Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Grátið í höfuðstöðvum WOW air

Skúli Mo­gensen seg­ist hafa átt „stór­kost­leg­asta ferða­lag lífs síns“, í bréfi sínu til starfs­fólks. Í morg­un hef­ur starfs­fólk yf­ir­gef­ið höf­uð­stöðv­arn­ar, sumt hvert í upp­námi.

Yfirgáfu höfuðstöðvar WOW Þungt var yfir starfsfólki í höfuðstöðvum WOW air þegar kvatt var í morgun. Um þúsund manns missti vinnuna við gjaldþrot flugfélagsins.

Skúli Mogensen, stofandi og eigandi Wow air, fundaði með starfsfólki í höfuðstöðvum flugfélagsins í morgun eftir að rekstur flugfélagsins var skyndilega stöðvaður. Uppnám er í höfuðstöðvum Wow air. Starfsfólk hefur í morgun yfirgefið höfuðstöðvarnar, sumt hvert grátandi. 

„Mér þykir ákaf­lega leitt að setja ykk­ur í þessa stöðu,“ sagði Skúli í morgun í bréfi til starfsfólks. „Ég mun aldrei geta fyr­ir­gefið sjálf­um mér fyr­ir að hafa ekki gripið til aðgerða fyrr þar sem það er aug­ljóst að WOW var ótrú­legt flug­fé­lag og við vor­um á réttri leið að gera frá­bæra hluti aft­ur,“ skrifaði hann.

WOW air tapaði um 22 milljörðum króna á síðasta ári. Flugferðir voru til sölu hjá félaginu allt þar til í morgun, þegar leigusalar gerðu vélar Wow air upptækar í Bandaríkjunum og Kanada. Það virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu. Allt að fjögur þúsund manns, sem keyptu miða með WOW, eru strandaglópar vegna stöðvunar félagsins.

Starfsfólk ósátt við nærveru fjölmiðlafólks

Starfsfólk lýsti óánægju sinni með nærveru fjölmiðla í höfuðstöðvunum í morgun. „Hvað er að?“ spurði starfsmaður fjölmiðlafólk áður en hún lokaði dyrunum. Mikil samstaða hefur verið hjá starfsfólkinu í aðdragandanum að rekstrarstöðvun félagsins. Að sögn Skúla Mogensen bauðst starfsfólk til þess að gefa hluta launa sinna til að tryggja áframhaldandi rekstur. Þá sendi stéttarfélag flugmanna WOW air frá sér beiðni til Blaðamannafélags Íslands um að rannsókn yrði hafin á blaðamönnum, vegna „óvæginnar umfjöllunar íslenskra fréttamiðla“ um stöðu WOW air. 

„Þetta er bara hræðilegt“

„Ég held ég þurfi smá tíma til að melta þetta. Þetta er bara hræðilegt,“ sagði einn starfsmaðurinn, Anna Gréta Oddsdóttir.

Höfuðstöðvar WOW airStarfsfólk hefur verið að yfirgefa höfuðstöðvarnar í Katrínartúni í morgun.

Bjartsýni hefur einkennt viðmót Skúla Mogensen undanfarna daga. Í viðtali við Vísi á þriðjudag kom hann fram og greindi frá því að staðan væri góð. „Bókanir inn á apríl og annan ársfjórðung hafa líka gengið vel. Ég held að það sýni þann mikla stuðning og traust sem við höfum notið,“ sagði Skúli. „Ég segi með miklu öryggi, við vitum nákvæmlega  hvað við erum að gera og hvert við erum að fara og við sjáum árangurinn nú þegar skila sér.“

Ekki var unnt að fá viðtal við forstjóra félagsins í morgun. Skúli hafði opinberlega sagst vera „mjög ánægður“ og bjartsýnn allt fram að skyndilegri stöðvun rekstrarins. Í bréfi sínu í morgun sagðist hann þakklátur starfsfólki og farþegum.

„Síðast en ekki síst vil ég þakka ykk­ur, mín­ir kæru vin­ir, fyr­ir stór­kost­leg­asta ferðalag lífs míns. Við mun­um alltaf vera WOW og ég mun aldrei gleyma ykk­ur. Ég vona og treysti því að þið munið aldrei gleyma WOW-and­an­um og að þið takið hann með ykkur í ykk­ar næsta æv­in­týri. Takk.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Fall WOW air

Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Skúli notaði félag í skattaskjólinu Tortólu til að halda utan um hlutabréf sín
Fréttir

Skúli not­aði fé­lag í skatta­skjól­inu Tor­tólu til að halda ut­an um hluta­bréf sín

Á OZ-tíma­bil­inu í kring­um alda­mót­in fékk Skúli Mo­gensen um 1200 millj­óna króna lán í rík­is­bank­an­um Lands­banka Ís­lands til að kaupa hluta­bréf í ýms­um ný­sköp­un­ar- og tæknifyr­ir­tækj­un­um. Fjár­fest­ing­arn­ar voru í gegn­um fé­lag á Tor­tólu og þurfti að af­skrifa stór­an hluta lán­anna eft­ir að net­ból­an sprakk.

Mest lesið

Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
1
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
2
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.
Stórfelldar líkamsárásir „aldrei verið fleiri“
6
Fréttir

Stór­felld­ar lík­ams­árás­ir „aldrei ver­ið fleiri“

Lands­menn eru slegn­ir eft­ir að 17 ára stúlka, Bryn­dís Klara, lést eft­ir hnífa­árás. For­seti Ís­lands, rík­is­stjórn­in og fjöl­marg­ir aðr­ir hafa kall­að eft­ir þjóðar­átaki gegn of­beld­is­brot­um barna. Sex­tán ára pilt­ur, sem var hand­tek­inn eft­ir árás­ina, er vist­að­ur í fang­els­inu á Hólms­heiði. Sam­kvæmt gögn­um frá lög­regl­unni hafa aldrei fleiri stór­felld­ar lík­ams­árás­ir ver­ið framd­ar af ung­menn­um en nú og fleiri börn en áð­ur fremja ít­rek­uð of­beld­is­brot.
Allt annað líf eftir að fjölskyldan sameinaðist
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

Allt ann­að líf eft­ir að fjöl­skyld­an sam­ein­að­ist

Paola Bianka, skurð­hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, þurfti að skilja son sinn eft­ir á Fil­ipps­eyj­um fyrst um sinn til þess að kom­ast hing­að og vinna í ís­lenska heil­brigðis­kerf­inu. Tveim­ur ár­um síð­ar var fjöl­skyld­an sam­ein­uð og Paola er hluti af sís­tækk­andi hópi fil­ipp­eyskra hjúkr­un­ar­fræð­inga sem starfa víða í heil­brigðis­kerf­inu og Land­spít­ali gæti ekki ver­ið án.
Litið fram hjá tilfinningalegum tengslum við uppbyggingu í miðborginni
8
Fréttir

Lit­ið fram hjá til­finn­inga­leg­um tengsl­um við upp­bygg­ingu í mið­borg­inni

Breytt ásýnd mið­borg­ar­inn­ar blas­ir nú við í ná­grenni við Aust­ur­völl. Inn­an um rót­grón­ar og sögu­fræg­ar bygg­ing­ar, líkt og Al­þingi og Dóm­kirkj­una, blasa við ný­bygg­ing­ar og upp­gerð hús, svo sem skrif­stof­ur þing­flokka og hót­el. Doktor í um­hverf­is­sál­fræði seg­ir skeyt­ing­ar­leys­is gagn­vart sögu svæð­is­ins gæta í fram­kvæmd­um í mið­borg­inni.
Guðmundur Ingi Þóroddsson
10
Aðsent

Guðmundur Ingi Þóroddsson

Af­staða heim­sæk­ir skóla

Af­staða, fé­lag fanga og áhuga­fólks um betr­un, mun á næstu dög­um og vik­um senda for­svars­fólki grunn­skóla, fram­halds­skóla, fé­lags­mið­stöðva og lög­reglu er­indi og bjóða upp á heim­sókn. Þeg­ar Af­staða hef­ur heim­sótt fram­halds- og há­skóla kem­ur þar fram ungt fólk sem hef­ur sjálft lent á glæpa­braut­inni og miðl­ar af reynslu sinni. Fé­lag­ið boð­ar til sam­starfs­ins vegna þeirr­ar al­var­legu stöðu sem upp kom­in er í sam­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
2
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
„Konan með brosandi augun“ sem á ekki neitt þrátt fyrir þrotlausa vinnu
4
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Kon­an með bros­andi aug­un“ sem á ekki neitt þrátt fyr­ir þrot­lausa vinnu

Þó Olga Leons­dótt­ir, starfs­mað­ur á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli, sé orð­in 67 ára göm­ul og hafi í tæp 20 ár séð um fólk við enda lífs­ins get­ur hún ekki hætt að vinna. Hún hef­ur ein­fald­lega ekki efni á því. Olga kom hing­að til lands úr sárri fá­tækt fall­inna fyrr­ver­andi Sov­ét­ríkja með dótt­ur­syni sín­um og seg­ir að út­lit sé fyr­ir að hún endi líf­ið eins og hún hóf það: Alls­laus. Hún er hluti af sís­tækk­andi hópi er­lendra starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­um lands­ins.
Hafa reynt að lægja öldurnar og rætt við ungmenni sem vilja hefnd
5
Fréttir

Hafa reynt að lægja öld­urn­ar og rætt við ung­menni sem vilja hefnd

Fé­lag fanga hef­ur boð­ið stuðn­ing og þjón­ustu til ætt­ingja 16 ára pilts sem er í gæslu­varð­haldi á Hólms­heiði, grun­að­ur um hnífa­árás þar sem 17 ára stúlka lést af sár­um sín­um. Full­trú­ar fé­lags­ins hafa einnig rætt við ung­menni sem vilja hefnd og reynt að lægja öld­urn­ar. Hefndarað­gerð­ir gætu haft „hræði­leg­ar af­leið­ing­ar fyr­ir þá sem hefna og ekki síð­ur fyr­ir sam­fé­lag­ið," seg­ir Guð­mund­ur Ingi Þórodds­son, formað­ur Af­stöðu.
Hitafundur þar sem kosið var gegn vantrauststillögu á hendur formanni
6
Fréttir

Hita­fund­ur þar sem kos­ið var gegn van­traust­stil­lögu á hend­ur for­manni

Mik­ill meiri­hluti greiddi at­kvæði gegn því að taka fyr­ir van­traust­til­lögu á hend­ur for­manns Blaða­manna­fé­lags Ís­lands á auka-að­al­fundi fé­lags­ins í gær, fjöl­menn­um hita­fundi. Laga­breyt­ing­ar­til­laga stjórn­ar um að af­nema at­kvæð­is­rétt líf­eyr­is­fé­laga var felld og sömu­leið­is til­laga um að hætta op­in­berri birt­ingu fé­laga­tals, þrátt fyr­ir efa­semd­ir um að slíkt stæð­ist per­sónu­vernd­ar­lög.
Ríkið lagði beingreiðslur beint inn á KS
7
Viðskipti

Rík­ið lagði bein­greiðsl­ur beint inn á KS

Þrátt fyr­ir að lög hafi í tæp þrjá­tíu ár kveð­ið skýrt á um að bein­greiðsl­ur til bænda skuli ein­ung­is greidd­ar bænd­um var það fyrst fyr­ir ári sem rík­ið hætti að leggja þær inn á þriðja að­ila. Kaup­fé­lag Skag­firð­inga fékk í mörg­um til­fell­um slík­ar greiðsl­ur lagð­ar inn á sinn reikn­ing. KS lán­aði bónda á fimmta tug millj­óna króna fyr­ir kvóta­kaup­um í fyrra, vaxta­laust og óverð­tryggt.
„Ekki Sjálfstæðisflokkinn“ svara Sjálfstæðismenn til áratuga
10
Allt af létta

„Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ svara Sjálf­stæð­is­menn til ára­tuga

„Ef það væru kosn­ing­ar á morg­un, hvern mynd­irðu kjósa?“ spyr Ás­geir Bolli Krist­ins­son menn reglu­lega sem hafa kos­ið Sjálf­stæð­is­flokk­inn í ára­tugi – jafn­vel hálfa öld. „Ekki Sjálf­stæð­is­flokk­inn“ er svar­ið. „Mið­flokk­inn“ fylg­ir gjarn­an í kjöl­far­ið. Bolli ákvað að grípa til sinna ráða til þess að smala óánægju­fylg­inu „heim“ en tel­ur hæp­ið að Val­höll verði við beiðni hans um svo­kall­að­an DD-lista.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Ætluðu til Ameríku en festust á Íslandi
7
ÚttektFólkið í neyðarskýlinu

Ætl­uðu til Am­er­íku en fest­ust á Ís­landi

Fyr­ir klukk­an tíu á morgn­anna pakka þeir fögg­um sín­um nið­ur og setja þær í geymslu. Þeir líta eft­ir lög­regl­unni og fara svo af stað út, sama hvernig viðr­ar. Þeir mæla göt­urn­ar til klukk­an fimm á dag­inn, þang­að til svefnstað­ur­inn opn­ar aft­ur. Til­vera þessa svefnstað­ar er ekki tryggð. Flosn­að hef­ur úr hópn­um sem þar sef­ur á síð­ustu mán­uð­um og líka bæst við.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
8
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár