlantshafsflug, milli Íslands og Evrópu og Íslands og Ameríku. Trans Atlantic-markaðurinn sé stærri en hinir og þar sé samkeppnin í verði jafnframt miklu harðari. „Icelandair hefur náð jafnvægi með því að rukka hærra fyrir leggina en fyrir Trans Atlantic en verðlagningar- og sölukerfi Wow leyfði ekki svoleiðis,“ segir hann í samtali við Stundina.

„Trans Atlantic-markaðurinn þýðir mikið fyrir ISAVIA, en lítið fyrir innlenda ferðaþjónustu.  Fall Wow þarf ekki að breyta miklu varðandi flutning farþega á mörkuðunum tveimur milli Íslands og Evrópu og Íslands og Ameríku. Þriðji markaðurinn minnkar, en það skapar ekki högg nema fyrir ISAVIA, Airport Associates og nokkra aðra.

Spurningin er þannig hvort það haldi áfram að vera sæti fyrir farþegana sem vilja bara skoða Ísland. Það fer eftir vali á leiðum og verði og auglýsingum og áherslum Icelandair á Transatlantic-rútuna. Þessu er ekki auðvelt að breyta í sumar, þannig að það verður högg í sumar. Næsta spurning er svo hvort greiðsluvilji farþega fyrir Íslandsferð sé nægur til að halda uppi komu tveggja milljóna farþega á ári. Það mun koma í ljós.“

Fjárfestar búast við veikari krónu

Viðskipti á gjaldeyrismörkuðum og hlutabréfamörkuðum í dag bera þess skýrt merki að markaðsaðilar búist við veikari krónu. Gengi krónunnar hefur lækkað meðan virði hlutabréfa í útflutningsfyrirtækjum sem hafa hag af gengisveikingu, svo sem hjá Marel og HB Granda, hefur hækkað.

Ljóst er að rekja má talsverðan hluta hækkunar á húsnæðisverði síðustu ára til útleigu til ferðamanna. Því er ekki ósennilegt að fall WOW air hafi áhrif á húsnæðismarkaðinn. Athygli vekur að virði hlutabréfa í fasteignafélögum eins og Eik og Regin hefur lækkað í dag sem kann að benda til þess að fjárfestar sjái fram á að fasteignaverð lækki. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Fagnaði fertugsafmælinu með því að hækka stýrivexti
Viðtal

Fagn­aði fer­tugsaf­mæl­inu með því að hækka stýri­vexti

Ás­gerð­ur Ósk Pét­urs­dótt­ir hef­ur pælt í pen­ing­um frá því að hún man eft­ir sér. Ás­gerð­ur var ekki há í loft­inu þeg­ar hún spurði mömmu sína hvað­an pen­ing­arn­ir kæmu. Svar­ið var Seðla­bank­inn. „Þar ætla ég að vinna þeg­ar ég verð stór,“ sagði Ás­gerð­ur. Og við það stóð hún. Ás­gerð­ur er yngst allra sem set­ið hafa í pen­inga­stefnu­nefnd og starf seðla­banka­stjóra heill­ar.
Er listaverkið tómt ílát?
GagnrýniViðnám

Er lista­verk­ið tómt ílát?

List­fræð­ing­ur­inn Mar­grét Elísa­bet Ólafs­dótt­ir fjall­ar um verk­ið Ör­laga­ten­ing­ur­inn eft­ir Finn Jóns­son (1892-1993) á sýn­ing­unni Við­nám á Lista­safni Ís­lands og seg­ir að hægt sé að gera meiri kröf­ur til safns­ins.
Lóa Hjálmtýsdóttir
Lóa Hjálmtýsdóttir
Sófakartaflan

Lóa Hjálmtýsdóttir

Svona var það tvöþús­und og sex

Sófa­kartafl­an gerði heið­ar­lega til­raun til að hofa á That 90’s Show á Net­flix en nostal­g­íu­neist­inn sem kvikn­aði í brjósti henn­ar leiddi til gláps á sjö þáttar­öð­um af Malcolm in the Middle.
Vegfarendur finna fyrir hækkunum
MyndbandLífskjarakrísan

Veg­far­end­ur finna fyr­ir hækk­un­um

Heim­ild­in ræddi við veg­far­end­ur um sí­end­ur­tekn­ar vaxta­hækk­an­ir og áhrif þeirra.
Verklagsreglur um leit að týndu fólki endurskoðaðar
Fréttir

Verklags­regl­ur um leit að týndu fólki end­ur­skoð­að­ar

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur haf­ið vinnu sem mið­ar að því að bregð­ast við til­mæl­um nefnd­ar um eft­ir­lit með lög­reglu frá því í fyrra.
Leituðu að öruggasta stað í heimi og fundu hann á Íslandi
Viðtal

Leit­uðu að ör­ugg­asta stað í heimi og fundu hann á Ís­landi

„Þetta er ekki leik­ur. Að rífa sig upp með rót­um og yf­ir­gefa heima­land­ið ger­ir eng­inn nema af nauð­syn,“ seg­ir Ab­ir, sem flúði frá Sýr­landi til Ís­lands ásamt bróð­ur sín­um, Tarek. Út­lend­inga­stofn­un hef­ur synj­að þeim um vernd en leit aldrei til að­stæðna í Sýr­landi í um­fjöll­un sinni held­ur í Venesúela, þar sem systkin­in eru fædd en flúðu frá fyr­ir mörg­um ár­um.
Bergur Ebbi
Bergur Ebbi
Pistill

Bergur Ebbi

Sjö gráð­ur og súld

Berg­ur Ebbi fjall­ar um breytta stöðu veð­ur­fræð­inga og veð­ur­frétta í tækn­i­sam­fé­lag­inu. Nú er það bara ískalt app­ið á með­an veð­ur­fræð­ing­ar voru lands­þekkt and­lit á ár­um áð­ur.
Dropinn dýrastur á Íslandi
Fréttir

Drop­inn dýr­ast­ur á Ís­landi

Bens­ín­lítr­inn er hvergi dýr­ari inn­an EES-svæð­is­ins en á Ís­landi og raun­ar er bens­ín­verð á Ís­landi það þriðja hæsta í heim­in­um. Álög­ur sem hið op­in­bera legg­ur á bens­ín eru þó hærri í sex­tán ESB-ríkj­um en þær eru á Ís­landi.
Volaða land
Bíó Tvíó#239

Volaða land

Í síð­asta þætti Bíó Tvíó í bili ræða Andrea og Stein­dór kvik­mynd Hlyns Pálma­son­ar frá 2022, Volaða land. Fleiri þætt­ir eru í boði á Pat­reon síðu Bón­us Tvíó: www.pat­reon.com/biot­vio
Þroskahjálp: Rafbyssuvæðing lögreglunnar „hrollvekjandi tilhugsun“
FréttirRafbyssuvæðing lögreglunnar

Þroska­hjálp: Raf­byssu­væð­ing lög­regl­unn­ar „hroll­vekj­andi til­hugs­un“

Sér­fræð­ing­ur og fram­kvæmda­stjóri hjá Þroska­hjálp segja að sam­tök­in hafi áhyggj­ur af raf­byssu­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Þroska­hjálp hef­ur fund­að með embætti rík­is­lög­reglu­stjóra vegna þessa. Ástæð­an er sú að lög­regl­an hafi ekki nægi­lega þekk­ingu á stöðu fólks með fötl­un sem hún kann að þurfa að hafa af­skipti af.
Kjartan hættir sem stjórnarformaður
FréttirLaxeldi

Kjart­an hætt­ir sem stjórn­ar­formað­ur

Kjart­an Ólafs­son er hætt­ur sem stjórn­ar­formað­ur Arn­ar­lax eft­ir að hafa leitt fé­lag­ið um ára­bil. Stofn­andi stærsta hlut­hafa Arn­ar­lax, Gustav Witzoe, kem­ur inn í stjórn­ina.
Hækkanir á afborgunum valda magaverk
FréttirLífskjarakrísan

Hækk­an­ir á af­borg­un­um valda maga­verk

Af­borg­an­ir á hús­næð­is­láni sex manna fjöl­skyldu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hafa hækk­að um 116 þús­und krón­ur á 18 mán­uð­um. Fjöl­skyld­an hef­ur þurft að ganga á sparn­að til að ráða við reglu­leg út­gjöld og er nú í því ferli að breyta lán­inu úr óverð­tryggðu í verð­tryggt til að ráða við af­borg­an­irn­ar.

Mest lesið undanfarið ár

  • Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
    1
    Rannsókn

    Jón Bald­vin við nem­anda: „Viltu hitta mig eft­ir næsta tíma“

    Fimmtán ára stúlka í Haga­skóla hélt dag­bók vor­ið 1970 þar sem hún lýs­ir kyn­ferð­is­leg­um sam­skipt­um við Jón Bald­vin Hanni­bals­son sem þá var 31 árs gam­all kenn­ari henn­ar. Í bréfi sem hann sendi stúlk­unni seg­ist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu henn­ar.
  • Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
    2
    Viðtal

    Þar sem ósýni­lega fólk­ið býr í borg­inni

    „Þetta var ör­ugg­asti stað­ur­inn minn,“ seg­ir Alma Lind Smára­dótt­ir þeg­ar hún opn­ar inn í ruslageymslu í bíla­kjall­ara í Reykja­vík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvæld­ist um göt­ur bæj­ar­ins. Borg­in sést í öðru ljósi þeg­ar hún er séð með aug­um heim­il­is­lausra, ósýni­lega fólks­ins, þeirra sem flest­ir líta fram hjá eða hrekja burt. Ít­ar­legt og einlgæt við­tal við Ölmu Lind birt­ist í 162. tölu­blaði Stund­ar­inn­ar og má lesa í heild á slóð­inni: htt­ps://stund­in.is/grein/16051/
  • „Ég get ekki lifað við þessa lygi“
    3
    Viðtal

    „Ég get ekki lif­að við þessa lygi“

    Sig­ur­laug Hreins­dótt­ir seg­ir lög­regl­una hafa brugð­ist þeg­ar dótt­ir henn­ar hvarf fyr­ir fimm ár­um síð­an. Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu ger­ir fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu lög­reglu í mál­inu og bein­ir til­mæl­um um úr­bæt­ur til rík­is­lög­reglu­stjóra. „Ég biðst ein­lægr­ar af­sök­un­ar,“ skrif­ar Grím­ur Gríms­son, sem var hamp­að sem hetju og tók á móti við­ur­kenn­ingu sem mað­ur árs­ins. „Það var ótrú­lega sárt,“ seg­ir Sig­ur­laug. Sér hafi ver­ið fórn­að fyr­ir ímynd lög­regl­unn­ar.
  • „Hann hefur ekki beðist afsökunar“
    4
    Fréttir

    „Hann hef­ur ekki beðist af­sök­un­ar“

    Tón­list­ar­mað­ur­inn Auð­unn Lúth­ers­son, sem kall­ar sig Auð­ur, hef­ur við­ur­kennt að hafa far­ið „yf­ir mörk“ í sam­skipt­um við kon­ur. Kon­ur lýsa ágengni og meið­andi fram­komu sem hann hafi aldrei axl­að ábyrgð á.
  • Lifði af þrjú ár á götunni
    5
    Viðtal

    Lifði af þrjú ár á göt­unni

    Alma Lind Smára­dótt­ir end­aði á göt­unni eft­ir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvæld­ist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þeg­ar hún varð barns­haf­andi á ný mætti barna­vernd á fæð­ing­ar­deild­ina og fór fram á að hún myndi af­sala sér barn­inu.
  • Þóra Dungal fallin frá
    6
    Menning

    Þóra Dungal fall­in frá

    Þóra Dungal, sem varð tákn­mynd X-kyn­slóð­ar­inn­ar á Ís­landi skömmu fyr­ir alda­mót­in þeg­ar hún fór með að­al­hlut­verk í kvik­mynd­inni Blossa ár­ið 1997, er fall­in frá.
  • „Hann var ekki að kaupa aðgengi að mér þegar hann lánaði mér pening“
    7
    Afhjúpun

    „Hann var ekki að kaupa að­gengi að mér þeg­ar hann lán­aði mér pen­ing“

    Katrín Lóa Kristrún­ar­dótt­ir þótt­ist hepp­in þeg­ar henni var tjáð af vinnu­veit­anda sín­um, Helga Vil­hjálms­syni í Góu, að hann gæti lán­að henni fyr­ir út­borg­un í íbúð. Hún hefði þó aldrei þeg­ið slíkt lán ef hún hefði vit­að hvað það hefði í för með sér en Katrín Lóa lýs­ir því að eft­ir lán­veit­ing­una hafi hún þurft að sitja und­ir kyn­ferð­is­legri áreitni Helga svo mán­uð­um skipti. Helgi bið­ur Katrínu Lóu af­sök­un­ar á fram­ferði sínu.
  • Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
    8
    Úttekt

    Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

    Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
  • Skutlað sextán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“
    9
    Viðtal

    Skutl­að sex­tán ára til fanga á Litla-Hrauni: „Ég var alltaf hrædd“

    Ingi­björg Lára Sveins­dótt­ir var sex­tán ára þeg­ar henni var ek­ið á Litla-Hraun í heim­sókn­ir til manns sem afplán­aði átta ára dóm fyr­ir full­komna am­feta­mín­verk­smiðju. Hún seg­ir sorg­legt að starfs­fólk hafi ekki séð hættu­merk­in þeg­ar hún mætti. Eng­inn hafi gert at­huga­semd við ald­ur henn­ar, þeg­ar henni var vís­að inn í her­bergi með steyptu rúmi þar sem henn­ar beið tölu­vert eldri mað­ur með hættu­leg­an af­brota­fer­il.
  • Eigandi Mandi ákærður fyrir líkamsárás: „Hann sparkaði í magann á mér og sló mig í höfuðið, ítrekað“
    10
    Fréttir

    Eig­andi Mandi ákærð­ur fyr­ir lík­ams­árás: „Hann spark­aði í mag­ann á mér og sló mig í höf­uð­ið, ít­rek­að“

    Hlal Jarah, eig­andi veit­inga­stað­ar­ins Mandi hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að ráð­ast með bar­smíð­um á Kefs­an Fatehi á ann­an dag jóla 2020. Upp­tök­ur sýna Hlal slá Kefs­an í höf­uð­ið og sparka í hana. Sjálf lýs­ir hún ógn­un­um, morð­hót­un­um og kyn­ferð­is­legri áreitni af hendi Hlal og manna hon­um tengd­um.